10. Hvað er „framleiðslustjórnun

Dæmi - Gluggar

Verklagsregla um umbætur | Verklagsregla um kvörðun mælitækja



1. Tilgangur og markmið
Er að lýsa hvernig haga skal innkaupum, kvörðun, geymslu og viðhaldi mæli- og prófunarbúnaðar þannig að hann sé ávallt í lagi við mat og prófanir sem eiga að staðfesta gæði framleiðslunnar.

2. Gildissvið
Reglan gildir þegar prófunarbúnaður eða prófunarhugbúnaður er notaður við eigin vöktun og prófanir.

3. Forsendur
Forsendur verklagsreglunnar er að finna í gæðaáætlun vegna framleiðslunnar í gæðastjórnunarkerfi NN ehf.

4. Ábyrgð
Gæðastjóri ber ábyrgð á að útfæra markvissa kvörðunaráætlun ásamt kvörðunarskrá fyrir sérhvern eftirlits-, mælingar- og prófunarbúnað. Auk þess ber gæðastjóri ábyrgð á eftirliti með að meta gildistíma kvörðunar þessara tækja og gera ráðstafanir áður en hann rennur út.

Framleiðslustjóri ber ábyrgð á að fylgja kvörðunaráætluninni. Hann skal einnig tryggja að meðhöndlun, varðveisla og notkun séu samkvæmt forskriftum til að koma í veg fyrir að tæki fari úr stillingu eða breytist þannig að kvörðun verði ógild.

5. Verklýsing

5.1. Flokkun eftir tegundum
Allar gerðir skoðunar-, mæli- og prófunarbúnaðar skal flokka eftir tegundum, t.d. vogir, skapalón, módel , málbönd, skíðmál.

5.2. Innkaup eftirlits-, mælinga- og prófunarbúnaðar.
Við kaup á hvers kyns mælibúnaði skal liggja fyrir tæknilýsing með tilliti til þess hvernig á að nota hann.

Þegar nýr mælibúnaður er keyptur í fyrirtækið skal hann kvarðast/skoðast þannig að tryggt sé að hægt sé að nota hann til að meta tilskilin gæði framleiðslunnar. Þetta þarf að gera áður en leyfilegt er að nota tækið til mælingar við framleiðsluna. Sérhvert tæki skal bera eigin einkennisnúmer.

5.3. Kvörðun
Útbúa skal sérstaka kvörðunaráætlun fyrir sérhvert tæki sem lýsir hvernig kvörðun skal háttað. Þetta er gert með kvörðunarkorti sem skal geyma eftirtaldar upplýsingar:

  • tegund mælitækis

  • framleiðandi

  • einkennisnúmer

  • varðveislustaður í fyrirtækinu og hver ber ábyrgð á vörslu þess

  • leiðbeining um kvörðun eða nafn þess sem annast hana

  • tíðni kvörðunar

  • mælinákvæmni

  • dagsetning og staðfesting á kvörðuninni

  • dagsetning næstu kvörðunar

  • afleiðingar rangrar kvörðunar

5.4. Kvörðunarstaðfesting
Kvörðun á sérhverju mælitæki skal vera staðfest þannig að það sé sýnilegt við innri úttektir. Það skal gert með því að festa á tækið plastvasa þar sem hægt er að koma fyrir miða.

Ef mælitækið er svo lítið að ekki er hægt að koma því við skal setja miðann á ílátið þar sem mælitækið er varðveitt. Slíkt ílát skal merkja með einkennisnúmeri tækisins. Merkja skal mælitækið þannig að starfsmenn sjái að það ber að varðveita í umræddu íláti.

Miðinn, sem settur er í plastvasann, skal vera grænn og bera dagsetningu næsta kvörðunardags.

Ef tækið er í umferð án löglegrar kvörðunar skal miðinn vera rauður öðrum starfsmönnum til viðvörunar.

Ef seðilinn er rauður eða dagsetning útrunnin má ekki nota tækið til innri vöktunar.

5.5. Skráning kvörðunar
Þegar mælitækið er komið á kvörðunardag skal framleiðslustjóri tryggja eftirfylgni á dagsetningu og verklagsreglu um kvörðun. Merkja skal mælitækið með rauðum miða þar til kvörðun hefur átt sér stað.

Niðurstöðu frá kvörðun skal skrá á kvörðunarkort viðkomandi mælitækis ásamt dagsetningu næstu kvörðunar. Sömu dagsetningu skal skrifa á græna miðann sem komið er fyrir á mælitækinu.

5.6. Meðhöndlun og varðveisla
Framleiðslustjóri skal útbúa skýrar leiðbeiningar og notkunarreglur varðandi notkun á tækjunum. Þessar reglur skal kynna vel því starfsfólki sem vinnur með tækin.

6. Skýrslugjöf
Hafi mælitæki verið notað við innri vöktun þegar það var ólöglegt skal gæðastjóra gert viðvart. Það sama á við ef við kvörðun kemur í ljós að tækið hafi verið óeðlilega ónákvæmt.

7. Vistun gagna
Vista skal kvörðunarkortið í dagsetningaröð kvarðana.

8. Fylgiskjöl

Fylgiskjal nr. XX.01.B1:
FPC_kvörðunarkort til stjórnunar á mælitækjum. pdf (4.8 KB)

Fylgiskjal nr. XX.01.B2: FPC_Mælitæki_gildingarmiði. pdf (5.9 KB)

Aftur í yfirlit um dæmi



Skjalastjórnun

Skjal nr: 12360,2                         Síðast samþykkt:  27. október 2005
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 27. maí 2004

Copyright © 2006 ce-byg