Fréttasafn



20. apr. 2018 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Athugasemdir við frumvarp um rafræna auðkenningu

Í sameiginlegri umsögn Samtak iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráðs Íslands um frumvarp til laga um rafræna auðkenningu og traustþjónustu kemur fram að samtökin telja að þegar reglugerðir eru innleiddar með þeim hætti sem á að gera verði löggjafinn að gæta þess að greinargerðin með frumvarpinu sé ítarleg og taki á mikilvægum efnisatriðum reglugerðarinnar en um er að ræða frumvarp til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 frá 23. júlí 2014. Í umsögninni segir að í frumvarpinu sé farin sú leið að innleiða reglugerð ESB með tilvísunaraðferð og því reglugerðin í heild sinni lögfest. Samtökin gera athugasemdir við að ekki sé hægt að leiða af greinargerðinni hvaða efnisreglur sé verið að innleiða í íslenskan rétt né hvaða áhrif þær muni hafa á íslensk fyrirtæki. 

Í umsögninni koma fram athugasemdir við fjölmörg atriði til viðbótar við framsetningu greinargerðarinnar eins og hlutverki Neytendastofu og eftirlitsheimildum hennar, úrræði Neytendastofu og meðalhófs í beitingu aðgerða, sektarheimilda án fordæma, reglugerðarheimild og innleiðingu, ótímabærrar gildistöku og mati á áhrifum sem er í ósamræmi við ákvæði frumvarpsins. 

Hér er hægt að lesa umsögnina í heild sinni.