Vaxtarsproti ársins er Kerecis - 24 maí 17 Almennar fréttir Nýsköpun

Fyrirtækið Kerecis jók veltu um 100% milli ára og hlaut Vaxtarsprotann 2017.

Vonbrigði IGI með synjun menntamálaráðuneytisins - 24 maí 17 Hugverk Almennar fréttir

Stjórn Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) lýsir vonbrigðum með þá ákvörðun menntamálaráðuneytisins að synja beiðni Keilis um að sett verði af stað ný námsbraut í tölvuleikjagerð næsta haust.

Yfir 1100 hugmyndir frá 34 skólum í nýsköpunarkeppni - 23 maí 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Úrslit ráðin í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna þar sem 1.100 hugmyndir bárust frá 34 skólum víðs vegar af landinu.  

24 þúsund gestir mættu - 23 maí 17 Almennar fréttir

Um 24 þúsund gestir mættu á sýninguna Amazing Home Show. 

Umbyltingar í tækni og sjálfvirkni til umræðu í Marshall-húsinu - 22 maí 17 Almennar fréttir

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, standa fyrir fundi um tækniframfarir og sjálfvirkni í sjávarútvegi í fyrramálið kl. 8.30-10.15 í Marshall-húsinu.

Búist við frekari styrkingu krónunnar - 22 maí 17 Almennar fréttir Efnahags- og starfsskilyrði

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum gæti haft talsverð áhrif til styrkingar á gengi krónunnar. 

Fjögur fagfélög SI sýna á Amazing Home Show - 19 maí 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Á sýningunni Amazing Home Show sem opnar í dag í Laugardalshöllinni eru fjögur fagfélög innan Samtaka iðnaðarins sem eru þátttakendur. 

Fjögur sprotafyrirtæki fá viðurkenningar Vaxtarsprotans - 19 maí 17 Hugverk Almennar fréttir Nýsköpun

Viðurkenningar Vaxtarsprotans verða afhentar næstkomandi þriðjudag 23. maí kl. 15.00 á kaffihúsinu Flóran, Grasagarðinum í Laugardal. 

Margt á döfinni í byggingum á Akureyri og nágrenni - 18 maí 17 Almennar fréttir Mannvirki

Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar hjá SI, ræðir um byggingarmarkaðinn í Atvinnupúlsinum á N4. 

Fagnar lækkun vaxta en hefði viljað sjá meiri lækkun - 18 maí 17 Almennar fréttir Efnahags- og starfsskilyrði

Í Viðskiptablaðinu í dag kemur fram að Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, fagnar lækkun vaxta.

Til skoðunar að stytta iðnnám í þrjú ár - 18 maí 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að til skoðunar sé hjá stjórnvöldum að stytta iðnnámið í þrjú ár. 

Opinber innkaup á Íslandi til umfjöllunar á ráðstefnu í Osló - 17 maí 17 Almennar fréttir Mannvirki

Theodóru S. Þorsteinsdóttur var boðið að flytja erindi á árlegri ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins í Noregi í framhaldi af erindi hennar á fundi SI um opinber innkaup fyrr á árinu.

Erindi um íslenskt hugverk í alþjóðlegu samhengi - 17 maí 17 Hugverk Almennar fréttir

Oliver Luckett, stjórnarformaður Efni, flytur erindi á aðalfundi Hugverkaráðs SI sem haldinn verður á morgun. 

Tímabært að breyta umgjörð raforkumála - 17 maí 17 Almennar fréttir

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, skrifar grein í Morgunblaðinu í dag um raforkumál.

Allt það nýjasta á einum stað - 17 maí 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Í Fréttablaðinu í dag fylgir sérblað um Amazing Home Show en Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðilar sýningarinnar ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Álfyrirtækin í farabroddi í umhverfis- og öryggismálum - 16 maí 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI, flutti erindi á Ársfundi Samáls sem hægt er að horfa á.

Ný stjórn Ljósmyndarafélags Íslands hefur tekið til starfa - 16 maí 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Ný stjórn hefur tekið til starfa í Ljósmyndarafélagi Íslands en félagið sem var stofnað 1926 er félag atvinnuljósmyndara hér á landi.

Kynningarfundur fyrir stjórnendur í iðnaði í HR - 16 maí 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Kynningarfundur fyrir stjórnendur í iðnaði verður í Opna háskólanum í HR þriðjudaginn 23. maí næstkomandi kl. 9.45 um nýja námslínu. 

SI taka þátt í Amazing Home Show sem opnar á föstudaginn - 16 maí 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Samtök iðnaðarins taka þátt í stórsýningunni Amazing Home Show sem verður opnuð á föstudaginn næstkomandi 19. maí í Laugardalshöllinni. 

Opnað fyrir umsóknir í frumgreinanám við HR - 15 maí 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í frumgreinanám við Háskólann í Reykjavík. 

Eru innviðagjöldin lögmæt? - 15 maí 17 Almennar fréttir Mannvirki

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá efasemdum Samtaka iðnaðarins um lögmæti innviðagjalda og að slík gjöld eigi sér líklega ekki lagastoð. 

Stofna sjóð fyrir viðburði og grasrótarstarf í tæknigeiranum - 15 maí 17 Hugverk Almennar fréttir

Sprota- og tæknivefurinn Northstack ásamt Kristjáni Inga Mikaelssyni hefur stofnað nýjan tveggja milljóna króna sjóð sem nefnist „Community Fund“.

Launþegum fjölgar mest í byggingariðnaði - 12 maí 17 Almennar fréttir

Launþegum fjölgar mest í byggingariðnaði og ferðaþjónustu en hefur fækkað í sjávarútvegi samkvæmt mælingu Hagstofunnar.

Vaxtarsprotinn afhentur í ellefta sinn í Grasagarðinum í Laugardal - 12 maí 17 Hugverk Almennar fréttir Nýsköpun

Viðurkenningarathöfn Vaxtarsprotans fer fram 23. maí næstkomandi á kaffihúsinu Flóran, Grasagarðinum í Laugardal. 

Betri verkefnastaða fyrir verkfræðinga hér á landi - 12 maí 17 Almennar fréttir Mannvirki

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um að mikil eftirspurn sé eftir verkfræðingum og að þeir séu að flytja heim frá Noregi í auknum mæli.

Ráðstefna um bætta nýtingu lífrænna aukaafurða á Íslandi - 12 maí 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Úrgangur í dag – auðlind á morgun er yfirskrift ráðstefnu um bætta nýtingu lífrænna aukaafurða sem haldin verður 24. maí næstkomandi kl. 9-14 á Grand Hótel Reykjavík.

Málmur mótar framtíðarsýn - 11 maí 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, Málmur, stóðu fyrir stefnumótunarfundi fyrir skömmu í Húsi atvinnulífsins. 

Er vörustjórnun lykill að aukinni framleiðni? - 10 maí 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins sem verður haldin þriðjudaginn 30. maí kl. 8.15-12.15 á Grand Hótel í Reykjavík ber yfirskriftina Vörustjórnun - Lykill að aukinni framleiðni?. 

SI og SA fagna frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra - 10 maí 17 Almennar fréttir Lögfræðileg málefni Framleiðsla

Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins skiluðu sameiginlegri umsögn um frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, 376. mál. 

Brjóstabollur til styrktar krabbameinsrannsóknum - 10 maí 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 11.-14. maí. 

Álfyrirtæki í forystu við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - 9 maí 17 Almennar fréttir Umhverfis- og orkumál Framleiðsla

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Bryndísi Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins, en hún verður með erindi á ársfundi Samáls næstkomandi fimmtudag. 

Fossraf fær D-vottun SI - 9 maí 17 Almennar fréttir Mannvirki Gæðastjórnun

Fossraf ehf. hefur fengið D-vottun SI.

Helstu áherslur í raforkumálum koma fram í raforkustefnu SI - 9 maí 17 Almennar fréttir Umhverfis- og orkumál

Í raforkustefnu SI sem samþykkt hefur verið af stjórn kemur meðal annars fram að skipulag, uppbygging og þróun raforkumarkaðar hér á landi skipti skipti sköpum fyrir iðnfyrirtæki, orkufyrirtæki og efnahagslífið í heild sinni. 

Aðalfundur Hugverkaráðs SI haldinn í Norræna húsinu - 8 maí 17 Hugverk Almennar fréttir

Aðalfundur Hugverkaráðs SI verður haldinn föstudaginn 19. maí kl. 11.00-13.00 í Norræna húsinu, Sturlugötu 5.

