Fréttasafn



5. apr. 2017 Almennar fréttir Menntun

Efla þarf forritunarkennslu í grunnskólum landsins

Samtök iðnaðarins og Háskólinn í Reykjavík í samvinnu við GERT verkefnið (grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) stóðu fyrir fundi í gær um forritunarkennslu í grunnskólum undir yfirskriftinni: Þarf að kenna forritun?

Fundurinn sem var haldinn í Háskólanum í Reykjavík var vel sóttur. Þar var rætt um mikilvægi þess að forritun sé kynnt fyrir ungum nemendum sem undirbúningur fyrir þær breytingar sem framundan eru á vinnumarkaðnum. Meðal annars var litið til þess að gert er ráð fyrir að í framtíðinni verði fjölmörg störf ólík því sem nú er og því þurfi að vinna að því að auka þekkingu á forritun. Góður rómur var gerður að erindunum og voru fundargestir og fyrirlesarar sammála um nauðsyn þess að efla og auka forritunarkennslu í grunnskólum til að búa nemendur betur undir atvinnulíf framtíðarinnar. Í lok fundarins spunnust góðar umræður um efnið og fljótt varð ljóst að hinn knappi fundartími myndi engan veginn nægja til að tæma umræðuna. Því hefur verið ákveðið að halda annan fund um forritunarkennslu í byrjun júní. Fundarstjóri var Þröstur Bragason hjá Menntamálastofnun.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur fyrirlesara: