Fréttasafn



  • Boxid

11. okt. 2011

Boxið - Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Markmiðið með keppninni, sem fengið hefur nafnið BOXIÐ, er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

Keppnin fer fram í Háskólanum í Reykjavík dagana 4.- 5. nóvember 2011.

Allir framhaldsskólar landsins geta sent lið í keppnina og skal hvert lið skipað fimm einstaklingum úr viðkomandi skóla. Um þrautabraut verður að ræða með nokkrar stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað. Þrautirnar reyna á hugvit og verklag. Fyrirtæki úr ólíkum greinum iðnaðarins sjá um og útvega efni í þrautir sem lagðar verða fyrir liðin. Fræðimenn frá HR aðstoða fyrirtækin við að koma saman heppilegum þrautum. Einnig verða kennarar á staðnum meðan á samkeppninni stendur. Margmiðlunarskólinn er stuðningsaðili framkvæmdakeppninnar. Nemendur skólans munu sjá um að gera keppninni myndræn skil með upptökum, grafíkskri vinnu og vinnslu.

Sjá nánari upplýsingar um keppnina hér