Samtök rafverktaka, Sart

Samtök rafverktaka eru samtök fyrirtækja í rafiðnaði. Stefna samtakanna er að veita félagsmönnum sínum margvíslega þjónustu og fyrirgreiðslu um hvað eina er snýr að atvinnurekstri og að vera málsvari þeirra gagnvart almenningi og opinberum aðilum. 

2_Sart-logo_portorate_Blue_Tag

Rafiðnaður er vettvangur fagfólks og fyrirtækja sem virkja og nýta rafmagnið til að gera okkur lífið auðveldara frá degi til dags. Til þess að það gangi upp þarf áræðni, öryggi og fagmennska að fara saman.

Rafiðnaðarmaðurinn sinnir hinum fjölbreyttu og krefjandi störfum í rafiðnaði. Í greininni eru gerðar miklar tæknilegar kröfur og í fáum greinum fleygir tækninni jafn hratt fram.

Rafiðnaðurinn heyri undir löggiltar iðngreinar sem ávallt skulu reknar undir handleiðslu meistara.

Vefsíða: www.sart.is
Tengiliður hjá SI: Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Sart, kristjan@si.is

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Ábyrgðarsjóð Meistaradeildar SI.

Stjórn

Stjórn 2024

Stjórn 2022

Stjórn 2019

Formaður

Aðrir í stjórn

Stjórn 2018

Formaður

Aðrir í stjórn

Stjórn 2017

Formaður

Aðrir í stjórn

Samþykktir

Samþykktir fyrir Samtök rafverktaka

I. kafli :   Um nafn, heimili, varnarþing og tilgang
II. kafli:   Aðild að samtökunum
III. kafli:   Úrsögn og brottvikning
IV. kafli:  Framkvæmdastjóri SART
V. kafli:   Félagsgjöld
VI. kafli:   Stjórn
VII. kafli:   Framkvæmdastjórn
VIII. kafli:  Boðun funda og greiðsla kostnaðar
IX. kafli:   Aðalfundur
X. kafl:    Ársreikningar
XI. kafli:   Ýmis ákvæði

I. kafli :  Um nafn, heimili, varnarþing og tilgang

1. gr. 
Samtökin heita Samtök rafverktaka skammstafað SART.

 2. gr. 
Heimili samtakanna og varnarþing er í Reykjavík.

3. gr. 
Tilgangur samtakanna er:
1. Að tengja saman atvinnurekendur í rafiðnaði á Íslandi og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart almenningi og hinu opinbera.
2. Að vinna að því að sem mest samræmi verði í afstöðu félagsmanna og hinna einstöku aðildarfélaga varðandi hagsmunamál þeirra, launa- og kjaramál og reglugerðir.
3. Að stuðla að sem bestum vinnufrið og koma í veg fyrir verkföll og verkbönn með samningsgerð. 
4. Að vera aðildarfélögum og einstökum félagsmönnum til leiðbeiningar og aðstoðar um allt er snertir félagslega starfsemi og atvinnurekstur, vinna að aukinni menntun og bættum starfsskilyrðum 
5. Hafa samvinnu við samtök atvinnurekenda í rafiðnaði í öðrum löndum um sameiginleg hagsmunamál.

II. kafli:  Aðild að samtökunum

4. gr. 
Inngöngu í samtökin geta fengið öll félög atvinnurekanda í rafiðnaði og fyrirtæki er ekki geta verið í aðildarfélagi. Beinir meðlimir SART aðrir en félög, nefnast hér eftir beinir aðilar. Félagsmenn aðildarfélaga verða meðlimir SART um leið og þeir verða löglegir félagsmenn aðildarfélags SART. Aðildarfélögum ber að senda stjórn SART afrit af samþykktum inntökubeiðnum.

