Ísland er í 8. sæti í nýsköpun - 17 ágú. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Ísland er í 8. sæti á listanum yfir þau ríki sem standa sig hvað best í nýsköpun samkvæmt nýrri mælingu European Innovation Scoreboard.

Óljóst orðalag um kröfur um tengibúnað vegna hleðslu rafbíla - 17 ágú. 17 Almennar fréttir Mannvirki

Samtök iðnaðarins gera athugasemdir við óljóst orðalag í drögum að breytingu á byggingarreglugerð þar sem lagt er til að gera skuli ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla í nýbyggingum og við endurbyggingu.

Innlendir framleiðendur verða fyrir áhrifum af komu Costco - 17 ágú. 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, ræddi um áhrif Costco á innlenda framleiðendur í síðdegisútvarpi Bylgjunnar.

Kynningarfundur um fyrirhugaðar breytingar á mannvirkjalögum - 16 ágú. 17 Almennar fréttir Mannvirki

Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundi um fyrirhugaðar breytingar á mannvirkjalögum næstkomandi þriðjudag 22. ágúst kl. 8.30 í Húsi atvinnulífsins. 

Nýr forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík - 15 ágú. 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Dr. Gísli Hjálmtýsson hefur verið ráðinn forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. 

Opið fyrir tilnefningar í bókina Startup Guide Reykjavik - 14 ágú. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Hægt er að senda inn tilnefningar fyrir útgáfu bókar um frumkvöðlaumhverfið á höfuðborgarsvæðinu sem nefnist Startup Guide Reykjavik

Kynningarfundur um styrki Tækniþróunarsjóðs - 14 ágú. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Rannís og Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundi með Tækniþróunarsjóði næstkomandi fimmtudag 17. ágúst kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Neyslustýring stjórnvalda í bílakaupum hefur tekist - 11 ágú. 17 Almennar fréttir

Stefna stjórnvalda að hækka vörugjöld á stærri bíla sem menga meira hefur ýtt undir innflutning og sölu á minni og sparneytnari bílum.

Góðgæti úr illseljanlegu og útlitsgölluðu hráefni - 11 ágú. 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Boðið var upp á góðgæti úr illseljanlegum og útlitsgölluðum vörum á viðburðinum Óhóf sem haldinn var í Petersen svítunni í Gamla bíói í gær. 

Þarf meiri áræðni stjórnvalda í uppbyggingu gagnavera - 11 ágú. 17 Hugverk Almennar fréttir

Í leiðara Viðskiptablaðsins þessa vikuna er kastljósinu beint að uppbyggingu gagnavera hér á landi. 

Samkeppnishæfnin þverrandi vegna sterks gengis krónunnar - 10 ágú. 17 Almennar fréttir

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins í dag kemur fram að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs fari þverrandi vegna þess mikla kostnaðar sem fylgir sterku gengi krónunnar.

Skráning hafin í Fast 50 og Rising Star - 10 ágú. 17 Almennar fréttir

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Fast 50 og Rising Star sem nú er haldið í þriðja sinn.

Skortur á gagnatengingum hefur áhrif á erlendar fjárfestingar - 3 ágú. 17 Hugverk Almennar fréttir

Í Viðskiptablaðinu er sagt frá því að hagsmunaaðilar á Íslandi hafi gagnrýnt harðlega að ekki sé lögð meiri áhersla á eflingu erlendrar fjárfestingar hér á landi og uppbyggingu gagnavera á sama tíma og gríðarleg áhersla virðist vera lögð á málaflokkinn í nágrannaríkjum okkar. 

Alltof flókið kerfi borgarinnar - 28 júl. 17 Almennar fréttir Mannvirki

Í Morgunblaðinu er rætt við formann Meistarafélags húsasmiða sem segir meðal annars að kerfið sem starfsmenn borgarinnar hafi búið til sé orðið alltof flókið.

 

Embættið ætlar að hlusta á gagnrýni SI - 27 júl. 17 Almennar fréttir Mannvirki

Í samtali við Morgunblaðið segir byggingarfulltrúi Reykjavíkur að embættið muni hlusta á gagnrýni Samtaka iðnaðarins.

Færri störf í hátækniiðnaði hér á landi vegna gengissveiflna - 27 júl. 17 Almennar fréttir Efnahagsmál og starfsskilyrði

Í ViðskiptaMogganum er rætt við Ingólf Bender, hagfræðing SI, um vísbendingar um að styrking krónunnar muni hafa áhrif á samsetningu iðnaðar í landinu.

Byggingarfulltrúi Reykjavíkur vísar gagnrýni á bug - 26 júl. 17 Almennar fréttir Mannvirki

Í frétt Stöðvar 2 er sagt frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkur, Nikulás Úlfur Másson, vísi á bug gagnrýni formanns Samtaka iðnaðarins, verktaka og arkitekta um að þjónusta embættisins sé slök og tefji fyrir framkvæmdum.

