Fyrirtæki með gæðavottun SI

a-gaeda Áfangaskipt gæðavottun SI er aðgengileg aðferð til að bregðast við

Síðustu ár hafa Samtök iðnaðarins lagt höfuðáherslu á að auka framleiðni, enda er aukin verðmætasköpun grundvölluð í framleiðniaukningu. Í þessum málum er sér í lagi notast við aðferðafræði gæðastjórnunnar og hafa samtökin beitt sér fyrir upptöku gæðakerfis hjá félagsmönnum samtakanna. Samtök iðnaðarins bjóða öllum starfsgreinum í iðnaði aðgengi að þessari aðferðafræði með tilheyrandi úttektum og vottunum.

Hér er hægt er að gera sjáfsmat á hverju þrepi og lesa sig til um gott og viðurkennt verklag varðandi sérhvern lið.

Til að komast inn á svæði þar kenniorð sem fæst hjá umsjónarmanni.

Fyrirtæki með gæðavottun SI

Alefli ehf.  
C-vottun gildir til 28.05.2019

Alefli ehf. byggingaverktakar var stofnað í febrúar árið 1993 og hefur verið rekið og í eigu sömu aðila allt frá upphafi, eða í 20 ár. Það eru húsasmíðameistararnir Arnar Guðnason og Þorsteinn Kröyer. Árið 2003 bættist Magnús Þór Magnússon, húsasmíðameistari, í hóp eigenda, en hann hafði starfað hjá fyrirtækinu um árabil. Starfsmenn hafa margir hverjir starfað hjá fyrirtækinu til fjölda ára. Samanalagður starfsaldur helstu stjórnenda er því mjög hár samanborið við mörg önnur verktakafyrirtæki í byggingastarfsemi.
Alefli ehf


ÁK Smíði ehf. 
D-vottun gildir til  20.11.2018  

ÁK Smíði var stofnað 4. apríl 2004 af Ármann Ketilssyni húsasmíðameistara. ÁK Smíði er staðsett á Akureyri. Í byrjun störfuð tveir starfsmenn hjá ÁK Smíði en fjölgaði hratt næstu árin. Í dag starfa þar að jafnaði 16-20 manns. Verkefni ÁK Smíði eru viðhald og breytingar, parkettpúsningar og nýsmíði.


Arvirkinn

Árvirkinn ehf
D- vottun gildir til 25.02.2019

Árvirkinn ehf. var stofnaður í desember 1978 af þremur rafvirkjum á Selfossi. Árvirkinn býður upp á alhliða þjónustu á sviði raflagna, raftækjaviðgerða og öryggiskerfa ásamt verslun með hágæða raftæki og ýmis konar efni til raflagna. Eigendur eru nú níu og auk þeirra starfa 18 manns hjá fyrirtækinu.
Öll starfsemi Árvirkjans, þ.e. verslun skrifstofa og verkstæði er til húsa að Eyravegi 32 á Selfossi.
Árvirkinn ehfblikkgud

Blikksmiðja Guðmundar ehf.
 C- vottun gildir til 21.11.2018

Blikksmiðja Guðmundar var stofnuð 1. apríl árið 1975 af Guðmundi Jens Hallgrímssyni. Starfsemin er að Akursbraut 11b Akranesi. Þann 5. janúar 2007 seldi Guðmundur einum starfsmanna sinna, Sævari Jónssyni, blikksmiðjuna sem hefur rekið hana síðan. Guðmundur starfar ennþá innan fyrirtækisins sem tæknilegur ráðgjafi og blikksmiður. Hjá Blikksmiðju Guðmundar starfa rúmlega 10 manns og felst starfsemin að mestu leyti í almennri blikksmíði ásamt því að sinna sérverkefnum eins og viðhaldi á fasteignum, smíði á handriðum ofl.
Blikksmiðja Guðmundar ehf.


Blikksmiðurinn hf.
 D - vottun gildir til 09.04.2019

Blikksmiðurinn var stofnaður 1985 og var starfsemin fyrstu árin að Vagnhöfða í Reykjavík, en flutti um miðjan tíunda áratug síðustu aldar að Malarhöfða 8 í Reykjavík. Húsnæði félagsins er mjög rúmgott og vel tækjum búið. Blikksmiðurinn með um 35 starfsmenn og hefur vaxið á undanförnum árum. Áherslur félagsins eru á almenna blikksmiðavinnu, s.s. nýsmíði loftræstikerfa, viðhald loftræstikerfa og smíði á utanhúsklæðingum. Blikksmiðurinn hf. leggur áherslu á heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína og hefur bæði tæknideild og þjónustudeild innan fyrirtækisins til viðbótar við blikksmiðju. 


