Fréttir

Verk- og tækninám - Nema hvað! - 22.10.2014 Menntun og fræðsla

Samtök iðnaðarins senda árlega kynningarefni, kort með yfirskriftinni Verk- og tækninám – nema hvað!, til nemenda í 9. eða 10. bekk. Kortið leiðir þau inn á vefsíðuna nemahvad.is þar sem er að finna kynningarmyndbönd þar sem ungt fólk segir frá reynslu sinni af iðnmenntun og störfum innan mismundandi iðngreina.

Meira

Fjórar milljónir veittar í styrki til skóla - 22.10.2014 Upplýsingatækni

Í dag verða styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar afhentir í húsakynnum CCP að Grandagarði 8. Styrkirnir verða afhentir í viðurvist kennara og barna frá þeim skólum sem hlutu styrkina að þessu sinni. Sjóðnum bárust alls 39 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum, eða 67%. Virði styrkjanna er samtals um fjórar milljónir króna.

Meira

Íslendingar húða tilskipanir ESB með gulli - 20.10.2014 Orku- og umhverfismál

Fáni Evrópusambandsins
Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins telja allt of langt gengið í frumvarpi um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum – mun lengra en þörf er á samkvæmt tilskipun ESB. Í umsögn samtakanna til Alþingis er bent á að verði frumvarpið samþykkt muni leyfisveitingar flækjast, tími lengjast sem tekur að fá leyfi, kærum fjölga og kostnaður við framkvæmdir aukast. Meira

Arna ehf. hlýtur Fjöregg MNÍ - 17.10.2014 Forsíðufréttir

Fjöreggið 2014

Fjöregg MNÍ var afhent á Matvæladegi í dag 17. október. Fyrirtækið hlýtur þessa viður kenningu fyrir framleiðslu sína á hágæða laktósafríum mjólkurafurðum. Tilkoma Örnu voru ákveðin tímamót fyrir einstaklinga  með laktósaóþol en vilja geta neytt ferskra mjólkurafurða af því tagi sem hún framleiðir.

Meira

Samfélagið svikið um 70 milljarða vegna svartrar atvinnustarfsemi - 17.10.2014 Starfsskilyrði iðnaðar

"Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum." Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar grein um málið í Fréttablaðinu í dag.

Meira

Fara í fréttasafn


Leiðari SI

Guðrún Hafsteinsdóttir

Fjárfestum í gæðum frekar en magni

Orðatiltækið „vinnan göfgar manninn“ hefur lengi staðið Íslendingum nærri. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr má segja að Íslendingar meti manngildið út frá vinnu.


Atburðir

29.10.2014, kl. 12:00 - 14:00 Upplýsingatækni Videó á vefinn og hvað svo

Hádegisfundur SKÝ á Grand hóteli 29. október 2014 kl. 12-14 Sjá fleiri

04.11.2014, kl. 9:00 - 17:00 Mannvirkjagerð Samstarf er lykill að árangri

Samstarf er lykill að árangri - stefnumót íslensks byggingariðnaðar verður haldið á Grand Hótel Reykjavík 4. nóvember nk. Um er að ræða 300 manna heilsdags þing þar sem aðilar þvert á íslenskan byggingariðan munu rýna í stöðu byggingariðnaðarins í kjölfar efnahagshruns og skoða mögulegar umbætur og framfarir. Sjá fleiri

Sjá fleiriNýjar greinar

14.8.2014 : Fjárfestum í gæðum frekar en magni

Orðatiltækið „vinnan göfgar manninn“ hefur lengi staðið Íslendingum nærri. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr má segja að Íslendingar meti manngildið út frá vinnu. Lesa meira

7.7.2014 : Krafan um samkeppnishæft fjármögnunarumhverfi

Í byrjun árs ákváðum við hjá Samtökum iðnaðarins að efna til Nýsköpunartorgs í víðtæku samstarfi, sem frá er sagt hér í blaðinu, bæði til að fagna 20 ára afmæli SI og blása til nýrrar sóknar gegn flutningi fólks og fyrirtækja í nýsköpun frá Íslandi.

Lesa meira

22.4.2014 : Samstaða

Fyrir réttu ári urðu ríkisstjórnarskipti hér á landi. Ríkisstjórnin, sem kenndi sig við norræna velferð, féll á eftirminnilegan hátt og við tók ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Okkur atvinnurekendum þótti fráfarandi stjórn ekki verðskulda mikið hrós fyrir frammistöðu sína á þeim fjórum árum sem hún var við völd. Lesa meira

Gakktu í lið með okkur!

  • Saman stöndum við sterkari
  • Við erum málsvari iðnaðar á Íslandi
  • Sterk samtök hafa áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja
  • Við þekkjum þarfir þínar og þú átt greiðan aðgang að faglegri þjónustu á fjölmörgum sviðum
  • Við gætum hagsmuna þinna
Skoða nánar

Gerast félagi


Tungumál