Fréttasafn



30. maí 2018 Almennar fréttir

Arna í Bolungarvík heimsótt

Stjórn SI heimsótti mjólkurvinnslu Örnu í Bolungarvík þar sem framleiddar eru um 35 vörutegundir. Á móti stjórninni tók Hálfdán Óskarsson, mjólkurfræðingur og einn af eigendum fyrirtækisins. Hjá Örnu eru framleiddar laktósafríar mjólkurafurðir og eru starfsmenn um 20. Mjólkurvinnslunni var komið fyrir í gömlu fiskvinnsluhúsi á Bolungarvík sem hefur þannig öðlast nýtt líf þar sem nú eru sköpuð ný verðmæti frá grunni. 

Arna er ört vaxandi fyrirtæki og notar alla mjólk sem framleidd er á Vestfjörðum. Í heimsókninni kom fram mikilvægi þess að innviðir væru í lagi þar sem treysta þarf á daglega flutninga með vörur. Þá kom einnig fram að skortur er á mjólkurfræðingum hér á landi. 

Arna3

Arna

Arna5

Arna2