Bútur ehf.
D - vottun gildir til 18.11.2018

Bútur var stofnuð í júní árið 1990 af Þorgrími Magnússyni pípulaningarmeistari og eiginkonu hans Rögnu Þórarinsdóttur. Fyrstu árin unnu eingöngu eigendur við fyrirtækið en starfsmönnum fjölgaði fljótt og hafa þeir verið mest sautján talsins. Fyritækið hefur vaxið jafnt og þétt. Með góðan mannauð, aðstöðu og mikið af tækjum og búnaði er Bútur vel í stakk búið til að sinna hvers kyns pípulagnaverkefnum.
Bútur ehf.


Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. (BYGG)
C - vottun  gildir til 18.11.2019

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. (BYGG) var stofnað árið 1984 af þeim Gylfa Ómari Héðinssyni múrarameistara og Gunnari Þorlákssyni húsasmíðameistara.
Byggingarfélagið hefur á undanförnum árum byggt yfir 2.400 íbúðir á almennum markaði, einnig fyrir félag eldri borgara og Húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi. Félagið hefur einnig byggt tugþúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði og hefur sérhæft sig í leigu á skrifstofu og verslunarhúsnæði.
Fyrirtækið starfar á öllum sviðum er snúa að byggingastarfsemi.
BYGG


Eyjablikk

Eyjablikk ehf.
D- vottun
gildir til 25.10.2018

Eyjablikk ehf. var stofnað árið 1997 af Ísloft blikk- og stálsmiðju og hjónunum Stefáni Þ. Lúðvíkssyni og Andreu Elínu Atladóttur en hefur alfarið verið í eigu þeirra frá árslokum 2009.
Fyrirtækið er í 400 m2 eigin húsnæði að Flötum 27 í Vestmannaeyjum  og er allur aðbúnaður fyrir starfsmenn afar góður. Eyjablikk er alhliða blikk- og stálsmiðja sem þjónustar sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka og einstaklinga. Verkefni eru fjölbreytt og má þar nefna loftræstikerfi, einangrun og klæðningar á hita og frystilögnum, flasningar, ryðfrí smíði, álsmíði, lagning koparþaka, smíði á handriðum, færiböndum og körum fyrir sjávarútveginn. Kjörorð starfsfólks Eyjablikks er; "Við kappkostum að sinna þeim verkum sem okkur hefur verið falið af kostgæfni og með bros á vör.
Eyjablikk ehf.


Fagraf%20logo[1] Fagraf ehf.
D-vottun
gildir til 27.08.2018

Fagraf var stofnað árið 2001. Eigendur eru Sigurður Valur Pálsson og Pétur Elvar Birgisson. Fagraf leggur áherslu á vönduð og góð vinnubrögð sem hefur skapað þeim stóran hóp ánægðra viðskiptavina. Fyrirtækið tekur að sér allar tegundir raflagnavinnu en aðalverkefni eru verið á sviði iðnaðar, verslunar og skrifstofuverkefna, bæði nýlögnum og þjónustu.
Fagraf ehf.


Logo_fagverkFagverk ehf
D- vottun
gildir til 08.03.2018

Fagverk Verktakar ehf. var stofnað árið 2004 af Vilhjálmi Matthíassyni sem hefur rekið það síðan.
Fyrirtækið er malbiks- og byggingafyrirtæki, vel búið tækjum og búnaði og með góðan mannauð, sem leitt hefur til stækkunar og velgengni undanfarinna ára.


Fossraf_logo

Fossraf ehf
D- vottun gildir til 03.05.2018

Fossraf er rafverktakafyrirtæki á Selfossi og má rekja rekstur þess aftur til 1987. Starfsemin er á öllum sviðum sem snýr að raflögnum og öryggiskerfum. Starfsmenn eru um 10 talsins. Eigendur eru raffræðingarnir Birkir Pálsson og Haraldur Sigurmundsson.


GT Tækni ehf.

GT Tækni ehf.
A- vottun
gildir til 08.03.2019

ISO 9001:2008 GT tækni ehf. hóf starfsemi sína í apríl árið 2002 en starfsemin hafði áður verið hluti af Íslenska járnblendifélaginu hf. Starfsemin skiptist í þrjú meginsvið: Vélasvið, Rafmagnssvið, Innkaup og Lager GT tækni sér um reglubundið fyrirbyggjandi viðhald og eftirlit með ýmsum búnaði á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga og í Hvalfjarðargöngum. GT tækni tekur að sér nýsmíði, uppsetningu á nýjum búnaði og endurnýjun á búnaði hvort sem er á véla- eða rafmagnssviði.
GT Tækni ehf.


G_Skulason G. Skúlason ehf.
D - vottun gildir til 18.06.2018

G. Skúlason vélaverkstæði ehf. vinnur að málmsmíði, málmvörugerð og vélasmíði, jafnt viðgerðir sem nýsmíði. Verkefni hafa frá upphafi aðallega verið þjónusta við sjávarútveg.
Rekstur verkstæðisins hófst árið 1987. Árið 1997 var rekstrinum breytt í einkahlutafélag og 2002 var rekstur vélaverkstæðis Síldarvinnslunnar sameinaður við G. Skúlason jafnframt því sem fyrirtækið Sandblástur keypti sig inn í fyrirtækið. 2003 var Vélaverkstæði Björns og Kristjáns keypt og einnig 1000 fermetra iðnaðarhúsnæði á Reyðarfirði þar sem hefur verið vaxandi þjónusta við jarðvinnu og byggingaverktaka. Í byrjun árs 2008 seldi G. Skúlason starfstöð sína á Reyðarfirði til dótturfélags síns Launafl.
G. Skúlason efh.


Gaflarar ehf.
D - vottun gildir til 04.11.2019

Rafverktakafyrirtækið Gaflarar ehf. hóf starfsemi 1.janúar 1992 í Hafnarfirði. Eigendur eru Þorvaldur Friðþjófsson, Kristján Viðar Hilmarsson og Ólafur Hjálmarsson. Aðalstarfsemi fyrirtækisins er raf- og tölvulagnir í nýbyggingar, þjónusta við fyrirtæki og stofnanir, viðhald og viðgerðir á almennum raflögnum ásamt  brunaviðvörunar-, innbrotsviðvörunar-, eftirlitsmyndavélar-, og aðgangsstjórnunar-kerfum. Fyrirtækið ræður yfir starfsmönnum með góða þekkingu á forritun á KNX (insta-bus) á hússtjórnarkerfum ásamt tilheyrandi leyfum.
Gaflarar ehf.


gvgrofur

GV gröfur ehf.
D- vottun gildir til 25.06.2019

G.V.Gröfur var stofnað árið 1995. Starfsemi hjá GV Gröfum hefur aðallega tengst gatnagerð og lagnavinnu tengdri henni, hitaveituframkvæmdum, fjarskiptalögnum og ýmsa þjónustu við byggingarverktaka.
Fyrirtækið vel tækjum búið og starfsmenn fyrirtækisins eru á bilinu 12 - 40 manns eftir verkefnum og árstíðum.
GV gröfur ehf


Hagmalun

Hagmálun ehf
D- vottun gildir til 20.03 2018

Hagmálun slf. Er stofnað í september 2013 og er eigandi þess Sigurjón Einarsson málarameistari sem hefur starfað sjálfstætt síðan árið 1991. Hagmálun vinnur við alla alhliða málningarvinnu í nýbyggingum sem og viðhaldsvinnu á almennum markaði. Einungis faglærðir fagmenn vinna hjá fyrirtækinu. Hagmálun hefur yfir að skipa 3 starfsmönnum ásamt undirverktökum.


HArnason

H. Árnason ehf
D-vottun
  gildir til 15.12.2018

H. Árnason er stofnað árið 1994 og hefur ætíð verið starfrækt sem alhliða tölvuþjónustufyrirtæki með góðri viðgerðaraðstöðu í Mörkinni 3, 108 Reykjavík.
Helstu verkefni eru uppsetning og rekstur á tölvukerfum hjá fyrirtækjum svo sem uppsetning netkerfa, netþjóna og annars borðtölvubúnaðar. Fyrirtækið býður jafnframt tölvubúnað, forrit, uppsetningu, innleiðingu og þjálfun starfsmanna.
H. Árnason hefur fengið Cloud Partner vottun hjá Microsoft og er Silver Competency Parnter á Small midmarket cloud solutions frá Microsoft.

