10. Hvað er „framleiðslustjórnun"

Vöktun, mat á niðurstöðum, uppgjör prófanna og kvartana

Dæmi - Steinrör

Verklagsregla: Meðhöndlun kvartana

1. Tilgangur og markmið
Tilgangurinn með verklagsreglunni er að tryggja skráningu allra móttekinna kvartana til að þær fái markvissa meðhöndlun sem leiðir til ásættanlegar úrlausnar í öllum slíkum tilvikum.

2. Gildissvið
Verklagsreglan á við í öllum tilvikum þegar kvörtun berst vegna þess að framleiðslan stendur ekki undir væntingum.

3. Forsendur

  • DS/EN 1916, kafli G.3.5 Kvartanir
  • B 3-1 Eyðublað vegna kvörtunar
  • P X Verklagsregla: Meðhöndlun frábrigðavöru

4. Ábyrgð
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að kvörtunum sé svarað.

Gæðastjóri ber ábyrgð á að:

  • Að skrá allar kvartanir og koma þeim í réttan farveg.
  • Að fylgja eftir hugsanlegum úrlausnum

5. Verklýsing
Allar kvartanir skal skrá, kanna, vista og leiðrétta eftir þörfum.

Við skráningu skal nota eyðublað B 3-1 þar sem í sérhverju tilviki skal skrá allar nauðsynlegar upplýsingar.

  • Nafn og heimili viðskiptavinar
  • Lýsing og umfang þess sem varðar kvörtunina
  • Framleiðsludagur eða tímabil þess sem kvartað er yfir – Ath. betur!
  • Skrifleg lýsing viðskiptavinarins
  • Mat á orsök
  • Mat á afleiðingum
  • Ef til vill leit að sambærilegum frábrigðum
  • Meðhöndlun frábrigðavöru samkvæmt verklagsreglu P X
  • Fjarlægja skal orsakavald kvörtunarinnar til að koma í veg fyrir endurtekningu
  • Ákveða skal dagsetningu skriflegs svars til viðskiptavinar (dagsetning um hvenær á að vara búið að senda viðskiptavininum svar)
  • Meta þarf hvort kvörtunin sé þess eðlis að nauðsynlegt sé aðvara viðskiptavini við afleiðingum.

Ábyrgðarmaður framleiðslustjórnunar skal skýra framkvæmdarstjóra frá úrlausn kvörtunarinnar með því að senda honum afrit af kvörtunarskýrslunni.

Á grundvelli úrlausnarinnar sendir framkvæmdastjóri viðskiptavininum skriflegt svar og kvittar jafnframt undir kvörtunarskýrsluna til að staðfesta málalok.

6. Skjalfesting
Ábyrgðarmaður framleiðslustjórnunar vistar kvörtunarskýrsluna ásamt svarbréfi framkvæmdastjórans til viðskiptavinarins í möppu merktri „Kvartanir."

7. Vistun gagna
Vistunarstaður: Skrifstofa framkvæmdastjóra.

Vistunartími: Minnst 6 ár.



Kvörtunarskýrsla

Greining og umfang þeirra þátta sem varða kvörtunina.

Skýrsla um kvörtunina

Greining á frábrigðavöru

Nr.: Dags.:

Orsök kvörtunar upprætt

  • Mælt með viðvörun til annarra viðskiptavina:

Aftur í yfirlit um dæmi



Skjalastjórnun

Skjal nr:

12353


Síðast samþykkt:

27. október 2005

Skjalagerð: 

Grein


Síðast endurskoðað: 

27. maí 2004


Copyright © 2006 ce-byg