Fréttasafn



29. feb. 2024 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Ábendingar um gullhúðun sem dregur úr samkeppnishæfni

Innherji á Vísi fjallar um ábendingar sem koma fram í umsögn SI um gullhúðun þar sem kemur fram að samtökin fagni skipan starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun og telji tímabært að horft verði til samkeppnishæfni Íslands við hvers kyns lagasetningu, hvort sem um ræðir innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins í gegnum EES, eða séríslensk lög. Í umsögninni nefna samtökin átta dæmi um gullhúðun sem átt hafi sér stað á undanförnum árum og vekja athygli á að upptalningin sé ekki tæmandi.

Hér er hægt að nálgast umsögn SI. 

Innherji á Vísi, 29. febrúar 2024.