Nýsköpun

Við vinnum að nýsköpun í allri sinni fjölbreytni

Nýsköpun á við í öllum fyrirtækjum og í starfsemi ríkis og sveitarfélaga.  Nýsköpun er ein meginforsenda framleiðniaukningar, verðmætasköpunar, samkeppnishæfni og gjaldeyrisöflunar fyrirtækja og þjóða.  Á því byggir velferðarsamfélagið og kaupmáttur launa í framtíðinni.

Nánar

Nýsköpun fer að verulegu leiti fram innan rótgróinna fyrirtækja og í samstarfi fyrirtækja í ólíkum starfsgreinum þar sem þarfir á markaði og lausnir ná saman.   Samstarf fyrirtækja, rannsóknastofnana og háskóla skiptir miklu máli til að byggja upp þekkingu og innleiða nýja tækni í atvinnulífinu. Nýliðun  og starfsemi fyrirtækja í alþjóðlegu umhverfi vegur einnig þungt ef við viljum geta boðið upp á ný og skapandi störf í framtíðinni, ekki síst fyrir ungt vel menntað fólk. 

Nýsköpun á sér stað þegar hugmynd eða umbótum hefur verið hrint í framkvæmd og tekist hefur að skapa nýjar lausnir eða bæta það sem þegar er til staðar.  Þetta á við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, stjórnskipulag, verklag eða leið til sölu- og markaðssetningar.

Ísland á að geta verið aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki í sem flestum starfsgreinum, óháð staðsetningu, mörkuðum og annarri flokkun.  Til þess þarf að efla starfsumhverfið með markvissri sókn og samstarfi atvinnulífs og stjórnvalda til að bæta lykilforsendur.  Það er ekki síst það ferli sem umbætur í starfsumhverfinu þurfa að fara í gegnum sem þarfnast nýsköpunar bæði hvað varðar hraða og skilvirkni.  Í því sambandi þarf að straumlínulaga vinnulag og bæta stefnumótunaraðferðir, áætlanagerð og eftirfylgni.Tengdar fréttir

Íslensk sprotafyrirtæki geta sótt um þátttöku í Nordic Scalers - Almennar fréttir Nýsköpun

Verkefnið Nordic Scalers sem er fyrir sprotafyrirtæki var kynnt á fundi í Húsi atvinnulífsins í dag.

Lesa meira

Kynning á stuðningi við lengra komin sprotafyrirtæki - Almennar fréttir Nýsköpun

Icelandic Startups í samstarfi við Samtök iðnaðarins efna til kynningarfundar um nýtt verkefni, Nordic Scalers, sem ætlað er að styðja lengra komin sprotafyrirtæki að sækja á erlenda markaði.

Lesa meira

Mikill áhugi á kynningu Rannís og SI á stuðningi við nýsköpun - Almennar fréttir Nýsköpun

Fjölmennt var á fundi Rannís og SI í Húsi atvinnulífsins þar sem kynntur var stuðningur við nýsköpun. 

Lesa meira

Fréttasafn