• Kristín Pétursdóttir á Iðnþingi 2010

Fjölbreytt atvinnulíf tryggir stöðugleika

Kristín Pétursdóttir á Iðnþingi 2010

Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, segir að fjölbreytt atvinnulíf sé mikilvægt framlag til aukins stöðugleika í efnahagslífinu. Þetta kom fram í ræðu hennar á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Kristín lagði mikla áherslu á nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífinu en þar sé verk að vinna.


Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, segir að fjölbreytt atvinnulíf sé mikilvægt framlag til aukins stöðugleika í efnahagslífinu. Þetta kom fram í ræðu hennar á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Kristín lagði mikla áherslu á nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífinu en þar sé verk að vinna.

„Jarðvegurinn er frjór en það verður að sá fræjum til að uppskera. Þessi fræ eru fyrst og fremst fjármagn og sem stendur eru mjög miklar takmarkanir á aðgengi að fjármagni. Úr því verður að bæta. Við eigum alla möguleika á því þar sem þetta fé er til en liggur dautt í kerfinu og nýtist ekki til fjárfestinga og nýsköpunar“, segir Kristín.

Í máli hennar kom fram að í framtíðinni verði að leggja áherslu á að skapa áþreifanleg verðmæti frekar en pappírshagnað. „Mikilvægt er að byggja upp á grundvelli góðs viðskiptasiðferðis og stjórnunarhátta. Nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að styðja við vaxandi fyrirtæki og breikka skattstofnana okkar.“

Glærur Kristínar