Fréttir

Trefjar hljóta D-vottun - 21.4.2015 Gæðastjórnun og rekstur

Trefjar ehf. hafa hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins. Meira

Slush Play í Reykjavík - 14.4.2015 Fréttir og greinar

Slush Play, ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika, verður haldin í fyrsta sinn helgina 28.-29. apríl í Gamla Bíó. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush ráðstefnuna í Finnlandi sem er ein stærsta tækni- og sprotaráðstefna Evrópu.
Meira

Team Spark afhjúpar TS15 - 14.4.2015 Menntun og fræðsla

Rafknúni kappakstursbíllinn TS15, sem verkfræðinemar í liðinu Team Spark við Háskóla Íslands hafa hannað, var frumsýndur að viðstöddu fjölmenni á Háskólatorgi fyrir helgi. Team Spark fer með bílinn á alþjóðlegu kappaksturs- og hönnunarkeppnina Formula Student sem haldin verður á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi í júlí.

Meira

Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands - 9.4.2015 Nýsköpun og þróun

Fyrirtækið Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun, en Zymetech er leiðandi íslenskt líftæknifyrirtæki á sviði rannsókna, þróunar, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækningatæki og lyf.

Meira

Ársfundur atvinnulífsins 16. apríl í Hörpu - 8.4.2015 Starfsskilyrði iðnaðar

Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu fimmtudaginn 16. apríl í Silfurbergi kl. 14-16. Gerum betur er yfirskrift fundarins en þar verður bent á leiðir til að gera Ísland að betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki. Meira

Fara í fréttasafn


Leiðari SI

Hið opinbera skekkir samkeppnisstöðu

Það hefur lengi verið baráttumál Samtaka iðnaðarins og fleiri atvinnulífssamtaka að hið opinbera hverfi frá rekstri þar sem hægt er að koma við eðlilegu samkeppnisumhverfi. Margt hefur áunnist hvað þetta varðar á undanförnum árum. En um leið höfum við fjölmörg dæmi um ótrúlega tregðu opinberra aðila við að láta rekstrarþætti frá sér og að útvista ýmsum verkþáttum.


Atburðir

Enginn viðburður fannst skráður.

Sjá fleiriNýjar greinar

19.2.2015 : Hið opinbera skekkir samkeppnisstöðu

Það hefur lengi verið baráttumál Samtaka iðnaðarins og fleiri atvinnulífssamtaka að hið opinbera hverfi frá rekstri þar sem hægt er að koma við eðlilegu samkeppnisumhverfi. Margt hefur áunnist hvað þetta varðar á undanförnum árum. En um leið höfum við fjölmörg dæmi um ótrúlega tregðu opinberra aðila við að láta rekstrarþætti frá sér og að útvista ýmsum verkþáttum. Lesa meira

23.12.2014 : Menntun er forsenda bættra lífskjara

Menntakerfið okkar stendur á tímamótum. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra kynnti Hvítbók í haust þar sem farið er yfir þá stefnu í menntamálum sem ráðherra vill framfylgja. Þetta er ögrandi verkefni og í því felast róttækar breytingar. Lesa meira

12.11.2014 : Samvinna og allir vinna

Verkefni SI, nú sem endranær, eru býsna mörg og fjölbreytt. Í öllum málaflokkum skiptir samvinnan höfuðmáli, hvort sem það er í menntamálum, nýsköpun eða almennum starfsskilyrðum iðnaðar. Á fyrstu vikunum í starfi finn ég að það býr mikill kraftur í Samtökum iðnaðarins. Það kemur mér ekki á óvart. Það er okkar verkefni að nýta þennan kraft betur og virkja hann í átt að mikilvægustu verkefnunum hverju sinni. Með aukinni samvinnu fyrirtækja innan SI og með aukinni samvinnu okkar við stjórnvöld má skila góðum árangri.

Lesa meira

Gakktu í lið með okkur!

  • Saman stöndum við sterkari
  • Við erum málsvari iðnaðar á Íslandi
  • Sterk samtök hafa áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja
  • Við þekkjum þarfir þínar og þú átt greiðan aðgang að faglegri þjónustu á fjölmörgum sviðum
  • Við gætum hagsmuna þinna
Skoða nánar

Gerast félagi


Tungumál
Þetta vefsvæði byggir á Eplica