Fréttasafn



8. apr. 2015 Almennar fréttir

Ársfundur atvinnulífsins 16. apríl í Hörpu

Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu fimmtudaginn 16. apríl í Silfurbergi kl. 14-16.  Gerum betur er yfirskrift fundarins en þar verður bent á leiðir til að gera Ísland að betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki. Ávörp flytja Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.

Þá munu stíga á stokk Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir, sem stýrir rannsóknum og þróun hjá Zymetech og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 

Fundarstjóri er Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík.

Skráning