Skýrslur og rit

Könnun IMG Gallup á þörf iðnaðarins fyrir menntun - skýrsla

05.03.2004

Á næstu þremur árum þurfa fyrirtæki SI að bæta við sig 771 nýjum starfsmanni með raungreina-, tækni- og verkfræðimenntun og 2252 starfsmönnum með iðn- og starfsmenntun.

Á Menntadegi iðnaðarins í gær voru kynntar niðurstöður könnunar IMG Gallup á þörf fyrirtækja SI fyrir menntun. Helstu niðurstöður könnunarinnar fela í sér eftirfarandi:

  1. Þörf fyrirtækja SI fyrir aukna iðnmenntun og raungreinamenntun á háskólastigi er viðvarandi. Samtök iðnaðarins hafa undanfarin missiri bent á nauðsyn þess að fjölga ungu fólk í verk- og tæknigreinum. Iðnaðurinn hefur verið í viðvarandi þörf fyrir iðnmenntaða, verkfræðinga og tæknifræðinga. Þessi könnun SI staðfestir að hér er um alvörumál að ræða. Iðnfyrirtæki telja sig þurfa á næstu þremur árum að bæta við 771 nýjum starfsmanni með raungreina-, tækni- og verkfræðimenntun og 2252 starfsmönnum með iðn- og starfsmenntun.
  2. Forsvarsmenn leggja mikla áherslu á góða menntun starfsfólks, ekki síst á endur- og símenntun. Rúmlega 80% forstjóra og framkvæmdastjóra SI telja fyrirtæki sín hafa þörf (í meðallagi og mikla) fyrir endur- og símenntun.
  3. Ófaglærðir vinna tæknistörf . Um þriðjungur fyrirtækjanna segja að einn eða fleiri ófaglærðir vinni tæknistörf. Þetta gefur vísbendingu um að ráðlegt sé að byggja upp þekkingu og færni hjá ófaglærðum með skipulegum hætti.
  4. Kynning á iðnaði í skólum landsins er mikilvæg. Um 87% fyrirtækja SI eru sammála því að mikilvægt sé að iðnfyrirtæki kynni starfsemi sína í grunn- og framhaldsskólum.

Þetta er fyrsta könnun SI um menntamál í samstarfi við óháðan aðila, IMG Gallup. Hún verður notadrjúg í stefnumörkun og aðgerðum Samtakanna á sviði menntamála. Samtökin hafa áhuga á að útfæra niðurstöður könnunarinnar í einstök verkefni, m.a. í samstarfi við menntamálaráðuneyti og einstaka skóla og aðra sem vinna að menntun í atvinnulífinu.

Helstu niðurstöður könnunarinnar (PDF snið).

Ingi Bogi Bogason

©Samtök iðnaðarins, 16. janúar 2004