10. Hvað er „framleiðslustjórnun

Meðhöndlun, lagerhald m. m.

Dæmi – Steypt rör

Verklagsregla: Framleiðsla á lager

1. Tilgangur og markmið
Tilgangurinn með verklagsreglunni er að tryggja að lagerhaldi á framleiðslunni sé stjórnað og sinnt með samræmdum hætti þannig að rörin nái fullri hörðnun fyrir afhendingu til að ekki sé hætta áskemmdum.

2. Gildissvið
Verklagsreglan gildir um allar framleiðsluvörur.

3. Forsendur

  • DS/EN 1916, kafli G.5.3
  • B 4-1 Skráningarblað fyrir hörðnun og geymslu.

4. Ábyrgð
Verkstjórinn ber ábyrgð á:

  • Að framleiðslan nái nægilegri hörku fyrir afhendingu
  • Að framleiðslan verði ekki fyrir skemmdum við geymslu
  • Að frábrigðavara sé geymd tryggilega afmörkuð frá annarri framleiðslu

5. Verklýsing
Öll steinrör skal geyma á brettum. Öll gólf á lager skulu vera þannig að hægt sé að flytja alla framleiðsluna með lyftara.

Verkstjóri skal yfirfara lager og tryggja að öll framleiðslan sér geymd við öruggar aðstæður eigi sjaldnar en einu sinni í viku og láta fjarlægja vöru sem hefur orðið fyrir skemmdum.

Alla vöru, sem er gölluð, skal flytja á afmarkað svæði á lagernum sem er greinilega merkt með skilti sem á stendur. „Frábrigðavara.”

Geyma skal alla framleiðsluna minnst í eina viku í framleiðslusalnum eða lagerhúsnæðinu áður en hún skal flutt til hörðnunar á þar til gert útisvæði. Eftir að tilskilinni hörðnun er lokið skal flytja framleiðsluna á afgreiðslulager.

Verkstjóri skal skrá allan hörðnunar- og geymsluferil framleiðslunnar, hvort sem í hlut eiga einstök stykki eða sería, á skráningarblað B 4-1.

6. Skjalfesting
Verkstjórinn skal vista skráningarblaðið „B 4-1 Hörðnunar- og geymsluferill” í lausblaðamöppu merkt „Hörðnun og geymsla."

7. Vistun gagna
Vistunarstaður: Skrifstofa verkstjóra.

Vistunartími: Minnst 6 ár.

Aftur í yfirlit um dæmi


Skjalastjórnun

Skjal nr: 12939                      Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 27. maí 2004

Copyright © 2006 ce-byg