H. Árnason ehf


Harald_sigurdur

Harald & Sigurður ehf
D- vottun gildir til 07.04 2019

Harald & Sigurður ehf. var stofnað 1986. Hjá fyrirtækinu sem hefur aðsetur að Stangarhyl 6, Reykjavík starfa að jafnaði um 10 manns.  Harald & og Sigurður hafa m.a. sérhæfir sig í framleiðslu á ABB afldreifitöflum sem byggir á sérhönnuðu gæðakerfi framleiðanda fyrir slíkan búnað ásamt annarri almennri og tæknilegri rafvirkjavinnu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.
Harald & Sigurður


JSÓ - Járnsmiðja Óðins ehf.

Járnsmiðja Óðins ehf.
D- vottun
gildir til 21.10.2018

Járnsmiðja Óðins er til húsa að Smiðjuvegi 4b í Kópavogi. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki í eigin húsnæði með um ellefu manns í vinnu. Sérstaða fyrirtækisins felst fyrst og fremst í vandasamri sérsmíði.
Járnsmiðja Óðins


JÁVERK ehf.
C-vottun gildir til 29.10.2018

JÁVERK ehf. er verktakafyrirtæki sem starfar á útboðsmarkaði og í eigin verkum. Fyrirtækið hefur á að skipa öflugum starfsmönnum, stjórnendum og tækjabúnaði og getur því tekist á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er.  Starfsmenn eru um 110 en fyrirtækið hefur einnig byggt upp öflug sambönd við fjölda undirverktaka og birgja. 
Jáverk


Js-hus

JS- hús ehf.
D- vottun gildir til 22. 04 2019

Jón Sigurðsson húsasmíðameistari er eigandi og framkvæmdastjóri JS-hús ehf. Hann hefur staðið fyrir eigin rekstri frá ársbyrjun 1990.  Helstu verkefni eru utanhúsviðgerðir og endurinnrétting atvinnuhúsnæðis ásamt þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Starfsmannafjöldinn sveiflast eðlilega í takt við umsvifin á hverjum tíma en alla jafna eru starfsmenn á bilinu 5 til 15.


Johann-Hauksson Jóhann Hauksson Trésmíði
D - vottun gildir til 13.02.2019

Jóhann Hauksson Trésmíði er rótgróið fyrirtæki með mikla reynslu og stofnað árið 1976.
Fyrirtækið tekur m.a. að sér nýbyggingar, viðhald og breytingar fasteigna, t.d. sérsmíði, innréttingar, kerfisveggi, kerfisloft, skjólveggi, sólpalla, húsgagna og innréttingasmíði, byggingastjórnun o.fl.
Boðið er upp á heildarlausnir framkvæmda og séð um að útvega alla þá iðnaðarmenn sem þarf til verksins, hvort sem um er að ræða pípara, rafvirkja, múrara eða málara. Auk þess sjá starfsmenn fyrirtækisins um að óska tilboða hjá iðnaðarmönnum og annast öll samskipti við þá sem koma að verkinu.


Kappar

Kappar ehf 
D- vottun gildir til 04.03 2018                                                 

Kappar ehf. er alhliða verktakafyrirtæki í Reykjavík með iðnaðarmenn á öllum sviðum. Kappar reka jafnframt fullbúið trésmíðaverkstæði að Kleppsmýrarvegi 8 Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 12 starfsmenn og undirverktakar. Kappar er líklega eina fyrirtækið á Íslandi sem bíður upp á plasthúðun á gömlum og nýjum innréttingum í öllum regnbogans litum og viðartegundum.


kjarnafaedi

Kjarnafæði hf.
A- vottun gildir til 13.12.2018 

Kjarnafæði er meðal stærri og öflugari matvælaframleiðslufyrirtækja landsins. Það leggur mikla áherslu á vöruvöndun og gæði framleiðslunnar. Kjarnafæði er alhliða kjötvinnsla, með mikið úrval afurða úr íslensku hráefni.
Kjarnafæði


klafi Klafi ehf.

C - vottun gildir til 11.12 2018

Klafi ehf. var stofnaður af Íslenska járnblendifélaginu og Norðurál árið 2000. Þrettán starfsmenn eru við almennan rekstur en starfsemin fer öll fram á hafnarsvæði Grundartangahafnar. Helstu verkefni Klafa eru: upp- og útskipanir fyrir Elkem Ísland og Norðurál, ýmsar upp- og útskipanir fyrir aðra. SV-kol o.fl., gámaflutningar á hafnarsvæði Grundartangahafnar, ýmis véla- og flutningavinna á Grt.svæðinu, þjónusta við skip, binda og losa skip o.fl.


