Fréttir

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins - 18.8.2015 Forsíðufréttir

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað. Meira

Hagnýting korns á norðurslóð - 26.8.2015 Forsíðufréttir

Hafin er vinna við nýtt alþjóðlegt verkefni um hagnýtingu korns á norðurslóð. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætluninni (Northern Periphery & Arctic Programme) og er til þriggja ára. Þátttakendur eru frá Íslandi (Matís og Landbúnaðarháskólinn), Norður-Noregi, Færeyjum, Orkneyjum og Nýfundnalandi.
Meira

Radiant Games gefur út forritunarleikinn Box Island - 25.8.2015 Fréttir og greinar

Box Island

Sprotafyrirtækið Radiant Games gaf í dag út þrautaleikinn Box Island í íslenskri útgáfu, en leikurinn auðveldar krökkum að beita grunngildum forritunar og eflir rökfræðilegan hugsunarhátt. Í leiknum taka krakkar þátt í ævintýri á eyjunni Box Island, en þar fer aðalsöguhetjan Hiro í leiðangur til að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra brotlenti á eyjunni. Hægt er að nálgast leikinn á App Store fyrir iPad og hentar hann krökkum 8 ára og eldri. Frekari upplýsingar má einnig finna á www.boxisland.is.

Meira

Ungur iðnaður með framtíðina fyrir sér - 24.8.2015 Fréttir og greinar

Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi er ungur iðnaður sem fer ört stækkandi. Ótrúlega mikið hefur áunnist á fáum árum varðandi fagmennsku, gæði og þekkingu í framleiðslu fjölbreyttra verkefna. Meira

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði - 24.8.2015 Menntun og fræðsla

Rannis-nýtt

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði. Umsóknarfrestur rennur út 31. ágúst, kl. 17:00. Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.


Meira

Fara í fréttasafn


Leiðari SI

Arni

Lækkun byggingarkostnaðar - Tillögur SI partur af kjarasamningum

Tillögur SI eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir lækkun opinberra gjalda og skilvirkari stjórnsýslu gagnvart byggingaraðilum. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð til einföldunar og aukinnar skilvirkni. Þessi atriði vega samanlagt meira en 30% af byggingarkostnaði.


Atburðir

30.09.2015, kl. 8:30 - 12:00 Orku- og umhverfismál Umhverfisdagur atvinnulífsins

Sjálfbær nýting auðlinda

Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Sjá fleiri

10.03.2016, kl. 13:00 - 16:00 SI atburðir Iðnþing Samtaka iðnaðarins

Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 10. mars kl. 13.00 - 16.00. Aðalfundur samtakanna verður haldinn að morgni sama dags. Sjá fleiri

Sjá fleiriNýjar greinar

23.6.2015 : Lækkun byggingarkostnaðar - Tillögur SI partur af kjarasamningum

Tillögur SI eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir lækkun opinberra gjalda og skilvirkari stjórnsýslu gagnvart byggingaraðilum. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð til einföldunar og aukinnar skilvirkni. Þessi atriði vega samanlagt meira en 30% af byggingarkostnaði. Lesa meira

19.5.2015 : Lækkum byggingarkostnað og bætum kjör

Það er fátt rætt meira á Íslandi þessi misserin en erfiðleikar yngra og efnaminna fólks við að eignast eða leigja húsnæði við hæfi. Samtök iðnaðarins hafa lagt í umtalsverða vinnu við að greina byggingarkostnað með það fyrir augum að leggja til haldbærar tillögur til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á smærri íbúðum.
Lesa meira

19.2.2015 : Hið opinbera skekkir samkeppnisstöðu

Það hefur lengi verið baráttumál Samtaka iðnaðarins og fleiri atvinnulífssamtaka að hið opinbera hverfi frá rekstri þar sem hægt er að koma við eðlilegu samkeppnisumhverfi. Margt hefur áunnist hvað þetta varðar á undanförnum árum. En um leið höfum við fjölmörg dæmi um ótrúlega tregðu opinberra aðila við að láta rekstrarþætti frá sér og að útvista ýmsum verkþáttum. Lesa meira

Gakktu í lið með okkur!

  • Saman stöndum við sterkari
  • Við erum málsvari iðnaðar á Íslandi
  • Sterk samtök hafa áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja
  • Við þekkjum þarfir þínar og þú átt greiðan aðgang að faglegri þjónustu á fjölmörgum sviðum
  • Við gætum hagsmuna þinna
Skoða nánar

Gerast félagi


Tungumál
Þetta vefsvæði byggir á Eplica