Fréttasafn



7. maí 2024 Almennar fréttir Mannvirki Samtök arkitektastofa

Endurkjörinn formaður Samtaka arkitektastofa

Halldór Eiríksson var endurkjörinn formaður Samtaka arkitektastofa, SAMARK, á aðalfundi samtakanna sem fór fram í dag í Húsi atvinnulífsins. Formaður er kosinn til tveggja ára. Þórhildur Þórhallsdóttir var einnig endurkjörin stjórnmarmaður.

Á komandi starfsári verður stjórn SAMARK skipuð eftirtöldum: 

  • Halldór Eiríksson, formaður
  • Ástríður Birna Árnadóttir
  • Freyr Frostason
  • Þorvarður Lárus Björgvinsson
  • Þórhildur Þórhallsdóttir
  • Helgi Már Halldórsson er áfram skoðunarmaður reikninga.

Á aðalfundinum var rætt sérstaklega um höfundarrétt arkitekta og markmið við vinnu höfundarréttarnefndar samtakanna sem nú er að störfum. Þá var farið yfir störf stjórnar og SAMARK á liðnu starfsári og aðkoma félagsins að fjölbreyttu starfi á borð við þjónustulýsingar hönnuða og ráðgjafa, endurskoðun byggingarreglugerðarinnar og vegvísi að rannsóknarumhverfi mannvirkjagerðar. Einnig var farið yfir setu félagsmanna SAMARK í nefndum og vinnslu umsagna.

2_1715096633894

4_1715096683652

5_1715096700619

HtHalldór Eiríksson, formaður SAMARK.