Ársfundur Samáls í næstu viku í Kaldalóni í Hörpu - 5 maí 17 Almennar fréttir Framleiðsla

„Málmurinn sem á ótal líf“ er yfirskrift ársfundar Samáls sem haldinn verður 11. maí í Kaldalóni í Hörpu. 

Keppni í notkun afgangshita til matvælaræktunar - 5 maí 17 Almennar fréttir Framleiðsla

Kynningarfundur um samkeppni um notkun afgangshita til matvælaræktunar í borgum verður í HR á mánudaginn.

Styrkir til starfsnáms í Svíþjóð - 5 maí 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Rannís hefur auglýst styrki til starfsnáms í Svíþjóð þar sem umsóknarfrestur er til 15. maí næstkomandi. 

Þarft að setja fram langtímasýn um minni losun en hugtök óljós - 4 maí 17 Almennar fréttir Umhverfis- og orkumál Lögfræðileg málefni

Í umsögn Samtaka iðnaðarins um tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland, 114. mál, kemur fram að leiðin að minni losun gróðurhúsalofttegunda sé eitt af mikilvægustu verkefnum samtímans.

Ný námslína fyrir stjórnendur í iðnaði í Opna háskólanum í HR - 3 maí 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Samtök iðnaðarins og Opni háskólinn í HR hafa undirritað samstarfssamning um nýja námslínu sem ætluð er stjórnendum sem starfa í iðnaði. 

Kennarar geta sótt um Hvatningarverðlaun NKG - 3 maí 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Fram til 5. maí geta kennarar sótt um VILJA – Hvatningarverðlaun NKG sem eru í boði Samtaka iðnaðarins. 

Ágallar í lögum um skattafrádrátt vegna fjárfestinga í sprotum - 3 maí 17 Hugverk Almennar fréttir Nýsköpun

Davíð Lúðvíksson hjá SI segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag mun færri fyrirtæki en ætla mætti hafi sótt um leyfi RSK fyrir skattafrádrátt vegna fjárfestinga í sprotafyrirtækjum.

Kuðungurinn fór til Endurvinnslunnar - 28 apr. 17 Almennar fréttir Umhverfis- og orkumál

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttur, afhenti Helga Lárussyni, framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar Kuðunginn í dag. 

Tveir styrkir úr Framfarasjóði SI afhentir í dag - 28 apr. 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, afhentu tvo styrki úr Framfarasjóði Samtaka iðnaðarins í dag. 

Fjallað um málminn sem á ótal líf á ársfundi Samáls - 28 apr. 17 Almennar fréttir

„Málmurinn sem á ótal líf“ er yfirskrift ársfundar Samáls sem haldinn verður 11. maí í Kaldalóni í Hörpu. 

IÐAN fær verðlaun fyrir framkvæmd á raunfærnimati - 28 apr. 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

IÐAN fræðslusetur hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi framkvæmd á raunfærnimati.

Stelpur kynnast fyrirmyndum í tæknigeiranum - 28 apr. 17 Almennar fréttir Menntun og mannauður

Um 400 stelpur úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu kynntu sér fjölbreytt tæknileg viðfangsefni og starfsmöguleika í tæknifyrirtækjum. 

Skýrsla að norrænni fyrirmynd um stöðu innviða hér á landi - 28 apr. 17 Almennar fréttir Mannvirki

Samtök iðnaðarins í samstarfi við Félag ráðgjafarverkfræðinga hyggjast ráðast í gerð ítarlegrar skýrslu að norrænni fyrirmynd sem fjallar um stöðu innviða hér á landi.

Mikilvægt að halda aftur að vexti ríkisútgjalda - 28 apr. 17 Almennar fréttir Lögfræðileg málefni

Í umsögn Samtaka iðnaðarins kemur fram ánægja með að umgjörð ríkisfjármála sé að færast í nýjan búning en þó eru nokkur veigamikil atriði sem SI gera athugasemdir við.

Heimsókn tveggja ráðherra í gagnaver á Suðurnesjum - 27 apr. 17 Hugverk Almennar fréttir

Samtök gagnavera, DCI, buðu ráðherrum í heimsókn í gagnaver sem staðsett eru á Suðurnesjum.

LYST í Gamla bíói á morgun - 26 apr. 17 Almennar fréttir

Viðburðurinn LYST – Future of Food verður haldinn á morgun í Gamla bíói kl. 9.30-15.00.

Síða 1 af 34