5. gr. 
Umsókn um inngöngu í samtökin skal senda skriflega til stjórnar SART ásamt samþykktum viðkomandi félags.  Ef um einstakling eða fyrirtæki er að ræða, skal skýrt hvers vegna viðkomandi sæki ekki um í aðildarfélagi. Formaður leggur umsóknina fyrir næsta fund framkvæmdastjórnar SART sem haldinn er eftir að umsókn berst. Samþykki framkvæmda-stjórnar þarf til að samþykkja inntökubeiðnina. Umsækjanda skal tafarlaust tilkynnt hvaða afgreiðslu umsókn hans hefur hlotið. 

6. gr. 
SART á aðild að Samtökum iðnaðarins. Innganga í SART eða aðildarfélög þeirra felur jafnframt í sér beina aðild að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins með þeim réttindum og skyldum sem kveðið er á um í samþykktum þeirra.  

III. kafli:  Úrsögn og brottvikning  

7. gr. 
Úrsögn úr samtökunum skal miðast við áramót með minnst 6 mánaða fyrirvara.  Úrsögn skal vera skrifleg og afhendast stjórn SART, sem gefur skriflega viðurkenningu fyrir móttöku úrsagnar.  Þó má ekki segja sig úr samtökunum  meðan á vinnudeilu stendur. 

Aðalfundur getur samþykkt að víkja fyrirvaralaust úr SART aðildarfélagi eða beinum aðila, enda hafi þess verið getið í fundarboði.  Tillögu um brottvikningu má því aðeins leggja fyrir fund að hún hafi verið borin fram af stjórn SART eða svo mörgum félögum að umráð hafi yfir 1/3 hluta allra atkvæða félagsmanna. 

Úrsögn eða brottvikning leysir ekki frá greiðslu tillaga eða annarra skulda við samtökin, né heldur frá hlutfallslegri ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum sem kunna að hvíla á samtökunum.  Þó verða samtökin að lýsa kröfum sínum á hendur þeim er úr ganga innan eins árs. Ekki má taka aftur í samtökin þann sem úr þeim hefur verið vikið nema með sams konar samþykkt og ákvað brottvikningu og gegn greiðslu skulda.

  IV. kafli: Framkvæmdastjóri  SART

8. gr. 
Starfsmaður Samtaka iðnaðarins sem fer með málefni SART er jafnframt framkvæmdastjóri SART og stjórnar daglegum rekstri SART í umboði stjórnar. Framkvæmdastjóri og stjórn efla eftir mætti aðildarfélögin og hafa vakandi auga með öllum breytingum er varða hagsmuni aðildarfyrirtækja. Leitast skal við að ávallt liggi fyrir sem réttastar og áreiðanlegastar upp-lýsingar um  fyrirtæki í rafiðnaði, eftir því sem kostur er.

Framkvæmdastjóri aðstoðar stjórnir aðildarfélaganna við ýmis störf sem þær kunna að óska eftir og annast heimasíðu samtakanna. 

Framkvæmdastjóri og stjórn halda utan um fjármál samtakanna og annast reikningshald til uppgjörs. Skrifstofa SI annast innheimtu félagsgjalda skv. 9. gr.

V. kafli:  Félagsgjöld

9. gr. 
Félagsgjöld til SART eru ákveðin á aðalfundi að fenginni tillögu framkvæmdastjórnar.  Gjöld til aðildarfélaga SART eru ákveðin á aðalfundum þeirra.

Framkvæmdastjórn er heimilt að semja við ný aðildarfyrirtæki um aðlögun að félagsgjöldum.

Skrifstofa SI annast innheimtu félagsgjalda, þó geta aðildarfélög óskað eftir öðru fyrir-komulagi um innheimtu félagsgjalda sinna. Framkvæmdastjórn ákveður í samráði við framkvæmdastjóra tilhögun á innheimtu félagsgjalda.

Mál vegna innheimtu félagsgjalda skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

VI. kafli:  Stjórn

10. gr. 
Aðildarfélög samtakanna og beinir aðilar skulu eigi síðar en 2 vikum fyrir aðalfund SARTtilnefna fulltrúa og varamenn í stjórn SART.  Varamenn þurfa ekki að mæta á stjórnarfundi nema í forföllum aðalmanns.

