10. Hvað er „framleiðslustjórnun

Dæmi - Gluggar

Verklagsregla um umbætur | Verklagsregla um kvörðun mælitækja



Dæmi - Gluggar

1. Tilgangur og markmið
Að lýsa hvernig haga skal greiningu mistaka og umbótum vegna frábrigða.

2. Gildissvið
Verklagsreglan gildir um allar skráningar og meðferð frábrigða í því umfangi sem við á hverju sinni.

3. Forsendur
Verklagsreglan er byggð á verklagsreglu nr. (ZZ.02) 'mat og úrbætur vegna frábrigða’ og (YY.01) 'meðhöndlun kvartana’ úr Gæðakerfi NN ehf.

4. Ábyrgð
Gæðastjóri ber ábyrgð á umbótastarfi , þ. e. rannsókn á orsök frábrigða og umbótum til að koma í veg fyrir hugsanlega endurtekningu.

5. Verklýsing

5.1. Frábrigði
Við uppgötvun frábrigðavöru er frábrigðið skilgreint og skráð.
Skrifuð er frábrigðaskýrsla.

5.2. Greining á vandamáli
Auk þess að meta og lýsa frábrigðinu skal gæðastjóri, ásamt gæðaráði, meta verklagsreglur, vinnuferla, skráningu gæða, undanþágur og kvartanir sem varða tiltekið mál. Það er gert til að finna og uppræta allar orsakir frábrigðisins.

5.3. Fyrirbyggjandi aðgerðir
Þegar rætur vandans hafa verið greindar, skipuleggur gæðaráðið fyrirbyggjandi aðgerðir. Til að koma í veg fyrir endurtekningu getur verið nauðsynleg að breyta verklagi í framleiðslu-, pökkun-, flutningum-, lagerhaldi og breyta eða bæta framleiðslulýsingar og/eða gæðakerfi.
Umfang fyrirbyggjandi aðgerða skal vera í samræmi við stærð og alvöru frábrigðisins.

Gæðaráðið skal tilgreina tiltekinn aðila sem skal bera ábyrgð á umbótunum.

5.4. Eftirfylgni
Þegar gæðaráðið hefur sett af stað umbætur og tilnefnt ábyrgðarmann er það á ábyrgð gæðastjóra að fylgja málinu eftir og hafa yfirsýn yfir alla þætti þess. Ef málinu lýkur ekki með tilskildum hætti eða gengur ekki samkvæmt áætlun skal veita tilnefndum ábyrgðarmanni tiltal.

6. Skýrslugjöf
Upplýsa skal gæðastjóra þegar umbótunum er lokið svo að hægt sé að vista skjöl sem varða málið.

Ef aðgerðirnar krefjast breytinga þarf það að koma fram í viðeigandi verklagsreglum, verkferlum, framleiðslulýsingum og/eða gæðakerfinu.
Gæðastjóri skal ljúka málinu með skýrslu um úrlausn vandans.

7. Vistun gagna
Þegar máli er lokið skal vista skýrsluna undir vörunúmeri í númeraröð hjá gæðastjóra.

8. Fylgiskjöl
Fylgiskjal XX.B1:
Eyðublað til skráningar umbóta.pdf (4.7 KB)

Aftur í yfirlit um dæmi

Næsta síða »


Skjalastjórnun

Skjal nr: 12360                         Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 27. maí 2004

Copyright © 2006 ce-byg