Skýrslur og rit

Mótum eigin framtíð - Ísland og Evrópa

06.03.2008

lógó iðnþings 2008 transMeginmarkmið Samtaka iðnaðarins er að rekstrarskilyrði aðildarfyrirtækja þeirra séu eins góð og nokkur kostur er og að iðnaðurinn geti skapað þjóðarbúinu nauðsynleg verðmæti til þess að standa undir velferð þegnanna.

Samtök iðnaðarins hafa lagt sig fram um að beita sér þar sem kostur er til þess að ná markmiðum sínum og miðla eftir mætti upplýsingum og fræðslu til félagsmanna sinna, stjórnvalda og almennings.

Í þessu riti, sem hér er fylgt úr hlaði, er fjallað um eitt stærsta hagsmunamál iðnaðarins og um leið þjóðarinnar allrar: Aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru í stað íslensku krónunnar. Það er gefið út í tengslum við Iðnþing 2008 sem er helgað Evrópumálum.

Ritið fjallar um fjölmarga þætti málsins. Leitað er til innlendra og erlendra sérfræðinga og álitsgjafa og reynt að nálgast viðfangsefnið frá sem flestum sjónarhornum.

Mótum eigin framtíð (PDF snið)