Fréttasafn



12. jan. 2021 Almennar fréttir Mannvirki

Félag vinnuvélaeigenda opnar nýja vefsíðu

Félag vinnuvélaeigenda, sem er meðal aðildarfélaga SI, hefur sett nýja vefsíðu í loftið, vinnuvel.is. Á vefsíðunni er hægt að fá upplýsingar um félagið sem stofnað var árið 1953. Tilgangur félagsins var að efla samstarf vinnuvélaeigenda og gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra. Félagsmönnum fjölgaði hægt og bítandi til að byrja með. Árið 1960 voru þeir 20 en voru orðnir 160 fimmtán árum síðar. Breiður hópur félagsmanna myndar félagið í dag, allt frá einyrkjum sem eiga eina vél og vinna á henni sjálfir upp í stór jarðvinnufyrirtæki. Á vefsíðunni er hægt að nálgast félagatal auk þess sem þar er að finna upplýsingar um nýtt nám í jarðvirkjun við Tækniskólann. 

_DSC6811