Skýrslur og rit

Umhverfisvæn innkaup

27.01.2004

Bæklingurinn Umhverfisvæn innkaup á pdf sniði.Nýverið gaf Umhverfisráðuneytið út kynningarrit um umhverfisvæn innkaup. Ritið var unnið í samvinnu við Ríkiskaup, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins.

Ritið á PDF sniði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ritinu er ætlað að vera gagnleg handbók um umhverfisvæn innkaup, þar sem reynt er að útskýra í hverju það hugtak felst, hver ávinningurinn af þeim er og hvernig hægt er að hrinda þeim í framkvæmd. Það er einkum ætlað þeim sem sinna eða taka þátt í opinberum innkaupum en ætti einnig að gagnast öðrum sem hafa áhuga á að kynna sér viðfangsefnið.

Í ritinu kemur fram að umhverfisvæn innkaup snúast um að velja fremur umhverfisvænar vörur en þær sem valda umhverfinu meiri skaða.

Umhverfisvænar vöru má skilgreina sem vörur sem síður eru skaðlegar heilsu manna og umhverfinu en sambærilegar vörur ætlaðar til sömu nota.

Vara er umhverfisvæn ef hún:

  • Þjónar tilgangi sínum vel og er hagkvæm í rekstri

  • Er sparneytin á orku og auðlindir

  • Notar lágmarks mögulegt hlutfall hráefna

  • Notar hámarks mögulegt hlutfall endurnýttra efna

  • Veldur ekki mengun eða a.m.k. lágmarks mögulegri mengun

  • Er endingargóð og auðveld í viðhaldi og endurnýjun

  • Er endurnotanleg og/eða endurvinnanleg

Einnig er í ritinu gefið yfirlit yfir grundvallarsjónarmið sem hafa ber til hliðsjónar við umhverfisvæn innkaup, auk aðferða og hjálpargagna sem notuð eru. Fjallað er um umhverfismerki, spurningar til birgja og umhverfiskröfur í útboðslýsingum. Að lokum er að finna í ritinu leiðbeiningar um fyrstu skrefin við mótun umhverfisstefnu í innkaupum og innkaupagátlista fyrir nokkra vöruflokka.

Innan tíðar er væntanleg vefútgáfa af handbókinni sem verður að finna hér á vef Samtaka iðnaðarins, vef umhverfisráðuneytisins og víðar. Þar verða gátlistar uppfærðir og nýjum bætt við eftir því sem fram líða stundir.

Ritið á PDF sniði.