LA_logo

Launafl ehf.
B- vottun gildir til 29.10.2018

Launafl ehf. er stofnuð 06.06.06 eftir tilkomu Alcoa Fjarðaráls af fyrirtækjunum G.Skúlasyni, Rafey, Myllunni, Stjörnublæstri, Vélgæði og Rafmagnsverkstæði Árna. Fyrirtækið gerði þjónustusamning við AF í mars 2007 en auk þess veitir LA almenna alhliða þjónustu  á sviði véla- bygginga og stálsmíði ásamt rafviðgerðum.  Starfsmannafjöldi þess er rúmlega 100 en var um 140 þegar mest var um mitt árið 2008. Fyrirtækið hefur flutt alla starfsemi sína í nýtt húsnæði að Hrauni 3 á Reyðafirði.
Launafl


Litalogo41Litagleði ehf
D- vottun gildir til 02.11.2019

Kristján Aðalsteinsson málarameistari stofnaði Litagleði ehf.  1996.  Hjá fyrirtækinu er mikil reynsla í alhliða málningarþjónustu í inni- og útiverkum hvort sem unnið er fyrir fyrirtæki eða einkaaðila.  Fyrirtækið hefur yfir að ráða góðum tækjakosti og reyndi fagfólki.
Á sumrin er lögð sérstök áhersla á viðhald og málum stærri mannvirkja enda hefur fyrirtækið þrjá körfubíla til umráða.


Litamalun

Litamálun ehf.
D- vottun gildir til 20.11 2018

Bjarni Þór Gústafsson löggiltur málarameistari er eigandi Litamálunar ehf. Bjarni hefur starfað við málun í meira en 14 ár og býr því yfir víðtækri reynslu af öllu sem viðkemur málun og málningarvinnu. Litamálun er málningarþjónusta sem tekur að sér alla almenna málningarvinnu og sérverkefni í stórum og smáum byggingum, utanhúss og innan, hvort heldur er fyrir fyrirtæki eða einstaklinga. Litamálun veitir alla helstu ráðgjöf við litaval og samsetningar.
Litamálun


Liturinn

Liturinn ehf
D- vottun gildir til 11.11.2018 

Liturinn er alhliða málningarverktakafyrirtæki með mikla reynslu í málun innan- sem utanhús og með mikla sérþekkingu í málun málma. Liturinn var upprunalega stofnað 1. janúar 1997 sem G.Helgason ehf.  af feðgunum og málarameisturunum Guðmundi Helgasyni og Má Guðmundsyni en áður hafði Guðmundur rekið fyrirtækið undir eigin nafni.
Árið 1999 yfirtóku Már Guðmundsson og Björg Sigmundsdóttir reksturinn að fullu og hafa rekið fyrirtækið síðan. Nafni fyrirtækisins var síðan breytt í Liturinn ehf um ármótin 2015 og 2016.
Í gæðastefnu fyrirtækisins stendur m.a. „Stefna fyrirtækisins er að bjóða vandaða þjónustu á samkeppnishæfu verði, skila góðu verki á umsömdum tíma og hafa yfir að ráða hæfasta starfsfólki á hverjum tíma.“


Ljósgjafinn ehf.
D - vottun gildir til 01.06 2018

Ljósgjafinn er öflugt rafverktakafyrirtæki á Akureyri sem leggur ríka áherslu á heildarlausn í öllu því sem snýr að rafmagni og raftæknibúnaði. Ásamt því að sinna öllum almennum raflögnum býr Ljósgjafinn einnig yfir öflugu rafeindaverkstæði og tæknideild sem sinnir sérhæfðum verkefnum s.s. forritun og hönnun iðntölvustýringa, skjámyndakerfa, teikninga, loftræsinga og hitastýringa. Ljósgjafinn sinnir jafnframt vettvangsþjónustu fyrir Símann og Posaþjónustu fyrir Valitor á Eyjafjarðasvæðinu.