Um hver áramót skal gefa út skrá yfir fjölda félagsmanna SART og aðildarfélaga.

11. gr
Stjórn SART er skipuð kjörnum fulltrúum aðildarfélaga og beinna aðila  samkvæmt 10. og 13. grein. Formaður SART er sjálfkjörinn formaður stjórnar og hefur þar eitt atkvæði. Formaður stjórnar stjórnarfundum. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnin hefur æðsta vald í málefnum samtakanna milli aðalfunda.  Fyrir hana skulu lögð öll helstu málefni er samtökin varða, þar með taldar allar afgreiðslur mála í framkvæmdastjórn, sjá 21. grein. 

Stjórnin getur innan þeirra takmarka sem  samþykktir þessar setja, skuldbundið samtökin og eigur þess með ályktunum sínum og samþykktum.  Í umboði stjórnar fer formaður SART ásamt framkvæmdastjórn með umboð til skuldbindinga gagnvart öðrum aðilum.  Framkvæmdastjórn getur gefið framkvæmdastjóra slíkt umboð.

Stjórnin skipar í stjórnir, ráð og nefndir sem starfa á vegum samtakanna. Stjórnin heldur fundi þegar formanni þykir þurfa, en þó minnst 2 fundi milli aðalfunda.  Einnig ef fulltrúar í framkvæmdastjórn, framkvæmdastjóri eða 1/3 hluti stjórnarfulltrúa óska eftir fundi. Við atkvæðagreiðslu í stjórn þarf 3/4 hluta atkvæða til að mál nái fram að ganga samkvæmt 
 21. grein. 

12. gr. 
Stjórn SART tilnefnir fulltrúa í fulltrúaráð  Samtaka atvinnulífsins skv. samkomulagi við SI.

13. gr. 
Á stjórnarfundum hefur hvert aðildarfélag og beinir aðilar  eitt atkvæði fyrir hverja byrjaða 50 félagsmenn. Félag eða beinir aðilar mega þó ekki fara með meira en 2/5 hluta atkvæða stjórnarmanna.  

14. gr. 
Stjórnarmenn greina ekki frá umræðum á fundum eða tillögugerð á þann hátt að skaðað geti samtökin eða einstaka aðila.

15. gr. 
Starfsmaður SI sem sinnir málefnum SART er valinn af stjórn SART skv. sérstöku sam-komulagi við SI. Stjórnin semur við formann sinn um þóknun vegna fundarsetu, ferða og annarra starfa sem óhjákvæmilega falla á hann í þágu samtakanna.

Ágreiningur í stjórn sem ekki nást sættir um skal leggja fyrir aðalfund og skal þá 5/6 hluti greiddra atkvæða ráða útslitum.

VII. kafli:  Framkvæmdastjórn

16. gr. 
Framkvæmdastjórn SART skipa þrír menn og einn til vara. Formaður SART er jafnframt formaður framkvæmdastjórnar og stýrir hann fundum hennar. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund SART skal stjórnin kjósa tvo fulltrúa úr sínum röðum í framkvæmdastjórn.  Jafnframt skal kjósa einn mann til vara úr stjórn og er hann um leið varaformaður SART. Skal hann  ásamt framkvæmdastjóra sitja alla fundi framkvæmdastjórnar. 

17. gr. 
Fyrir framkvæmdastjórn skulu koma öll mál er samtökin varða. Framkvæmdastjórn leggur ákvarðanir sínar fyrir framkvæmdastjóra til framkvæmda.  Framkvæmdastjóri er ábyrgur gagnvart framkvæmdatjórn. Framkvæmdastjórn getur falið framkvæmdastjóra umboð til að skuldbinda samtökin gagnvart öðrum með undirskrift sinni samkvæmt  11. grein. Skal það skýrt tekið fram í fundargerð. 

