Fréttir

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill betri upprunamerkingar matvæla - 19.9.2014 Matvælaiðnaður

Það skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýsingar um upprunaland séu á umbúðum matvæla við ákvörðun um kaup. Þar af telur tæpur helmingur (48%) að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur (35%) að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti litlu eða engu máli.

Meira

SA og SI mótmæla auknu eftirliti - 18.9.2014 Starfsskilyrði iðnaðar

Borgartún 35
Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins telja fyrirhuguð lagaákvæði  um aukið eftirlit með flutningum á landi óþörf og að önnur lög nægi til að tryggja hag neytenda og almennings. Með frumvarpinu sé enn verið að auka kostnað fyrirtækjanna við að halda uppi eftirlitsstarfsemi án þess að nokkur sjáanlegur ávinningur verði af eftirlitinu. Meira

Leiðrétting vegna greinar í Morgunblaðinu 13. september - 15.9.2014 Matvælaiðnaður

Okkar_bakari3
Í grein eftir formann Bændasamtaka Íslands í Morgunblaðinu á laugardaginn fjallar hann um verðhækkanir á ýmsum matvælum. Þar telur hann meðal annars að verð á brauði og kökum hafi hækkað um 74% frá bankahruni. Þessar upplýsingar eiga ekki stoð í raunveruleikanum. Meira

Ályktun stjórnar Samtaka sprotafyrirtækja - 15.9.2014 Sprotafyrirtæki

SSPlogo2012

Stjórn Samtaka sprotafyrirtækja fagnar áformum um eflingu Tækniþróunarsjóðs og áframhaldandi uppbyggingu endurgreiðslna rannsókna- og þróunarkostnaði skv. lögum nr. 152/2009 í fjárlagafrumvarpi 2015. Jafnframt fagna samtökin þeirri stefnu sem birtist í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs í samráði við stjórnvöld.

Meira

Forritum framtíðina - CodeWeek 2014 - 12.9.2014 Upplýsingatækni

Skema er fulltrúi Evrópsku fyrirtækjavikunnar á Íslandi. Vikan fer fram dagana 11.- 17. október og hefur það að markmiði að gera forritun meira sýnilega og sýna fram á mikilvægi hennar í störfum framtíðarinnar. Skema hvetur fólk og fyrirtæki til að taka virkan þátt í vikunni og hrinda hugmyndum í framkvæmd með forritun. Meira

Fara í fréttasafn


Leiðari SI

Guðrún Hafsteinsdóttir

Fjárfestum í gæðum frekar en magni

Orðatiltækið „vinnan göfgar manninn“ hefur lengi staðið Íslendingum nærri. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr má segja að Íslendingar meti manngildið út frá vinnu.


Atburðir

23.09.2014, kl. 13:00 - 17:00 Vekjum athygli á Þriðja æviskeiðið

Nýtum og njótum

Hvað er þriðja æviskeiðið? Hvernig er best að haga undirbúningi svo það veki ánægju og tilhlökkun? Leitað verður svara við þessum spurningum og mörgum öðrum, sem tengjast þriðja æviskeiðinu, á ráðstefnu sem haldin verður þriðjudaginn 23. september nk. Fyrirlesarar koma víðsvegar að úr heiminum og hafa fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Ráðstefnan fer fram á ensku. Sjá fleiri

24.09.2014, kl. 8:30 - 16:30 Orku- og umhverfismál Plast í hafi

Umhverfisstofnun stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um plast í hafi í Hörpu þann 24. september 2014. Sjá fleiri

Sjá fleiriNýjar greinar

14.8.2014 : Fjárfestum í gæðum frekar en magni

Orðatiltækið „vinnan göfgar manninn“ hefur lengi staðið Íslendingum nærri. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr má segja að Íslendingar meti manngildið út frá vinnu. Lesa meira

7.7.2014 : Krafan um samkeppnishæft fjármögnunarumhverfi

Í byrjun árs ákváðum við hjá Samtökum iðnaðarins að efna til Nýsköpunartorgs í víðtæku samstarfi, sem frá er sagt hér í blaðinu, bæði til að fagna 20 ára afmæli SI og blása til nýrrar sóknar gegn flutningi fólks og fyrirtækja í nýsköpun frá Íslandi.

Lesa meira

22.4.2014 : Samstaða

Fyrir réttu ári urðu ríkisstjórnarskipti hér á landi. Ríkisstjórnin, sem kenndi sig við norræna velferð, féll á eftirminnilegan hátt og við tók ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Okkur atvinnurekendum þótti fráfarandi stjórn ekki verðskulda mikið hrós fyrir frammistöðu sína á þeim fjórum árum sem hún var við völd. Lesa meira

Gakktu í lið með okkur!

  • Saman stöndum við sterkari
  • Við erum málsvari iðnaðar á Íslandi
  • Sterk samtök hafa áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja
  • Við þekkjum þarfir þínar og þú átt greiðan aðgang að faglegri þjónustu á fjölmörgum sviðum
  • Við gætum hagsmuna þinna
Skoða nánar

Gerast félagi


Tungumál