Malbikun KM ehf.
D - vottun gildir til 12.03 2016

Malbikun KM var stofnað árið 1998 af Kristjáni B. Árnasyni og Margréti Stefánsdóttur. Meginstarfsemi fyrirtækisins eru malbikunarframkvæmdir og verkefni þeim tengdum. Einnig tekur fyrirtækið að sér jarðvinnuverkefni, snjómokstur og fleira. Malbikun KM hefur unnið að stórum sem smáum verkefnum víða um land auk þess að sinna öðrum sérhæfðari verkum.
Malbikun KM


NaustMarine Naust Marine hf.
D - vottun gildir til 11.01 2018

Naust Marine hf. var stofnað árið 1993 með það markmiði að þróa og markaðsetja búnað fyrir sjávarútveg og annan iðnað. Aðalverkefni fyrirtækisins hefur til þessa verið þróun og framleiðsla sjálfvirka togvindukerfisins ATW CatchControl (Autamatic" Trawl Winch).
Naust Marine keypti iðnstýrideild Tæknivals árið 1999 og 2002 sameinaðist það tæknifyrirtækinu Logic sem var sérhæft fyrirtæki í sjálfvirknilausnum fyrir iðnfyrirtæki
Fyrirtækið er til húsa að Miðhellu 4, 221 Hafnarfirði. Starfsmenn eru nú 20, allir með langa reynslu að baki hver á sínu sviði.
Naust Marine


Logo-Neydarthjonustan

Neyðarþjónustan ehf
D-vottun gildir til 05.04 2019

Neyðarþjónustan rekur tvær deildir: lásadeild og glerdeild. Lásadeild félagsins var stofnuð 1988, rekur verslun og verkstæði í Skútuvogi og sinnir sinnir almennri lásasmíði, lásaviðgerðum, kerfislyklasmíð, neyðaropnunum á læstu húsnæði, bílum eða hirslum. Forritar og smíðar bíllykla og gerir við svissa og sílindra. Býr yfir einum stærsta lyklalager landsins.

Glerdeild hefur starfað í yfir 30 ár á markaði fyrst og fremst í tryggingatjónum fasteigna, aðallega glerísetningar og hurðaviðgerðir (áður Gler og Lásar ehf.) með verkstæði á Skemmuvegi. Sérstaða fyrirtækisins er m.a. útkallsþjónusta/neyðarlokanir allan sólarhringinn sem fyrirtækið hefur starfrækt frá 1995.
www.las.is/


N.Hansen ehf.
D-vottun gildir til 14.10.2018

N.Hansen ehf. vélaverkstæði var stofnað árið 2006 af bræðrunum Inga Arnvið Hansen og Gunnari Má Hansen. Fyrirtækið sérhæfir sig í nýsmíði, viðhaldi og viðgerðum í sjávarútvegi. Hjá fyrirtækinu starfa 6 manns með víðtæka reynslu í faginu. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri en starfsemi þess fer fram víða um land og erlendis þegar þörf er á.
www.nhansen.is    


rafey

Rafey ehf.
C - vottun gildir til 29.10.2018

Rafey ehf er stofnað 1989 af núverandi eigendum, þeim Hrafnkeli Guðjónssyni og Mána Sigfússyni. Rafey er eitt stærsta fyrirtækið á rafmagnssviði á Austurlandi hefur tekið þátt í mörgum stærstu framkvæmdum á svæðinu á síðustu árum.
Hjá fyrirtækinu sem er staðsett á Egilsstöðum starfa 16 manns og er starfsemin að mestu tengd rafverktakastarfsemi og rafvélaviðgerðum. Viðskiptavinir eru almenningur og fyrirtæki á Austurlandi.
Rafey ehf


Rafeyri-logo-elding-stud

Rafeyri ehf.
C- vottun gildir til 11.11.2018

Rafeyri sem var stofnað 1994 er með aðalstöðvar sínar í Norðurtanga 5 á Akureyri Reykjavík.
Starfssvæði Rafeyrar er nánast um allt land þó langmest af verkefnunum séu staðsett á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig hafa starfsmenn fyrirtækisins sinnt verkefnum í nálægum löndum. Stærstu verkefnin í sögu fyrirtækisins eru stækkun og endurbætur á Lagarfossvirkjun og uppbygging aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi.
Rafeyri ehf


Rafholt ehf.
D-vottun gildir til 09.01 2018

Rafholt ehf. var stofnað árið 2002. Hjá Rafholt starfa rafvirkjar, tæknimenn og verkfræðingar með áratuga reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði tölvu-, innbrots-, bruna-, og loftræstikerfa ásamt því að búa yfir sértækum tæknibúnaði og gæðavottunum á sviði almennra raflagna, ljósleiðaratenginga og fjarskiptakerfa. Eigendur Rafholts eru Helgi I. Rafnsson framkvæmdastjóri, Grétar Magnússon stjórnarformaður, Vilhjálmur M. Vilhjálmsson þjónustustjóri, Jóhann R. Júlíusson deildarstjóri smáspennu, Rúnar Jónsson yfirverkstjóri og Borgþór Grétarsson skrifstofu- og gæðastjóri.
Rafholt ehf


Rafmenn Rafmenn ehf.

