Tímarit SI um nýsköpun

Samtök iðnaðarins gáfu út tímarit um nýsköpun 17. júní 2020.

Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til að hvetja til nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífsins. Með því að styðja við umgjörð og hvata til nýsköpunar í nýjum og rótgrónum fyrirtækjum eflum við samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Í því ljósi réðust samtökin í útgáfu á nýju 128 síðna tímariti þar sem horft er á nýsköpun út frá fjölmörgum sjónarhornum. Tímaritið var gefið út 17. júní 2020.

Í tímaritinu er skyggnst inn í ótal greinar íslensks iðnaðar og dregnar fram fjölbreyttar hliðar nýsköpunar. Horft er til frumkvöðla og stjórnenda í nýjum atvinnugreinum eins og líftækni, gagnaversiðnaði og tölvuleikjaiðnaði. En einnig er rætt við þá sem stunda nýsköpun í rótgrónari iðnaði, líkt og matvælaiðnaði, áliðnaði og byggingariðnaði. Í tímaritinu kemur fram í grein aðalhagfræðings SI að fram til ársins 2050 þurfi að skapa 60 þúsund ný störf. Þá kemur fram sýn forseta Íslands og nýsköpunarráðherra á hvert mikilvægi nýsköpunar er fyrir Ísland, auk þess sem formaður SI og framkvæmdastjóri SI segja frá því hvers vegna samtökin leggja áherslu á nýsköpun og hvaða þýðingu það hefur að hvetja til sóknar á því sviði. Ritstjóri tímaritsins er Margrét Kristín Sigurðardóttir.

Timarit-SI_forsida_

Hér er hægt að nálgast tímaritið í PDF-útgáfu.

Hér er hægt að nálgast tímaritið í Issuu.

Útgáfuhóf í Grósku

Í tilefni af útgáfu tímarits Samtaka iðnaðarins um nýsköpun var efnt til útgáfuhófs 16. júní í hugmynda- og nýsköpunarhúsinu Grósku sem búið er að reisa í Vatnsmýrinni. Þar var forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og nýsköpunarráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, afhent fyrstu eintökin. Á myndinni eru talið frá vinstri Margrét Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri tímaritsins, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. 

Á Facebook SI er hægt að skoða fleiri myndir frá viðburðinum.

Si_nyskopun_utgafa_groska-6Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Si_nyskopun_utgafa_groska-1Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_nyskopun_utgafa_groska-15Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Si_nyskopun_utgafa_groska-17Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra.

Si_nyskopun_utgafa_groska-11Margrét Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri tímaritsins.

Si_nyskopun_utgafa_groska-19Sigurður Ólafsson sér um viðskiptaþróun hjá Grósku.

Si_nyskopun_utgafa_groska-2

Si_nyskopun_utgafa_groska-7

Si_nyskopun_utgafa_groska-14

Si_nyskopun_utgafa_groska-18_1596551678639

Si_nyskopun_utgafa_groska-9

Si_nyskopun_utgafa_groska-12

Umfjöllun

Markaðurinn, 17. júní 2020.

Fréttablaðið, 17. júní 2020.

Viðskiptablaðið, 17. júní 2020.

Morgunblaðið, 19. júní 2020.

mbl.is, 22. júní 2020.

Vísir, 23. júní 2020.

mbl.is, 23. júní 2020.

mbl.is, 23. júní 2020.

Hringbraut, 24. júní 2020.

mbl.is, 27. júní 2020.

mbl.is, 4. júlí 2020.

Bylgjan, 8. júlí 2020.

Kynningarmyndbönd

Hér fyrir neðan eru stutt kynningarmyndbönd um tímaritið.




Efni tímaritsins