Fréttasafn



19. okt. 2018 Almennar fréttir

Á Matvæladegi MNÍ verður rætt um matvælastefnu

Matvæladagur MNÍ verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 25. október kl. 12.00-16.30. Yfirskrift dagsins er: Matvælastefna – hvað er það, fyrir hverja og af hverju?
Fundarstjóri er dr. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís.

Dagskrá

  • Skráning og afhending gagna
  • Setning/ávarp | forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
  • Afhending Fjöreggsins | Samtök iðnaðarins.
  • Dr. Olivier de Schutter, Panel of Experts on Sustainable Food Systems áður UN. 
  • Getum við sett matvælastefnu án sjálfbærnihugsunar? | Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, Háskóli Íslands.
  • Fyrir hverja er matvælastefna? | Jóna Björg Hlöðversdóttir, Samtök Ungra Bænda.
  • Passa sjónarmið innflutningsaðila inn í matvælastefnu fyrir Ísland? | Magnús Óli Ólafsson, Innnes.
  • Þáttur ábyrgrar auðlinda- og hráefnanýtingar í matvælastefnu | Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS.
  • Hvatar til aukinnar hráefnanýtingar | Mjólkursamsalan
  • Kaffi
  • Sjálfbær landbúnaður? Heimsmarkmiðin? Hvað getur Landbúnaðarháskóli Íslands gert? | Sæmundur Sveinsson, LHBÍ.
  • Matvælastefna í samhengi lífhagkerfis; West Nordic Bioeconomy Panel | Arnljótur Bjarki Bergsson, Matís.
  • Valkostir neytenda og ábyrgð þeirra gagnvart umhverfinu | Axel Helgason, Landssamband smábátaeigenda.
  • Næring, heilsa og matvælastefna | Bryndís Eva Birgisdóttir, Rannsóknastofa í næringarfræði
  • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna; hluti af matvælastefnu Íslendinga | Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
  • Pallborðsumræður.
  • Samantekt | Dr. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís. 

Hér er hægt að lesa nánar um Matvæladag MNÍ 2018.