Fréttasafn



2. feb. 2015 Iðnaður og hugverk

Dagur íslensks prentiðnaðar

Þann 6. febrúar 2015 standa IÐAN fræðslusetur, Félag bókagerðarmanna og Samtök iðnaðarins, fyrir Degi íslensks prentiðnaðar. Á þessum degi ætlar starfsfólk í prent- útgáfu og hönnunariðnaði að hittast í Vatnagörðum 20 (nýtt húsnæði IÐUNNAR) og fræðast og skemmta sér saman. Frá kl. 15-18 verða fluttir 24 fyrirlestrar og örnámskeið í fjórum kennslustofum. Kl. 18-20 verður skemmtun með tónlist og léttum veitingum.

Fjögur þemu verða á fræðsluhluta dagsins:

  • Tækniframfarir 
  • Ör-tölvunámskeið
  • Handverk og hönnun
  • Straumar og stefnur í sölu- og stjórnun

Nánari upplýsingar og dagskrá á www.idan.is