10. Hvað er „framleiðslustjórnun

Hráefni, innkaup og hlutverk starfsmanna

Dæmi - Múrverk

Verklagsregla: Eftirlit við móttöku

1. Tilgangur og markmið
Tilgangurinn með verklagsreglunni er að tryggja að móttaka hráefnis sé samkvæmt fyrirfram ákveðnum og viðurkenndum viðmiðunum.

2. Gildissvið
Verklagsregluna skal nota við móttöku hráefnis sem skilgreint er á fylgiskjali nr. xxx, „Viðurkennd viðmið hráefnis."

3. Forsendur
DS/EN 998-2, punkt 8.3.2 Framleiðslustjórnun 1) Hráefni

Fylgiskjal nr. xxx, „Viðurkennd viðmið hárefnis."

Fylgiskjöl vegna vörumóttöku

4. Ábyrgð
Blöndunarmeistari ber ábyrgð á að verklagsreglunni sé fylgt við vörumóttöku og þar með skýrslugjöf og eftirfylgni gagnvart birgja vegna frábrigða.

5. Verklýsing
Vöktun við móttöku byggist á fylgiskjölum um afhendinguna.

Staðfest skal með skráningu að varan sé í samræmi við kröfur í „Viðurkennd viðmið hárefnis" eða vísa í gildandi tæknilýsingar sem eru í samræmi við það.

Þar sem því verður við komið skal auk þess vakta hvort hráefni er í samræmi við pöntun.

Þegar afhendingin er samþykkt, skal skrá númer fylgiskjala, magn, dags. móttöku og upphafsstafi starfsmanns á viðeigandi gátlista.

Ef afhendingin er ekki í samræmi við pöntun, skal henni vísað frá og haft samband við birgi.

6. Skjalfesting
Blöndunarmeistarinn vistar fylgiseðla í möppu 7 „Vöktun við móttöku" undir viðeigandi birgja og í réttri röð og Gátlisti vegna vörumóttöku vistast á sama stað.

7. Vistun gagna
Vistunarstaður: Skrifstofa blöndunarmeistara.

Vistunartími: Minnst 6 ár.

Aftur í yfirlit um dæmi


Skjalastjórnun

Skjal nr: 12347                     Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 27. maí 2004

Copyright © 2006 ce-byg