Fréttasafn



Fréttasafn: nóvember 2014

Fyrirsagnalisti

27. nóv. 2014 : Nýr kjarasamningur SÍK og FÍL samþykktur einróma

Kjarasamningur milli SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og FÍL – Félag íslenskra leikara var undirritaður 12. nóvember s.l. með fyrirvara um samþykki aðildarfélaga. Í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu samþykktu aðildarfélög SÍK nýjan samning einróma. Svörun var 50% og hlutfall greiddra atkvæða út frá atkvæðamagni 91%.

25. nóv. 2014 : 10% fækkun titla, 59,1% af bókatitlum prentaðir hér á landi

Bókasamband Íslands gerði könnun á prentstað íslenskra bóka í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2014. Fjöldi titla prentaðir hér á landi eru 377, fækkar um 64 frá fyrra ári en sem hlutfall af heild dregst það lítillega saman milli ára 59,1% í ár en árið 2013 62,6%.

20. nóv. 2014 : Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hlýtur C - vottun

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið C-vottun. C-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum.

19. nóv. 2014 : Fjölmenni á stefnumóti á sviði áliðnaðar

Stefnumót á sviði áliðnaðar fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær, en þar komu hátt í sjö­tíu fyr­ir­tæki og stofn­an­ir sam­an til að ræða ný­sköp­un­ar­um­hverfið og hlýða á örkynn­ing­ar frá ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um um þró­un­ar­verk­efni af ýms­um toga.

18. nóv. 2014 : Erindi SI til Samkeppniseftirlitsins ekki byggt á misskilningi

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI segir erindi samtakanna til Samkeppniseftirlitsins ekki snúast um misskilning. Ef um misskilning sé að ræða hljóti hann að liggja hjá eigendum Reiknistofu bankanna og snúast um það hvernig eigi að meðhöndla upplýsingatækniviðskipti af hálfu bankanna.

17. nóv. 2014 : SI senda Samkeppniseftirlitinu erindi vegna óeðlilegrar samkeppnisstöðu RB á upplýsingatæknimarkaði

Samtök iðnaðarins hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi vegna óeðlilegrar samkeppnisstöðu Reiknistofu bankanna á upplýsingatæknimarkaði. Málið lýtur að meðferð virðisaukaskatts í sölu þjónustu og vöru og hvort útboðsskyldu fjármálafyrirtækja sem eru hluthafar í RB hafi verið sinnt.

14. nóv. 2014 : K.C. Tran endurkjörinn formaður Clean Tech Iceland

Aðalfundur Clean Tech Iceland (Græn tækni) var haldinn í gær í Borgartúni 35. Clean Tech Iceland er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins er starfar að því að bæta framleiðsluferla, framleiðni, nýtni, hráefna- og orkunotkun og að minnka úrgang, mengun og sóun.

14. nóv. 2014 : Starfsmenntun á Litla Íslandi

Þriðjudaginn 18. nóvember efnir Litla Ísland til hádegisfundar í Húsi atvinnulífsins um starfsmenntun í litlum fyrirtækjum. Leitað verður svara við því hvernig fyrirtækin geti styrkt sig með aukinni menntun starfsfólks. Eigendur lítilla fyrirtækja segja reynslusögur og fulltrúar starfsmenntasjóða veita ráðgjöf um hvernig smærri fyrirtæki geta sótt fjármagn til sjóðanna.

12. nóv. 2014 : Vara Kerecis viðurkennd af bandaríska heilbrigðisráðuneytinu

Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt vöru ísfirska lækningavörufyrirtækisins Kerecis. Þetta kemur fram á fréttavefnum visir.is í dag. Vara Kerecis, sem er úr þorskroði og ætluð til að meðhöndla þrálát sár, er því orðin gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare og Medicaid, sem og öllum þeim þúsundum einkarekinna tryggingafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðiskerfið þar í landi.

11. nóv. 2014 : Rafverktakafyrirtækið Gaflarar hlýtur D-vottun

Rafverktakafyrirtækið Gaflarar ehf hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun sem er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum.

10. nóv. 2014 : MR sigraði í Boxinu

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum í Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem fór fram um helgina. Í öðru sæti var Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Menntaskólinn við Sund í því þriðja. Lið frá átta framhaldsskólum leystu þrautir í úrslitakeppninni, sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík.

7. nóv. 2014 : Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna fer fram á morgun

Fjöldi framhaldsskólanema mun leggja leið sína í Háskólann í Reykjavík á morgun, 8. nóvember, til að taka þátt í úrslitum í Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Tuttugu og sex lið tóku þátt í forkeppni og af þeim komust átta í úrslitakeppnina. Í hverju liði eru fimm keppendur. Keppnin er kl. 10-16:30.

7. nóv. 2014 : LÁRA GUNNARSDÓTTIR HLÝTUR SKÚLAVERÐLAUN

Skúlaverðlaunin 2014 hlaut Lára Gunnarsdóttir fyrir handgerða smáfugla úr birki. Verðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og afhenti Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri þau í gærkvöldi.

6. nóv. 2014 : Lýsingu gert að endurgreiða verktaka vegna ólöglegra gengistryggðra kaupleigusamninga

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Lýsingu bæri að endurgreiða verktakafyrirtækinu Eykt rúmar 65 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna 32 kaupleigusamninga er höfðu að geyma ólöglega gengistryggingu. Samtök iðnaðarins fagna þessari niðurstöðu Hæstaréttar sem varpar skýru ljósi á réttarstöðu þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem voru með kaupleigusamninga hjá Lýsingu. 

5. nóv. 2014 : Rekstur flugstöðvarinnar í hendur einkaaðila

Viðskiptablaðið fjallaði í dag um þá skoðun Viðskiptaráðs Íslands að leggja eigi niður Fríhöfnina og einkaaðilum verði alfarið eftirlátið að sjá um verslunarþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Almar Guðmundsson var í viðtali um málið í Reykjavík síðdegis í dag.

5. nóv. 2014 : Oceana – öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins

Undirritað hefur verið samkomulag um stofnun Oceana – öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins. Samtök iðnaðarins, CleanTech Iceland, umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Reykjavíkurborg, háskólar, rannsóknastofnanir og fyrirtæki eru aðilar að samkomulaginu.

5. nóv. 2014 : Markaðsmál, leyfisveitingar og vöxtur í brennidepli á aðalfundi SÍL

Markaðsmál, leyfisveitingar og vöxtur fyrirtækja voru meginþemað á aðalfundi Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja sem haldinn var á dögunum. Undanfarið ár hafa verkefni félagsins tekið mið af nýlegum áherslum SÍL. Leyfisveitingar fyrirtækjanna voru skoðaðar með það í huga að bæta ferlin. Einnig var horft til markaðsmála og tækifæra í líftækni og fjölbreytni greinarinnar.

4. nóv. 2014 : Á þriðja hundraða manns á Stefnumóti íslensks byggingariðnaðar í dag

Á þriðja hundrað manns eru á STEFNUmóti íslensks byggingariðnaðar á Grand Hótel. Fulltrúar atvinnugreina, stofnana og hagsmunaaðila rýna stöðuna og meta mögulegar leiðir í átt að umbótum og framförum. Aldrei áður hefur jafn breiður hópur þátttakenda í byggingariðnaði komið saman til umræðu.

3. nóv. 2014 : Of lítið byggt til að mæta eftirspurn

Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins hefur nýjum íbúðum sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um ríflega 400 frá því í mars. Jón Bjarni Gunnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir í viðtali við Morgunblaðið sl. föstudag alla fjölgunina stafi af fjölbýlishúsum. Einbýlishúsum sem eru í byggingu hefur hins vegar fækkað frá síðustu talningu í mars.