Félagsgjöld Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins

 1. Félagsgjald Samtaka iðnaðarins
  Félagsgjald til Samtaka iðnaðarins er 0,15% af veltu síðastliðins árs.
  Gjalddagar félagsgjalda eru í janúar, mars, maí, júlí, september, nóvember ár hvert og eindagi mánuði síðar.
  Stjórn SI hefur ákveðið að veita 40% afslátt af félagsgjaldi.
  Skilvísir greiðendur fá 10% afslátt sem kemur fram sem staðgreiðsluafsláttur á næsta reikningi.
  Lágmarksgjald er kr. 25.000 (ekki er veittur afsláttur af lágmarksgjaldi).

  Stighækkandi afsláttur er af félagsgjöldum þeirra fyrirtækja og fyrirtækja­samsteypa þar sem álögð félagsgjöld til Samtaka iðnaðarins eru hærri en kr. 1.000.000. Hér er átt við félagsgjöld útreiknuð skv. lögum SI og almenna 40% afsláttarins sem að ofan greinir. Álögð félagsgjöld umfram kr. 1.000.000 veita rétt á 5% viðbótarafslætti, umfram kr. 2.000.000 veita rétt á 10% afslætti og álögð gjöld umfram kr. 3.000.000 veita rétt á 15% afslætti.

  Heildarafsláttur, miðað við félagsgjaldareglu skv. lögum SI, getur þannig numið allt að 55% fyrir stærstu fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður. Til viðbótar getur svo komið staðgreiðsluafsláttur. Með fyrirtækjasamstæðum er átt við móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki þar sem eignarhlutur er 50% eða meiri, þannig að skylt er að gera samstæðureikning. Þessi sérstaki afsláttur til stærstu greiðenda félagsgjalda til Samtaka iðnaðarins verður reiknaður á síðasta greiðsluseðli ársins þegar endanleg álagning félagsgjalda liggur fyrir.

 2. Árgjald Samtaka atvinnulífsins
  Árgjald til Samtaka atvinnulífsins er 0,19% af launagreiðslum síðastliðins árs.
  Sé launakostnaður hærra hlutfall en 35,294% af veltu reiknast gjaldið af veltu í stað launa og er þá 0,067%. Gjaldið skiptist þannig að 0,17% renna til rekstrar en 0,02% í Vinnudeilusjóð.
  Þeir sem velja að vera innan þjónustudeildar SA framselja ekki samningsumboð sitt og greiða þar af leiðandi ekki til Vinnudeilusjóðs og gjaldið hjá þeim er 0,17% af launum eða 0,06% af veltu.

  Lágmarksgjald er kr. 27.000 (ekki er veittur afsláttur af lágmarksgjaldi).

  Stigvaxandi afsláttur er af álögðum árgjöldum, að iðgjaldi í vinnudeilusjóð meðtöldu, umfram tvær og hálfa milljón krónur samkvæmt eftirfarandi reglu:

  Álögð félagsgjöld  Afsláttur

  0 - 2.500.000

   0%

  2.500.000 - 5.000.000

   5%

  5.000.000 - 7.500.000

  10%

  7.500.000 og yfir

  15%
  Afslátturinn reiknast af álögðum árgjöldum í hverju fjárhæðabili. Séu álögð árgjöld t.d. 6 milljónir króna þá reiknast enginn afsláttur af fyrstu 2,5 milljónum krónum, 5% eða 125 þús. kr. afsláttur reiknast af bilinu 2,5-5 m.kr. og 10% eða 100.000 kr. afsláttur reiknast af þeirri 1 m.kr. sem er á bilinu 5-7,5 m. kr. Afslátturinn verður því 225.000 kr. samkvæmt reglunni í þessu tilviki.
 3. Reikningar
  Reikningar eru sendir út sex sinnum á ári. Heimilt er að innheimta félagsgjöld SI og SA samkvæmt áætlun. Gjöld skulu endanlega útreiknuð við innheimtu síðasta reiknings ársins og verða þá einnig leiðrétt félagsgjöld sem hafa verið of- eða vanreiknuð á fyrri gjalddögum ársins.

  Reiknið út hugsanleg félagsgjöld að SI og SA