D - vottun gildir til 14.05 2019

Rafmenn ehf. er einkahlutafélag stofnað í desember árið 1997. Í dag eru eigendur þess feðgarnir Jóhann Kristján Einarsson rafvirkjameistari og löggiltur rafverktaki og Árni Páll Jóhannsson. Fyrirtækið er markaðssinnað raflagnafyrirtæki, sem starfar um land allt, en hefur sinn heimamarkað á Eyjafjarðarsvæðinu. Mjög víðtæk þekking er innan fyrirtækisins á allri almennri rafmagnstækni, sérþekkingu á sjónvarpskerfum og instabus kerfum. 29 manns eru starfandi hjá Rafmönnum.
Rafmenn ehf


Rafmidlun

Rafmiðlun hf.
D - vottun gildir til 14.01 2019
Rafmiðlun er rafverktaka- og innflutningsfyrirtæki stofnað 1996 með höfuðstöðvar í Kópavogi. Stjórnendur fyrirtækisins hafa sett sér það markmið að veita alhliða þjónustu og lausnir á öllum sviðum rafverktöku.  Fyrirtækið bíður upp á heildarlausnir eins og ráðgjöf, hönnun, teikningar, efnisöflun og framkvæmd og leggja eigendur fyrirtækisins ríka áherslu á ábyrga og góða þjónustu við viðskiptavini sína. 
Rafmiðlun hf


Snokur Snókur verktakar ehf.
C-vottun gildir til 27.06 2018

Snókur verktakar ehf. var stofnað 1. maí 2006 af Einari P. Harðarsyni og sonum hans, Hrafni Einarssyni og Kristmundi Einarssyni.  Starfsemi fyrirtækisins er að Höfðaseli 1, Akranesi.  Grunnur fyrirtækisins nær aftur nokkra áratugi, en Einar Pétur hefur alla tíð verið verktaki á sviði vélaverktöku. Snókur verktakar ehf. var stofnað þegar synir Einars ákváðu að koma að fullum þunga inn í reksturinn.  Þar starfa í dag 8 manns.  Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki á vélaverktakasviði, en hefur á að skipa góðum tækjaflota sem leigt er út með vélamönnum.  Fyrirtækið er jafnframt í jarðverktakastarfsemi ásamt því að reka sandblástursklefa og eigið verkstæði.


SS-Byggir-vef SS Byggir ehf.
D-vottun gildir til 09.04 2018

SS Byggir var stofnað 16. mars 1978. Verkefnin fyrstu árin voru aðallega einbýlishús og raðhús og starfsmenn 4 – 6. Um miðjan 9. áratuginn var svo ráðist í byggingu 54 íbúða sölublokkar við Hjallalund. Þetta var langstærsta verkefni sem SS Byggir hafði ráðist í og í fyrsta skipti sem byggt var bílastæðahús á Akureyri.
Eftir 1990 og fram til dagsins í dag hefur verið meira um stærri framkvæmdir eins og skóla, sjúkrahús, íþróttahús og skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Þessar stóru framkvæmdir hafa kallað á fleira starfsfólk, aukinn tækjabúnað og bætta gæðastjórnun. Umsvif fyrirtækisins hafa stóraukist, þar starfa nú um 50 manns auk fjölda undirverktaka.
SS Byggir ehf.


Stjörnugarðar ehf.
D-vottun gildir til 05.03 2019

Stofnandi Stjörnugarða er Þórir Kr. Þórisson skrúðgarðyrkjumeistari. Hjá fyrirtækinu starfa á bilinu 2-8 starfsmenn yfir árið, en flestir starfsmenn eru yfir sumarið þegar mest er að gera.
Stjörnugarðar eru vaxandi fyrirtækti sem leggur mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og endingu verka.
Meðal þess sem Stjörnugarðar sinna eru hellulagnir, hleðslur, almenn jarðvinna, snjómokstur og trjáklippingar.
Stjörnugarðar ehf.


