Fréttasafn



17. maí 2023 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Félagsfundur SI um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík

Samtök iðnaðaðarins standa fyrir félagsfundi um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Fundurinn sem er ætlaður félagsmönnum SI í mannvirkjaiðnaði verður haldinn þriðjudaginn 23. maí kl. 16-17.30 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.

Ekki verður boðið upp á streymi og því eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka þátt.

Dagskrá

  • Opnun fundar - Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri á mannvirkjasviði SI
  • Aðalskipulag og langtímasýn í húsnæðismálum - Haraldur Sigurðsson, deildarstjóri aðalskipulags hjá Reykjavíkurborg
  • Húsnæðisáætlun Reykjavíkur og úthlutunaráætlanir til 5-10 ára - Óli Örn Eiríksson og Hilmar Hildar Magnússon hjá atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar
  • Umræður

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.