Fréttasafn



23. apr. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Á Norðurlandi eru 444 íbúðir í byggingu

Á fundi SI í Hofi á Akureyri fyrir skömmu kom fram í máli Friðriks Á. Ólafssonar, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI, að ibúðir í byggingu á Akureyri væru 363 samkvæmt nýjustu talningu samtakanna og væri það 87% aukning frá fyrri talningu fyrir ári síðan. Á Húsavík eru 39 íbúðir í byggingu sem er þrefalt fleiri íbúðir en í síðustu talningu, 22 í Eyjafirði sem er einnig þrefalt meira en síðast, 14 á Sauðárkróki sem er 56% fleiri, 9 á Dalvík sem er fjórum sinnum meira en þegar 2 íbúðir voru í byggingu fyrir ári síðan og 7 á Siglufirði en þar hefur íbúðum í byggingu fækkað um 9. Samtals væru því 444 íbúðir í byggingu á þessum tilteknu svæðum á Norðurlandi.

Friðrik fór einnig yfir spá sem gerð hefur verið fyrir Norðurland fram til ársins 2020 þar sem gert er ráð fyrir álíka fjölda íbúða í byggingu árin 2019 og 2020, 214 árið 2019 og 212 árið 2020.

Hér er hægt að nálgast glærur Friðriks frá fundinum.

Íbúðir í byggingu á Norðurlandi

Nordurland