Fréttasafn



7. nóv. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Aðalfundur SÍK framundan

Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, verður haldinn 16. nóvember kl. 17.00 í Kviku, Borgartúni 35. Skráning á fundinn.

Dagskrá aðalfundar

  • Formaður SÍK setur aðalfundinn
  • Fundarstjóri og fundarritari skipaðir
  • Hefðbundin aðalfundarstörf skv. samþykktum sambandsins:
  1. Lögð fram kjörgögn
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Endurskoðaðir reikningar SÍK lagðir fram
  4. Lagabreytingar
  5. Stjórnarkjör (Tveir meðstjórnendur kjörnir til tveggja ára - Einn varamaður kjörin til tveggja ára)
  6. Kjör endurskoðenda (Löggiltur endurskoðandi - Félagslegur endurskoðandi úr röðum fulltrúa aðildarfélaga)
  7. Félagsgjöld ákvörðuð
  8. Önnur mál, löglega upp borin

Breytingar á samþykktum frá aðildarfélögum, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á aðalfundinum þurfa að hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund.