Fréttir

Nýjung frá Henson - 30.1.2015 Þjónustuiðnaður

Henson kynnir þessa dagana dótturfyrirtæki sitt Combishirts. Fyrirtækið framleiðir íþróttatreyjur sem sameina tvö félagslið. Treyjur sem þessar hafa ekki verið fáanlegar áður, hvorki hér né erlendis. Ný tækni gerir framleiðsluna mögulega og vinnur Combishirts nú að því að koma vörunum á framfæri erlendis.

Meira

Stjórn SI mótmælir áformum um slit aðildarviðræðna - 26.1.2015 Starfsskilyrði iðnaðar

Fáni Evrópusambandsins
Stjórn Samtaka iðnaðarins ítrekar fyrri afstöðu sína um aðildarviðræður við Evrópusambandið og mótmælir áformum ríkisstjórnar um að slíta viðræðum. Ályktun þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í morgun. Meira

Fjármálaráðherra í skoðunarferð um gagnaver á Reykjanesi - 22.1.2015 Forsíðufréttir

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra er nú í skoðunarferð á Reykjanesi þar sem hann heimsækir gagnaver á vegum Advania og Verne í boði Samtaka gagnavera á Íslandi. Með Bjarna í för er framkvæmdastjóri SI, Almar Guðmundsson.

Meira

Opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppninnar - 19.1.2015 Lögfræðileg málefni

Lettland-september-2008-055
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti sl. föstudag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Sorpa bs. hafi gerst sek um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI segir mikilvægt að opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppnisréttarins, enda reyni í vaxandi mæli á tilvik þar sem einkaaðilar eru í samkeppni við hið opinbera.   Meira

Breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum - 19.1.2015 Lögfræðileg málefni

Borgartún 35
Samtök iðnaðarins hafa tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi nú um áramótin og hafa áhrif á félagsmenn. Meira

Fara í fréttasafn


Leiðari SI

Menntun er forsenda bættra lífskjara

Menntakerfið okkar stendur á tímamótum. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra kynnti Hvítbók í haust þar sem farið er yfir þá stefnu í menntamálum sem ráðherra vill framfylgja. Þetta er ögrandi verkefni og í því felast róttækar breytingar.


Atburðir

05.02.2015, kl. 12:00 - 17:00 Gæðastjórnun ISO 9000 - Innri úttektir samkvæmt ISO 19011

Staðlaráð stendur fyrir námskeiði um gæaðstjórnun 5. febrúar. Sjá fleiri

06.02.2015 - 07.02.2015, kl. 9:00 - 17:00 Upplýsingatækni UT Messan 2015

UTmessan 2015 í Hörpu verður haldin 6. og 7. febrúar. Sjá fleiri

06.02.2015, kl. 15:00 - 20:00 Prentiðnaður Dagur íslensks prentiðnaðar

Þann 6. febrúar 2015 standa IÐAN fræðslusetur, Félag bókagerðarmanna og Samtök iðnaðarins, fyrir degi íslensks prentiðnaðar í Vatnagörðum 20. Frá kl. 15-18 verða fluttir 24 fyrirlestrar og örnámskeið í fjórum kennslustofum. Kl. 18-20 verður skemmtun með tónlist og léttum veitingum. Sjá fleiri

Sjá fleiriNýjar greinar

23.12.2014 : Menntun er forsenda bættra lífskjara

Menntakerfið okkar stendur á tímamótum. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra kynnti Hvítbók í haust þar sem farið er yfir þá stefnu í menntamálum sem ráðherra vill framfylgja. Þetta er ögrandi verkefni og í því felast róttækar breytingar. Lesa meira

12.11.2014 : Samvinna og allir vinna

Verkefni SI, nú sem endranær, eru býsna mörg og fjölbreytt. Í öllum málaflokkum skiptir samvinnan höfuðmáli, hvort sem það er í menntamálum, nýsköpun eða almennum starfsskilyrðum iðnaðar. Á fyrstu vikunum í starfi finn ég að það býr mikill kraftur í Samtökum iðnaðarins. Það kemur mér ekki á óvart. Það er okkar verkefni að nýta þennan kraft betur og virkja hann í átt að mikilvægustu verkefnunum hverju sinni. Með aukinni samvinnu fyrirtækja innan SI og með aukinni samvinnu okkar við stjórnvöld má skila góðum árangri.

Lesa meira

14.8.2014 : Fjárfestum í gæðum frekar en magni

Orðatiltækið „vinnan göfgar manninn“ hefur lengi staðið Íslendingum nærri. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr má segja að Íslendingar meti manngildið út frá vinnu. Lesa meira

Gakktu í lið með okkur!

  • Saman stöndum við sterkari
  • Við erum málsvari iðnaðar á Íslandi
  • Sterk samtök hafa áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja
  • Við þekkjum þarfir þínar og þú átt greiðan aðgang að faglegri þjónustu á fjölmörgum sviðum
  • Við gætum hagsmuna þinna
Skoða nánar

Gerast félagi


Tungumál
Þetta vefsvæði byggir á Eplica