Fundur í lok ágúst með borgaryfirvöldum - 26 júl. 17 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur með borgaryfirvöldum hefur verið boðaður í lok ágúst, um ársfjórðungi frá því óskað var eftir fundi í maí síðastliðnum. 

Samtök iðnaðarins gagnrýna skipulagsyfirvöld í Reykjavík - 25 júl. 17 Almennar fréttir Mannvirki

Morgunblaðið fjallar um frestun mála hjá byggingarfulltrúa í Reykjavík sem hafi kostað fjölda fyrirtækja mikið fé og dæmi séu um að verk­tak­ar hafi gef­ist upp á skipu­lags­yf­ir­völd­um í Reykja­vík og tekið ákvörðun um að hætta upp­bygg­ingu í miðborg­inni vegna mikilla og ítrekaðra tafa á afgreiðslu mála. 

Vantar meira af iðnmenntuðu fólki út í atvinnulífið - 24 júl. 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að tölur Vinnumálastofnunar sýni að atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi er minna en þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi og mun minna en meðal þeirra sem hafa lokið háskólanámi. 

Aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs - 24 júl. 17 Almennar fréttir Efnahagsmál og starfsskilyrði

Ingólfur Bender, hagfræðingur SI, segir í samtali við Fréttablaðið allt aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs nú en á árunum fyrir hrun.

Sumarlokun - 21 júl. 17

Skrifstofur Samtaka iðnaðarins verða lokaðar 24. júlí - 7. ágúst.

Hvatt til aukinnar áherslu á starfsnám og tækninám - 20 júl. 17 Almennar fréttir

Í helgarútgáfu Morgunblaðsins skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,  ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um mikilvægi þess að við reynum ekki að steypa alla í sama mótið heldur gefum hverjum og einum svigrúm og frelsi til að finna fjölina sína. 

Iðnaður hefur átt stóran þátt í núverandi efnahagsuppsveiflu - 20 júl. 17 Almennar fréttir Efnahagsmál og starfsskilyrði

Iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Greinin er fjölþætt og snertir nær alla þætti hagkerfisins. Iðnaður hefur átt stóran þátt í núverandi efnahagsuppsveiflu. 

Bakarar agnúast ekki út í aukinn innflutning á brauði og kökum - 17 júl. 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Jóhannes Felixsson, formaður Landssambands bakarameistara (LABAK), segir í frétt Morgunblaðsins um stóraukinn innflutning á brauði og kökum að viðskiptavinir sem versla við bakarí innan LABAK geti verið 99% vissir um að í þeim bakaríum sé varan bökuð frá grunni. 

Talsverð veltuaukning í iðnaði á fyrsta ársþriðjungi - 14 júl. 17 Efnahagsmál og starfsskilyrði

Velta í iðnaði nam 424 mö.kr. á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun.

Samræmd stefnumótun iðnaðar í Evrópu til ársins 2030 - 12 júl. 17 Almennar fréttir

SI og SA eru meðal aðila BusinessEurope sem hefur gefið út skýrslu þar sem ný stefnumörkun er kynnt undir yfirskriftinni „Building a Strong and Modern European Industry“.

15% fjölgun launþega í byggingariðnaði milli ára - 11 júl. 17 Almennar fréttir Efnahagsmál og starfsskilyrði

Launþegum hefur fjölgað mikið á milli ára hjá launagreiðendum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. 

SÍK telur að reglur hafi verið brotnar við úthlutun styrkja - 10 júl. 17 Hugverk Almennar fréttir

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, telur að reglur hafi verið brotnar við ákvörðun um vilyrði fyrir úthlutun á styrk frá Kvikmyndasjóði og kallar eftir endurskoðun á verklagi.

Mikil gróska í iðnaði - 7 júl. 17 Almennar fréttir Efnahagsmál og starfsskilyrði

Ingólfur Bender, hagfræðingur SI, skrifar um mikla grósku sem verið hefur í iðnaði á síðustu árum.

Frumkvöðull í framleiðslu teppa fær viðurkenningar - 6 júl. 17 Almennar fréttir Nýsköpun Framleiðsla

Stofnandi Shanko Rugs, Sigrún Lára Shanko, hlaut viðurkenningar á hátíð Alþjóðasamtaka uppfinninga- og frumkvöðlakvenna. 

Opnað fyrir atkvæðagreiðslu í Nordic Startup Awards - 5 júl. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu í Nordic Startup Awards.

Vegamálin mætt afgangi í fjárfestingum í samgöngum - 4 júl. 17 Almennar fréttir Mannvirki Efnahagsmál og starfsskilyrði

Ingólfur Bender, hagfræðingur SI, sagði í fréttum Stöðvar 2 að vegamálin hafi mætt afgangi í fjárfestingum í samgöngum.