Tengill ehf.
D - vottun gildir til 04.11.2018

Tengill ehf. var stofnaður 1. september 1987 og starfsemin þá sem og nú alhliða rafverktakavinna. Á árinu 2005 var stofnuð Tölvudeild undir merkjum fyrirtækisins.
Tengill ehf. þjónustar mörg fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í sambandi við viðhaldsvinnu, nýlagnir, kælivélaþjónustu, heimilistæki, raflagnir í bátum, bílum, landbúnaðartækjum, ljósleiðaratengingum, tölvuviðgerðir og margt fleira.
Tengill ehf


Trefjarlogo

Trefjar ehf
D- vottun gildir til 15.04 2018

Trefjar ehf var stofnað árið 1978 og hefur megin framleiðslan alla tíð verið framleiðsla á vörum úr trefjaplasti. Trefjar eru ennþá í eigu sömu fjölskyldunnar og stóð að stofnun félagsins fyrir 37 árum. Frá upphafi þá hafa Trefja framleitt yfir 400 báta af ýmsum stærðum og gerðum, mikinn fjölda af fiskeldiskerjum og þá hafa Trefjar framleitt nokkur þúsund heita potta sem prýða fjöldan allan af heimilum og sumarhúsum um allt land.
Trefjar ehf


Trésmiðjan Akur ehf.

Trésmiðjan Akur
B- vottun gildir til 18.12 2018

Trésmiðjan Akur ehf. var stofnuð 20. nóvember árið 1959. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið leiðandi fyrirtæki í byggingarstarfsemi á Akranesi. Verkefni fyrirtækisins hafa ávallt verið afar fjölbreytt og m.a. hefur fyrirtækið byggt á annan tug fjölbýlishúsa á Akranesi auk margra annarra stórra sem smárra verkefna. Nú hin síðari ár hefur aðalstarfsemi fyrirtækisins verið framleiðsla á íbúðarhúsum - timbureiningahúsum og sumarhúsum, auk ýmissa þjónustuverka í trésmíði.
Trésmiðjan Akur ehf.


Uppskipun

Uppskipun ehf
D- vottun gildir til 29.01 2018


vestfirskir-verktakar Vestfirskir verktakar ehf.
B-vottun  gildir til 05.06 2019

Vestfirskir verktakar ehf. voru stofnaðir þann 8. október árið 2003 við sameiningu þriggja fyrirtækja, Eiríkur og Einar Valur, GS trésmíði og Múrkraftur.
Markmið Vestfirskra verktaka er að veita alhliða fyrsta flokks þjónustu á sviði nýbygginga, almenns viðhalds og endurbóta.
Hjá fyrirtækinu starfa 25 manns.
Höfuðstöðvar Vestfirskra verktaka eru á Skeiði 3, Ísafirði.


velsmidja ólafs R. Guðjónssonar

Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar
D - vottun gildir til 18.12 2018

Vélsmiðja Ólafs R.Guðjónssonar ehf.er stofnuð árið 1986 af Ólafi R.Guðjónssyni og Hrafnhildi Geirsdóttur.Vélsmiðjan starfar að Smiðjuvöllum 6 Akranesi.Starfsemin hefur frá upphafi verið fjölbreytt bæði nýsmíði og viðgerðir fyrir stóriðjur sem og sérsmíði fyrir einstaklinga.Í dag er starfsemin tvískipt bílaviðgerðir og vélsmiðja.
Hjá vélsmiðjunni vinna í dag 8 manns.


Logo_300[1] Vélsmiðja Steindórs ehf.
D-vottun
gildir til 10.09.2018

Vélsmiðja Steindórs ehf. á Akureyri var stofnuð þann 14. október 1914 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi, eða í rúm 100 ár. Vélsmiðjan er eitt elsta starfandi málmiðnaðarfyrirtækið á Íslandi. Starfsemi Vélsmiðjunnar er á sviði málmiðnaðar og þjónustu við sjávarútveg, iðnað og mannvirkjagerð. Húsnæði fyrirtæksins er 400 m2 með góðum tækjakosti. Hjá Vélsmiðjunni starfa hæfir handverksmenn með staðgóða þekkingu í sínum fögum.  


Vikurraf Víkurraf ehf.
D-vottun gildir til 23.11. 2018

Sérstaða Víkurraf er byggð á­ hönnun og vinnu við iðnstýringar fyrir fyrirtæki og einstaklinga ásamt­ raflögnum og viðhaldi. Ví­kurraf er í nánu samstarfi við ýmis fyrirtæki á sviði rafbúnaðar og þjónustu. Markmið er að þjónusta viðskiptavini eftir bestu getu hvort heldur sem er við ráðgjöf, hönnun, teikningar, nýlagnir eða viðhald á raflögnum og rafkerfum til sjós og lands.
Starfsmenn fyrirtækisins eru 18 talsins, og eru flestir í­ 100% starfshlutfalli.
Vikurraf efh