Fréttasafn



Fréttasafn: október 2011

Fyrirsagnalisti

27. okt. 2011 : Átta skólar takast á í BOXINU – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Lið átta skóla etja kappi í BOXINU – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna 5. nóvember nk. Fjórtán skólar víðsvegar af landinu sendu lið í keppnina. Þau tóku þátt í forkeppni þar sem átta efstu liðin komust áfram

26. okt. 2011 : Eyjablikk og Litamálun bætast í hóp vottaðra fyrirtækja

Eyjablikk ehf. og Litamálun eru komin í hóp þeirra fyrirtækja sem fengið hafa staðfestingu á að þau fullnægi kröfum  D-vottunar í áfangaskiptri gæðavottun SI.

25. okt. 2011 : SI saka Lýsingu um undanbrögð

Lögmaður Lýsingar lýsti því yfir í tölvupósti til skiptastjóra Kraftvélaleigunnar að fyrirtækið myndi una dómi Hæstaréttar í máli sem féll á föstudag en ætlar samt í mál við aðra viðsemjendur sína. Þetta kemur fram í frétt á visir.is. Samtök iðnaðarins segja það undanbrögð hjá Lýsing

24. okt. 2011 : Betware skrifar undir samning við Cirsa

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur skrifað undir samning við Cirsa Gaming Corporation frá Spáni. Í samningnum felst að Cirsa mun nýta sér leikja- og hugbúnaðarlausn Betware fyrir Internet- og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni og í fleiri löndum. 

24. okt. 2011 : Íslenskur súrefnismælir í notkun víða um heim

Oxymap, nýsköpunarfyrirtæki á heilbrigðissviði, afgreiddi í mánuðinum tvo súrefnismæla til erlendra kaupenda. Annað tækið fór til Tékklands og hitt til Ástralíu. Verðmæti sölusamninganna er samtals um 19 milljónir íslenskra króna.

21. okt. 2011 : Allar fjármögnunarleigur virði niðurstöðu Hæstaréttar - Leitað álits Fjármálaeftirlitsins

Í gær kvað Hæstiréttur upp þann dóm í máli Íslandsbanka hf. gegn þrotabúi Kraftvélaleigunnar. Það vekur furðu að Lýsing hefur í kjölfar dómsins sent frá sér yfirlýsingu um að niðurstaða hans hafi ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu þar sem samningur Íslandsbanka sé í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningum Lýsingar.

21. okt. 2011 : Fyrirtæki í skjóli bankanna þremur árum eftir hrun

Fréttablaðið greindi frá því í gær að bankinn hefði nýverið aukið hlutafé Pennans, sem er í 100% eigu félags í eigu Arion, um 200 milljónir króna þrátt fyrir að fyrirtækið hefði tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum. Augljós skekkja á markaðinum segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI.

21. okt. 2011 : Fyndnir milljarðar frá útlöndum

Á dögunum kom í ljós að alþjóðafyrirtækið Alcoa hefur gefist upp á að reyna að reisa verksmiðju á Bakka við Húsavík. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í meira en fimm ár og kostað félagið á annan milljarð króna í beinan útlagðan kostnað, auk þúsunda vinnustunda starfsfólks félagsins við verkefnið víða um heim.

20. okt. 2011 : Gengistrygging fjármögnunarleigusamninga dæmd ólögleg í Hæstarétti

Hæstiréttur felldi í dag dóm um að fjármögnunarleigusamningar eru ólögleg erlend lán. Dómurinn er í samræmi við hæstaréttardóm um kaupleigusamninga sem féll í fyrrasumar. Niðurstaðan gríðarlega mikilvæg fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem fjármögnuðu tæki og tól með þessum samningum.

20. okt. 2011 : Gullsmiðadagurinn

Laugardaginn 22. október nk. munu félagar í Félagi íslenskra gullsmiða (FÍG) halda hátíðlegan Gullsmiðadaginn. Gullsmiðir bjóða þennan dag gestum og gangandi að koma með uppáhaldsskartgripinn sinn, fá létt þrif á honum og spjalla við fagmanninn.

20. okt. 2011 : Nýtt rit um umhverfisvottanir

Út er komið rit um umhverfisvottanir, umhverfismerki og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Gefið er yfirlit yfir vottanir og staðla sem standa fyrirtækjum til boða. Rætt er við aðila sem hafa reynslu af því að taka upp umhverfisstjórnun eða hafa fengið vottun á vörur og þjónustu.

18. okt. 2011 : Myllan hlýtur Fjöreggið á Matvæladegi MNÍ 2011

Fjölmenni er á Matvæladegi MNÍ sem haldinn er í dag. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er heilsutengd matvæli og markfæði. Í upphafi ráðstefnunnnar afhenti Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI Myllunni Fjöregg MNÍ fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla eða næringar.

18. okt. 2011 : Ekkert álver á Bakka – Enn einn erlendi fjárfestirinn hverfur frá

Alcoa tilkynnti í gær að hætt hefði verið við byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Þar með hverfur enn einn erlendi fjárfestirinn frá fjárfestingum á Íslandi, þrátt fyrir að hafa varið mörgum árum og á annan milljarð í undirbúning. Alcoa hefur í samvinnu við heimamenn fyrir norðan, Landsvirkjun og stjórnvöld unnið að þessu verkefni síðan 2005.

17. okt. 2011 : 12% í svartri vinnu

Af 6.176 kennitölum starfsmanna á 2.136 vinnustöðum, sem starfsmenn átaks ríkisskattstjóra, ASÍ og SA heimsóttu, reyndust 737 þeirra, eða 12%, ekki vera á staðgreiðsluskrá, þ.e. stunda svarta vinnu. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

11. okt. 2011 : Hugvitið er næsta stórvirkjun þjóðarinnar - Samhljómur í stefnu stjórnvalda og hugverkaiðnaðar

Fulltrúar tækni-og hugverkafyrirtækja, stuðningsaðilar og alþingismenn komu saman í fjórða sinn á Tækni- og hugverkaþingi 2011 sl. föstudag undir kjörorðinu Nýsköpun – uppspretta verðmæta.

11. okt. 2011 : Boxið - Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Samtök Iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Markmiðið með keppninni, sem fengið hefur nafnið BOXIÐ, er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði. Keppnin fer fram í Háskólanum í Reykjavík dagana 4.- 5. nóvember 2011.