Fréttasafn



18. mar. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Dagur verkfræðinnar

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í fimmta sinn næstkomandi föstudag 22. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskráin hefst kl. 13.00 og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundasölum.
Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Meðal frummælenda á deginum er Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI og viðskiptastjóri Félags ráðgjafarverkfræðinga, sem flytur erindi með yfirskriftinni Íslensk verkfræðiráðgjöf - Verðmæti góðra ráðgjafa

Á vef Verkfræðingafélags Íslands er hægt að lesa nánar um dagskrá dagsins.

Hér er hægt að skrá sig.