Fréttasafn



Fréttasafn: febrúar 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

1. feb. 2011 : ORF Líftækni 10 ára

ORF Líftækni hf er tíu ára í dag. Fyrirtækið var stofnað 1. febrúar 2001 til að þróa nýstárlega aðferð við framleiðslu verðmætra, sérvirkra próteina í erfðabreyttu byggi. Átta þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að útiræktun á erfðabreyttum lífverum verði bönnuð. Verði tillagan samþykkt kemur hún í veg fyrir áætlanir um akuryrkju og nýsköpun í grænum iðnaði á landsbyggðinni.

1. feb. 2011 : Frestur til að skila inn hugmynd í Fræ ársins rennur út í dag

Háskólinn í Reykjavík, í samvinnu við Össur hf., Samtök iðnaðarins, Klak - nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Landsvirkjun og Eyri Invest ehf., kallar eftir hugmyndum sem gætu orðið FRÆ ÁRSINS 2011. Fræ ársins er útnefnt árlega, en markmið þess er að styðja við frumstig nýsköpunar með því að gefa frumkvöðlum tækifæri til að breyta hugmynd eða frumgerð í viðskiptaáætlun og sprotafyrirtæki.

Síða 2 af 2