Hagtölur iðnaðarins

Hagtölur iðnaðarins eru gefnar út til þess að kynna stöðu iðnaðarins í þjóðfélaginu. Hagtölunum er ætlað að auka almenna þekkingu og skilning á þýðingu og vægi iðnaðarins í heild.

Í hagtölunum er að finna helstu tölulegu upplýsingar um iðnaðinn. Þá er gerður samanburður á iðnaði og öðrum atvinnugreinum. Hagtölurnar byggja á nýjustu opinberu upplýsingum um helstu hagstærðir.

Hagtölur iðnaðarins eru teknar saman á skrifstofu Samtaka iðnaðarins og eru upplýsingar m.a. fengnar frá Fjármálaráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands og alþjóðastofnunum.

Hagtölur iðnaðarins