Viðburðir
08.12.2017 kl. 9:00 - 10:00 Hús atvinnulífsins, Kvika, 1. hæð

Litla Ísland - fræðslufundur um bókhald

Sjötti fundur í fræðslufundaröð Litla Íslands verður föstudaginn 8. desember kl. 9-10 í Húsi atvinnulífsins en þá mun Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari, ráðgjafi og eigandi hjá Bókhaldi og kennslu og formaður félags bókhaldsstofa, fjalla um lykilatriði í bókhaldi og mikilvægi bókhalds sem stjórntækis í rekstri undir yfirskriftinni: Bókhald er áttaviti og mikilvægt stjórntæki.

Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundina geta fylgst með þeim í beinni útsendingu á nýrri heimasíðu Litla Íslands - www.litlaisland.is 

Dagskrá allra fundanna má nálgast hér (PDF)