Formaður boðar til funda í framkvæmdastjórn með þeim fyrirvara er hann telur þurfa, en einnig geta framkvæmdastjóri og fulltrúar óskað eftir fundi. Í fundarboði, sem ekki er nauðsynlegt að sé skriflegt skal geta helstu mála á dagskrá. Stjórnarfundur í framkvæmda-stjórn telst löglegur því aðeins að allir stjórnarmenn mæti en þó getur varamaður tekið sæti fulltrúa eða formanns ef forföll eru boðuð.

Komi upp ágreiningur í framkvæmdastjórn sem ekki tekst að leysa skal hann lagður fyrir stjórn.

VIII. kafli:  Boðun funda og greiðsla kostnaðar

18. gr. 
Fundarboð til stjórnar skulu send öllum  stjórnarmönnum með minnst 7 daga fyrirvara. Í fundarboði skulu koma fram helstu mál sem taka á fyrir og geta þess hvort um kynningu málefnisins er að ræða eða afgreiðslu þess.  Formaður getur þó haft annan hátt á ef nauðsyn krefur og skal þá leitað afbrigða. Formaður er sjálfkjörinn fundarstjóri.  Fundargerð skal rituð af starfsmanni SART ef hægt er, annars kjörnum ritara . Formaður kannar hvort til fundarins hafi verið rétt boðað. 

19. gr. 
SART greiðir ferða- og gistikostnað framkvæmdastjórnarmanna til og frá stjórnarfundum og dvalarkostnað meðan á fundum stendur.

IX. kafli:  Aðalfundur

20. gr. 
Aðalfund SART skal halda fyrir lok maí ár hvert.  Aðalfundarboð skal sent öllum félagsmönnum innan samtakanna 30 dögum fyrir aðalfund og dagskrá fundarins með minnst 15 daga fyrirvara. Stjórnarmönnum skulu send með fundarboði skrá yfir helstu málefni sem taka á fyrir og sérstaklega þau sem á að afgreiða. Aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri, sem rannsakar í fundarbyrjun hvort löglega hafi verið staðið að boðun fundarins og tilkynnir síðan hvort svo sé.  

Fundur sem er löglega boðaður er löglegur án tillits til fundarsóknar.  Fundargerð er rituð af starfsmanni SART. Öll meðferð mála á fundi fer eftir ákvörðunum fundarstjóra og í samræmi við samþykktir SART.  Fundargerð aðalfundar skal send öllum stjórnarmönnum. Lögmætir aðalfundir hafa æðsta vald í öllum málefnum samtakanna.

21. gr. 
Málefni er varða eignir, stefnu og markmið samtakanna og ekki hefur verið getið í fundarboði aðalfundar má taka til umfjöllunar og leiða til lykta ef tillagan fær 5/6 hluta greiddra atkvæða.  Þurfi hins vegar að fá loka afgreiðslu í slíku máli vísar fundarstjóri því til stjórnar sem þá þegar tekur málefnið til umfjöllunar. Að fenginni niðurstöðu þar er málið lagt fram sem aukamál aðalfundar. 

Tillögur að breytingum á samþykktum SART skulu sendar stjórnarmönnum minnst 30 dögum fyrir aðalfund og skulu athugasemdir berast formanni SART eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.

Á aðalfundi skulu kynntir fulltrúar í stjórnum, ráðum og nefndum sem starfa á vegum samtakanna.  

Á aðalfundi SART er formaður samtakanna kjörinn til tveggja ára í senn, fundarstjóri lýsir eftir uppástungum um formann. Kosning skal vera leynileg.  Einfaldur meirihluti nægir formanni til að ná kjöri. Formaður SART getur ekki verið formaður í aðildarfélagi SART samtímis.

