Fréttir

Sumarlokun SI - 18.7.2014 Starfsskilyrði iðnaðar

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Samtaka iðnaðarins lokuð dagana 21. júlí til og með 8. ágúst en svarað verður í símann og brugðist við áríðandi erindum. Skrifstofan verður opnuð á ný mánudaginn 11. ágúst.

Meira

Gagarín hlýtur silfurverðlaun European Design Awards - 1.7.2014 Upplýsingatækni

Gagarín hlaut nýverið silfurverðlaun í flokki stafrænnar hönnunar í samkeppni á vegum European Design Awards fyrir villihreindýrasafnið á Harðangursöræfum í Noregi. Verðlaunin eru afhent árlega þeim sem þykja skara fram úr í Evrópu á sviði grafískrar hönnunar, myndskreytinga og stafrænnar hönnunar. Meira

Ólöglegar merkingar - 13.6.2014 Lögfræðileg málefni

Borgartún 35
Hinn 14. ágúst 2013 komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið Drífa ehf., sem selur smávörur í verslunum hér á landi undir merkjunum Icewear og Norwear, hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Meira

Iðnaður á Austurlandi – drifkraftur nýrrar sóknar - 11.6.2014 Starfsskilyrði iðnaðar

Stjórn Samtaka iðnaðarins gerði sér ferð á Austurland í liðinni viku, heimsótti fyrirtæki á svæðinu og ræddi við starfsfólk og stjórnendur um horfur í atvinnumálum. Mikill kraftur og bjartsýni einkennir viðmælendur að mati stjórnar.  Á síðustu tíu árum hafa orðið stórkostlegar breytingar á atvinnulífinu á svæðinu en þær byggjast á iðnaði og tæknivæðingu

Meira

Þróun á endurvinnslumarkaði - 11.6.2014 Orku- og umhverfismál

Lettland-september-2008-055

Á undanförnum áratugum hefur þróun í úrgangsmálum verið hröð. Fyrst var aukin áhersla á endurvinnslu, orkuvinnslu og jarðgerð. Í upphafi aldarinnar var mikið rætt um flokkun á úrgangi, hvort venjulegt fólk gæti og vildi flokka úrgang og hvernig þetta yrði gert á sem hagkvæmastan hátt í fámennu landi með dreifða byggð. En þróunin heldur áfram.

Meira

Fara í fréttasafn


Leiðari SI

Krafan um samkeppnishæft fjármögnunarumhverfi

Í byrjun árs ákváðum við hjá Samtökum iðnaðarins að efna til Nýsköpunartorgs í víðtæku samstarfi, sem frá er sagt hér í blaðinu, bæði til að fagna 20 ára afmæli SI og blása til nýrrar sóknar gegn flutningi fólks og fyrirtækja í nýsköpun frá Íslandi.Atburðir

Enginn viðburður fannst skráður.

Sjá fleiriNýjar greinar

7.7.2014 : Krafan um samkeppnishæft fjármögnunarumhverfi

Í byrjun árs ákváðum við hjá Samtökum iðnaðarins að efna til Nýsköpunartorgs í víðtæku samstarfi, sem frá er sagt hér í blaðinu, bæði til að fagna 20 ára afmæli SI og blása til nýrrar sóknar gegn flutningi fólks og fyrirtækja í nýsköpun frá Íslandi.

Lesa meira

22.4.2014 : Samstaða

Fyrir réttu ári urðu ríkisstjórnarskipti hér á landi. Ríkisstjórnin, sem kenndi sig við norræna velferð, féll á eftirminnilegan hátt og við tók ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Okkur atvinnurekendum þótti fráfarandi stjórn ekki verðskulda mikið hrós fyrir frammistöðu sína á þeim fjórum árum sem hún var við völd. Lesa meira

17.2.2014 : Drifkraftur nýrrar sóknar

Það er sterkur samhljómur í málflutningi atvinnulífsins nú á þessu unga vori. Það er sést vel á ársfundum sem öll samtök atvinnulífsins halda nú hvert af öðru. Efst á dagskrá allra er að leysa úr læðingi vaxtarkrafta efnahagslífsins til að snúa frá kreppu til verðmætasköpuna og vaxtar.

Lesa meira

Gakktu í lið með okkur!

  • Saman stöndum við sterkari
  • Við erum málsvari iðnaðar á Íslandi
  • Sterk samtök hafa áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja
  • Við þekkjum þarfir þínar og þú átt greiðan aðgang að faglegri þjónustu á fjölmörgum sviðum
  • Við gætum hagsmuna þinna
Skoða nánar

Gerast félagi


Tungumál