Fréttasafn



8. jún. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Efni fyrir atvinnurekendur um rétt erlends starfsfólks til bólusetninga

Hægt er að nálgast kynningarefni um rétt innflytjenda til bólusetninga gegn COVID-19 á nokkrum tungumálum. Um er að ræða veggspjöld með upplýsingum um rétt til bólusetninga og einnig áminning um að það er auðveldara að ferðast þegar fólk er bólusett. 

Kynningarefnið er ætlað atvinnurekendum og er hægt að prenta kynningarefnið út til að hafa veggspjöld sýnileg þar sem fólk kemur saman, t.d. á kaffistofum, búningsherbergjum, salernum og við innganga. Hægt er að velja kynningarefnið á þeim tungumálum sem henta hverju sinni. 

Á vefsvæði covid.is hefur verið útbúin upplýsingasíða sem skýrir hvernig fólk á að skrá sig til að fá boð í bólusetningu. Upplýsingarnar eru á nokkrum tungumálum: íslensku, ensku, pólsku, litháísku, tælensku, spænsku, rúmensku, rússnesku, serbnesku, arabísku, kúrdísku og persnesku. 

Slóð á upplýsingasíðuna: www.covid.is/vax 

Slóð á öll veggspjöldin: www.covid.is/vax-kynningarefni

Bolusetning_1