22. gr. 
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

  1. Formaður og framkvæmdastjóri gera grein fyrir störfum stjórna og skrifstofu 
    fyrir liðið ár.
  2. Reikningar samtakanna fyrir liðið reikningsár.
  3. Formenn aðildarfélaga eða fulltrúar þeirra gera grein fyrir sínum félögum.
  4. Umræður og afgreiðsla mála sem á löglegri dagskrá eru.
  5. Kosning formanns.
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanna þeirra.
  7. Önnur mál.

X. kafl:  Ársreikningar

23. gr. 
Reikningsár samtakanna  er almanaksárið.

24. gr.
Tveir skoðunarmenn reikninga eða varamenn þeirra sem kosnir eru á aðalfundi til eins árs í senn skulu yfirfara reikninga SART fyrir það ár og gera athugasemdir sínar við þá. 

Viku fyrir aðalfund skulu endurskoðaðir reikningar liggja fyrir á skrifstofu SART félagsmönnum til kynningar.

XI. kafli:  Ýmis ákvæði

25. gr. 
Fari atkvæðagreiðsla um kjarasamninga eftir samþykktum þessum fer um atkvæðisrétt eftir félagaskrá og hefur þar hver félagsmaður eitt atkvæði.

26. gr
Fé samtakanna skal ávaxta á þann hátt sem stjórn ákveður.  Verði samtökin leyst upp skal skipta sjóðum og eignum á milli aðildarfélaga eftir höfðatölu hvers félags.

27. gr. 
Samþykktir aðildarfélaga SART þurfa að vera í samræmi við  samþykktir SART og rúmast innan ramma þeirra. Framkvæmdastjórn ber að vinna að þeirri samræmingu með aðildarfélögunum.  Slík mál skulu kynnt fyrir  stjórn.

28. gr. 
Samþykktum samtakanna er aðeins hægt að breyta á aðalfundi og þarf 3/4 hluta atkvæða til að lagabreyting nái fram að ganga.

29. gr.
Samþykktir þessar taka gildi þann 1. september 1999.       
Samþykkt á aðalfundi 16. júlí 1999

Breytt á aðalfundi 7. maí 2004 
Breytt á aðalfundi 5. mars 2010 
Breytt á aðalfundi 16. mars 2012


Fyrirtækin í félaginu

 

Tengdar fréttir (SART)

22.4.2024 : Fjölga þarf verulega rafvirkjum sem ljúka sveinsprófi

Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, skrifar í Morgunblaðið um 75 ára afmæli samtakanna.

Lesa meira

18.3.2024 : Samtök rafverktaka fagna 75 ára afmæli

Samtök rafverktaka fögnuðu 75 ára afmæli samtakann 8. mars. 

Lesa meira

14.3.2024 : Aðalfundur Samtaka rafverktaka

Aðalfundur Samtaka rafverktaka fór fram á Grand Hótel Reykjavík.

Lesa meira

28.2.2024 : Þörf á mun fleiri rafvirkjum vegna áformaðra orkuskipta

Rætt er við Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasvið SI, í síðdegisútvarpi Rásar 2 um rafvirkjaskort.

Lesa meira

Fréttasafn


Tengdar fréttir (SART og Mannvirki)

8.3.2024 : Iðnþing SI 2024

Iðnþing SI 2024 fór fram fimmtudaginn 7. mars í Silfurbergi í Hörpu.

Lesa meira

24.4.2024 : Færa þarf vegasamgöngur af rauðu ljósi yfir á grænt

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, skrifar í ViðskiptaMoggann um vegasamgöngur.

Lesa meira

24.4.2024 : Stjórnendur iðnfyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu góðar

Í nýrri greiningu SI kemur fram að fleiri stjórnendur íslenskra iðnfyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu góðar en þeir sem telja þær slæmar.

Lesa meira

22.4.2024 : Einungis ríflega 1.000 íbúðir á byggingarhæfum lóðum

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í Sprengisandi um lóðaframboð í Reykjavík. 

Lesa meira

Fréttasafn