10. Hvað er „framleiðslustjórnun

Frábrigðavara

Dæmi - Bætiefni í steypu

Verklagsregla: Meðhöndlun frábrigðavöru

1. Tilgangur og markmið
Tilgangurinn með verklagsreglunni er að tryggja rétta greiningu og viðbrögð við frábrigði til að leiðrétta það.

2. Gildissvið
Beita skal verklagsreglunni þegar eftirlit eða prófun á efni eða framleiðslu leiðir í ljós misræmi við kröfur.

3. Forsendur

  • DS/EN 12620, kafli H.7 Stjórnun frábrigðavöru
  • B 1-1 Eyðublað til skýrslugerðar á frábrigðavöru

4. Ábyrgð
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á þjálfun á verklagi móttökuaðila vegna frábrigðavöru.

Gæðastjóri (FPC-stjórnandi) ber ábyrgð á:
- Viðeigandi viðbrögðum við frábrigðavöru
- Að tryggja leiðréttingu á frábrigðavöru

5. Verklýsing
Við öll frábrigði skal skrá, kanna orsakir og gera nauðsynlega leiðréttingu.

Til skráninga skal nota eyðublað B 1-1 þar sem eftirtalið er tiltekið í því umfangi sem nauðsyn krefur i hverju tilviki:

  • Lýsing og umfang vörunnar sem ekki er í samræmi við kröfur.

  • Hvaða meðhöndlun varan fær.

  • Á að endurvinna vöruna?

  • Er hægt að nota vöruna í annað?

  • Á að leggja hana til hliðar og merkja sem frábrigðavöru?

  • Finna ástæðu frábrigðisins, t.d.

    • Skoða prófunaraðferðina

    • Skoða verklag varðandi, rekstur, lýsingu gæða, þjónustuskýrslu og kvörtunum

  • Hugsanleg viðbrögð til leiðréttingar, t.d.

    • Aðgerðir til að lagfæra verklagsreglu um prófanir

    • Uppræta ástæðu frábrigðisins

    • Hefja aðgerðir til að komast hjá tjóni

    • Dagsetja hvenær leiðréttingu á að vera lokið.

    • Skrá hvaða verklagsreglum hefur verið breytt til að forðast endurtekningu

    • Meta hvort tiltekið frábrigði sé svo alvarlegt að upplýsa þurfi viðskiptavininn um tilvikið

Viðskiptavinurinn skal ætíð fá að vita um frábrigði frá eftirtölum eiginleikum:

  • Innihaldi á húmus (moldarefni)
  • Alkalivirkni
  • Frostþoli

Þegar framleiðsla eða hráefni er afskrifað skal það merkt greinilega sem frábrigði og skal gæðastjóri (FPC-stjórnandi) sjá til þess að það sé kirfilega afmarkað og auðkennt sem frábrigðavara.

Gæðastjóri skal skýra framkvæmdastjóra frá frábrigðinu með afriti af skýrslunni.

Framkvæmdastjóri skal taka afstöðu miðað við alvöru tiltekins frábrigðis hvort upplýsa beri viðskiptavininn.

6. Skjalfesting
Gæðastjóri kemur frábrigðaskýrslunni fyrir í lausblaðamöppu, sem skal auðkenna „Frábrigðaskýrslur.”

Framkvæmdastjóri vistar orðsendingu til viðskiptavinar varðandi frábrigðið í lausblaðamöppu auðkenndri „Frábrigðavara.”

7. Vistun gagna
Vistunarstaður:

Frábrigðaskýrslur: Á skrifstofu gæðastjóra.(FPC-stjórnanda).
Gögn vegna frábrigða: Skrifstofa framkvæmdastjóra.

Vistunartími: Minnst 6 ár.

Aftur í yfirlit um dæmi



Skjalastjórnun

Skjal nr: 12356                         Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 27. maí 2004


Copyright © 2006 ce-byg