Ný stjórn Samtaka gagnavera - 3 júl. 17 Hugverk Almennar fréttir

Ný stjórn Samtaka gagnavera (DCI) hefur tekið til starfa. 

Vanmetin áhrif vaxtalækkunar íbúðalána á fasteignamarkaðinn - 3 júl. 17 Almennar fréttir Efnahagsmál og starfsskilyrði

Rætt var við Ingólf Bender, hagfræðing SI, í umfjöllun Morgunblaðsins um áhrif vaxtalækkunar íbúðalána á fasteignamarkaðinn. 

Fjármála- og efnahagsráðherra skoðar gagnaver í Reykjanesbæ - 30 jún. 17 Hugverk Almennar fréttir

Fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, heimsótti gagnaver Advania og Verne Global á Fitjum í Reykjanesbæ í gær. 

Helstu atriði sem máli skipta fyrir íslensk fyrirtæki varðandi Brexit - 30 jún. 17 Almennar fréttir

SA hefur gert samantekt um helstu atriði sem máli skipta fyrir íslensk fyrirtæki í tengslum við Brexit.

Kóðinn kynntur fyrir útvarps- og sjónvarpsstjórum í Evrópu - 30 jún. 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Kóðinn var kynntur fyrir útvarpsstjórum Evrópu á aðalfundi Sambands útvarps- og sjónvarpsstöðva í Evrópu (EBU).

Vantar fyrst og fremst stöðugleika í efnahagslífinu - 30 jún. 17 Almennar fréttir

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, ræddi um efnahagsmál á Morgunvakt Rásar 1. 

Mikilvægt að íslenskur iðnaður sé samkeppnishæfur - 29 jún. 17 Almennar fréttir

Nýr framkvæmdastjóri SI, Sigurður Hannesson, er í viðtali í Viðskiptablaðinu í dag. 

Skattleggja á öryggi borgaranna með vísan í gamlar rannsóknir - 29 jún. 17 Almennar fréttir

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, skrifar grein í Morgunblaðinu í dag, um áhrif nagladekkja og segir það alvarlegan hlut að skattleggja öryggi borgaranna með villandi rökum og vísað í gamlar rannsóknir því til stuðnings. 

Einkaaðilar geta flýtt fyrir uppbyggingu innviða - 29 jún. 17 Almennar fréttir Mannvirki Efnahagsmál og starfsskilyrði

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Ingólf Bender, hagfræðing SI, sem segir stjórnvöld verða að skoða með opnum hug aðkomu einkaaðila að fjármögnun og uppbyggingu samgöngumannvirkja. 

Vegir og vegleysur - 28 jún. 17 Almennar fréttir Mannvirki Efnahagsmál og starfsskilyrði

Ingólfur Bender, hagfræðingur SI, skrifar um vegamálin en vexti ferðaþjónustunnar hefur á þeim vettvangi ekki verið fylgt nægjanlega eftir með viðhaldi og nýjum fjárfestingum.

Bakarar styrkja krabbameinsrannsóknir um 1 milljón króna - 28 jún. 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Landssamband bakarameistara, LABAK, hefur afhent styrktarfélaginu Göngum saman styrk að upphæð 1 milljón króna sem safnaðist með sölu á brjóstabollum í maí síðastliðnum. 

Sigurður Hannesson ráðinn framkvæmdastjóri SI - 27 jún. 17 Almennar fréttir

Sigurður Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. 

Íslensk sprotafyrirtæki geta sótt um tæknihraðal í Silicon Valley - 27 jún. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Íslensk sprotafyrirtæki geta nú sótt um að taka þátt í tæknihraðlinum TINC     sem fram fer í Silicon Valley. 

Jákvæð umhverfisáhrif við nýtingu aukaafurða hjá Elkem - 26 jún. 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Kísilmálmverksmiðjan Elkem Ísland á Grundartanga beitir nýstárlegum aðferðum við að nýta betur aukaafurðir sem falla til við framleiðsluna.

Nýtt vörumerki á skyrinu frá MS - 23 jún. 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Eitt af aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins, MS, kynnti í gær nýtt vörumerki fyrir skyr sem nefnist ÍSEY skyr sem kemur í staðinn fyrir Skyr.is.

Sprotafyrirtæki eiga erfiðara um vik að afla fjármagns - 23 jún. 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Í frétt ViðskiptaMoggans í vikunni kemur fram að sprotafyrirtæki eigi erfitt um vik að afla fjármagns þessi misserin. 

70 nemendur útskrifast frá HR með frumgreinapróf - 23 jún. 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í vikunni 70 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans.

Síða 1 af 36