Hvað er „framleiðslustjórnun

Verkferill

Dæmi - Múrverk

Verklagsregla: Framleiðslustýring - múrblanda

1. Tilgangur og markmið
Tilgangurinn með verklagsreglunni er að tryggja að blöndunarferlinu sé stýrt þannig að blöndun verði einsleit og íblöndu af hydratkalki sé rétt.

2. Gildissvið
Verklagsreglan gildir við kalkíblöndun blautmúrs.

3. Forsendur
DS/EN 998-2, liður 8.3.1 Almennt

Uppskriftin er hengd upp yfir stjórnboxi.

4. Ábyrgð
Blöndunarmeistari ber ábyrgð á að verklagsreglunni sé fylgt.

5. Verklýsing
Við fyrstu blöndu á hverjum degi skal nota sömu uppskrift og mælingu og við síðustu framleiðslu sömu vöru.

Taka skal sýni til að meta hvort kalkinnihald er í samræmi við leiðbeiningar í „Múrlýsingu."

Ef innihaldið er innan leyfilegra framleiðslufrávika skal skrá niðurstöðuna og framleiðslunni er haldið áfram út frá þeim forsendum. Ef innihaldið er ekki í samræmi við leyfileg framleiðslufrávik en innan leyfilegra krafna skal endurstilla mælinguna áður en blandað er aftur og ný prufa tekin. Þannig skal framleiðslu haldið áfram.

Ef mæling sýnir að kalkmagn er utan við leyfileg frávik í kröfum skal blöndunni fargað. Stilla skal blöndunartæki aftur samkvæmt uppskrift og halda áfram þar til árangur er innan við leyfileg framleiðslufrávik.

6. Skjalfesting
Blöndunarmeistarinn vistar vöktunarblöð í möppu 3 „framleiðsluvöktun."

7. Vistun gagna
Vistunarstaður: Skrifstofa blöndunarmeistara.

Vistunartími: Minnst 6 ár.

Aftur í yfirlit um dæmi


Skjalastjórnun

Skjal nr: 12350                 Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 27. maí 2004



Copyright © 2006 ce-byg