Fréttir

Álklasinn formlega stofnaður - 1.7.2015 Stóriðja

Yfir 30 fyrirtæki og stofnanir stóðu að vel sóttum stofnfundi Álklasans sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins sl. mánudag. Markmið Álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem í Álklasanum eru og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði. Meira

Annað starfsár GERT verkefnisins á enda - 25.6.2015 Menntun og fræðsla

GERT verkefnið (grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) hefur nú lokið öðru starfsári sínu. Um er að ræða samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytis um að auka áhuga grunnskólanemenda á sviði raunvísinda og tækni. Meira

Bakarameistarar afhentu Göngum saman eina og hálfa milljón króna - 25.6.2015 Matvælaiðnaður

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, söfnuðu einni og hálfri milljón með sölu Brjóstabollunnar um mæðradagshelgina. Forsvarskonur styrktarfélagsins Göngum saman heimsóttu stjórn LABAK nýlega og tóku við styrknum úr hendi Jóns Alberts Kristinsson, formanns LABAK.

Meira

Ljósgjafinn hlýtur D-vottun - 18.6.2015 Gæðastjórnun og rekstur

Ljósgjafinn ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Meira

Kjarnafæði hlýtur alþjóðlega ISO 9001-vottun - 18.6.2015 Matvælaiðnaður

Á 30 ára afmælisári sínu hefur Kjarnafæði og starfsfólk þess fengið viðurkenningu á öflugu gæðastarfi með alþjóðlegri vottun á ISO9001:2008 staðlinum af BSI á Íslandi. Kjarnafæði er fyrsta matvælafyrirtækið á Íslandi með áherslu á kjötafurðir sem fær þessa vottun. Meira

Fara í fréttasafn


Leiðari SI

Arni

Lækkun byggingarkostnaðar - Tillögur SI partur af kjarasamningum

Tillögur SI eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir lækkun opinberra gjalda og skilvirkari stjórnsýslu gagnvart byggingaraðilum. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð til einföldunar og aukinnar skilvirkni. Þessi atriði vega samanlagt meira en 30% af byggingarkostnaði.


Atburðir

Enginn viðburður fannst skráður.

Sjá fleiriNýjar greinar

23.6.2015 : Lækkun byggingarkostnaðar - Tillögur SI partur af kjarasamningum

Tillögur SI eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir lækkun opinberra gjalda og skilvirkari stjórnsýslu gagnvart byggingaraðilum. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð til einföldunar og aukinnar skilvirkni. Þessi atriði vega samanlagt meira en 30% af byggingarkostnaði. Lesa meira

19.5.2015 : Lækkum byggingarkostnað og bætum kjör

Það er fátt rætt meira á Íslandi þessi misserin en erfiðleikar yngra og efnaminna fólks við að eignast eða leigja húsnæði við hæfi. Samtök iðnaðarins hafa lagt í umtalsverða vinnu við að greina byggingarkostnað með það fyrir augum að leggja til haldbærar tillögur til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á smærri íbúðum.
Lesa meira

19.2.2015 : Hið opinbera skekkir samkeppnisstöðu

Það hefur lengi verið baráttumál Samtaka iðnaðarins og fleiri atvinnulífssamtaka að hið opinbera hverfi frá rekstri þar sem hægt er að koma við eðlilegu samkeppnisumhverfi. Margt hefur áunnist hvað þetta varðar á undanförnum árum. En um leið höfum við fjölmörg dæmi um ótrúlega tregðu opinberra aðila við að láta rekstrarþætti frá sér og að útvista ýmsum verkþáttum. Lesa meira

Gakktu í lið með okkur!

  • Saman stöndum við sterkari
  • Við erum málsvari iðnaðar á Íslandi
  • Sterk samtök hafa áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja
  • Við þekkjum þarfir þínar og þú átt greiðan aðgang að faglegri þjónustu á fjölmörgum sviðum
  • Við gætum hagsmuna þinna
Skoða nánar

Gerast félagi


Tungumál
Þetta vefsvæði byggir á Eplica