Fréttasafn



25. jún. 2015 Iðnaður og hugverk

Bakarameistarar afhentu Göngum saman eina og hálfa milljón króna

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, söfnuðu einni og hálfri milljón með sölu Brjóstabollunnar um mæðradagshelgina. Forsvarskonur styrktarfélagsins Göngum saman heimsóttu stjórn LABAK nýlega og tóku við styrknum úr hendi Jóns Alberts Kristinsson, formanns LABAK. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman, var að vonum ánægð og sagði við það tækifæri að framlag LABAK væri styrktarfélaginu ómetanlegt. Alls hefur LABAK safnað á áttundu milljón króna á þeim fimm árum sem samstarfið hefur staðið yfir en það er um 10% af öllu styrkfé sem Göngum saman hefur safnað til rannsókna á brjóstakrabbameini að sögn Gunnhildar.

Allt fé sem Göngum saman safnar fer í styrktarsjóð en félagið veitir styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini í október ár hvert.

Á myndinni eru frá vinstri: Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtökum iðnaðarins, stjórn og varastjórn LABAK, Sigurður Enoksson, Hérastubbi bakara, Sigurður M. Guðjónsson, Bernhöftsbakaríi, Jón Þór Lúðvíksson, Brauðgerð Ólafsvíkur, Jón Albert Kristinsson, formaður, Björnsbakaríi, Jón Heiðar Ríkharðsson, Okkar bakaríi og Steinþór Jónsson, Björnsbakaríi og stjórnarkonur Göngum saman, Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður, og Ragnhildur Zoega.