Fréttasafn



Fréttasafn: maí 2013

Fyrirsagnalisti

30. maí 2013 : Umslag fær ISO 27001 öryggisvottun

Fyrirtækið Umslag hefur nú fengið ISO 27001 öryggisvottunina og er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun. Með þessari vottun er tryggt að Umslag fylgi ströngum kröfur um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði.

29. maí 2013 : Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda haldin í 21. sinn

Afhending verðlauna fóru fram í lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sl. sunnudag en keppnin var nú haldin í 21. sinn. Athöfnin fór fram í Sólinni, í Háskólanum í Reykjavík. Átján þátttakendur fengu verðlaun fyrir hugmyndir sínar af þeim 53 þátttakendum sem tóku þátt í úrslitum. Í ár bárust 2906 hugmyndir frá 44 grunnskólum víða um land sem kenna á miðstigi.

29. maí 2013 : Að hengja bæði bakara og smið

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI fjallaði um landbúnað og verslun í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Tilefnið voru deilur forsvarsmanna SVÞ og Guðna Ágústssonar undanfarið á síðum blaðsins.

27. maí 2013 : Á að afnema búvernd?

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um búvernd og hafa sumir kallað eftir afnámi slíkrar verndar, einkum á hvítu kjöti. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir áhrif þess ekki hafa verið hugsuð til enda og að nauðsynlegt sé að setja umræðuna í samhengi við íslenskan landbúnað í heild sinni.

23. maí 2013 : Tækifæri til að efla atvinnulífið í Evrópu

Árlegt stefnumót atvinnulífsins í Evrópu fór fram í Brussel í liðinni viku. Viðfangsefni fundarins var að finna leiðir til að efla evrópskan iðnað og skapa vöxt með því að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, tók þátt í umræðum.

23. maí 2013 : Vaxtarþættir og húðvörur frá ORF Líftækni hljóta verðlaun sem líftæknivörur ársins 2013 í Evrópu

Vörur ORF Líftækni voruð verðlaunaðar á nýafstaðinni ráðstefnu Evrópsku Líftæknisamtakanna (European Biotechnology Congress) sem haldin var í Bratislava í Slóvakíu í síðustu viku. Á ráðstefnunni voru veitt tvenn verðlaun fyrir líftæknivörur ársins í Evrópu og hlutu vörur frá ORF Líftækni þau bæði.

17. maí 2013 : Greining á þörf almenns starfsfólks í matvælaiðnaði fyrir starfsmenntun

Samtök iðnaðarins, Starfsgreinasamband Íslands og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stóðu saman að verkefni sem miðaði að því að greina þörf almenns starfsfólks í matvælaiðnaði fyrir starfsmenntun. Verkefnið var styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

16. maí 2013 : Aðalfundur SMK

Aðalfundur Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja, SMK, var haldinn í gær, miðvikudaginn 15. maí. Þar kynnti Ingólfur Friðriksson, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, drög að frumvarpi til laga um vernd vöruheita með uppruna- og staðarvísun sem unnið er að á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

16. maí 2013 : Málmtækninám í Borgarholtsskóla

Í vetur sóttu 60 nemendur úr 9. og 10. bekk grunnskóla nám í málmiðngreinum í Borgarholtsskóla. Nemendurnir komu úr 10 skólum víðs vegar að úr borginni og lögð var áhersla á að veita þeim innsýn í iðnnám og kynnast nokkrum verkþáttum þess.

16. maí 2013 : Tryggvi Jónsson nýr formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga

Í gær var haldinn aðalfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga en félagið gekk til liðs við Samtök iðnaðarins fyrir skömmu. Ný stjórn félagsins var kjörin og er nýr formaður félagsins Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Mannvit. Hann tekur við af Júlíusi Karlssyni sem gaf ekki kost á sér aftur.

16. maí 2013 : Aðvörun vegna vörusvika

Matvælastofnun í Bretlandi hefur gefið út viðvörun vegna svika við vörupantanir. Pantanirnar eru gerðar í nafni raunverulegra matvælafyrirækja á borð við ASDA, Sainsbury´s, The CO-Operative, Marks & Spencer og Wm Morrison Supermarkets PLC.

14. maí 2013 : DUST 514 KEMUR ÚT Í DAG

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur í dag út nýjan skotleik; DUST 514. Leikurinn er gerður fyrir PlayStation 3leikjavélar SONY og gerist í sama sýndarheimi og fjölspilunareikurinn EVE Online.

13. maí 2013 : Ölgerðin skrifar undir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur skrifað undir Global Compact - sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Í því felst skuldbinding til að framfylgja tíu viðmiðum um samfélagsábyrgð. Þau viðmið snúa að mannréttindum, starfsmannamálum, umhverfi og aðgerðum gegn spillingu.

8. maí 2013 : Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina

Landssamband bakarameistara stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 9. – 12. maí til stuðnings við styrktarfélagið Göngum saman. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna.

7. maí 2013 : Gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi Steinullar hf. vottuð

Gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi Steinullar hf. á Sauðárkróki hafa nú verið vottuð samkvæmt ISO 9001:2008 og ISO 14001:2004 stöðlunum. Vottunin nær yfir framleiðslu og sölu á steinullinni og einnig er hráefnatakan á Sauðárkróki innan kerfisins.

3. maí 2013 : Gengið ekki allsráðandi um matvælaverð

„Það er mikil einföldun að ætla að verð á matvælum breytist í takt við gengisþróun krónunnar“, segir Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins en undanfarið hefur verið bent á styrking krónunnar upp a á síðkastið hafi ekki skilað sér í lækkandi verði.

3. maí 2013 : Orkueftirlitskerfi ReMake fer á markað í Bretlandi

ReMake Electric ehf. og InTouch IS hafa undirritað samstarfssamning um að vinna saman að því að koma eTactica orkueftirlitskerfinu frá ReMake á markað í Bretlandi. ReMake Electric þróar, framleiðir og markaðssetur eTactica orkueftirlitskerfið sem er einstakt í sinni röð í heiminum.

3. maí 2013 : Meniga hlýtur VAXTARSPROTANN 2013

Fyrirtækið Meniga ehf. hlaut í morgun Vaxtarsprotann 2013 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Fyrirtækið nær tífaldaði sölutekjur sínar milli áranna 2011 og 2012. Fyrirtækin Controlant, Nox Medical og Iceconsult fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt auk þess sem fyrirtækið Naust Marine var brautskráð úr hópi sprotafyrirtækja.