Fréttasafn



10. sep. 2019 Almennar fréttir Efnahagsmál

Fjárfestingar Bandaríkjahers kærkomið mótvægi

„Áætlaðar fjárfestingar Bandaríkjahers og NATO á Íslandi eru kærkomið mótvægi við samdrættinum.“ Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í umfjöllun Bloomberg um heimsókn varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Í umfjölluninni kemur fram að áhugi Bandaríkjanna nú fari saman við aukinn varnarkostnað en gert sé ráð fyrir 91 milljóna bandaríkjadollara fjárfestingu þar sem megnið af fjárhæðinni verði notað til að stækka aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli þar sem áður var varnarstöð með allt að 5.000 bandarískum hermönnum. Í umfjöllun Bloomberg kemur fram að með fjárfestingunni sé gert ráð fyrir að um 300 störf verði til sem hafi ekki lítil áhrif í landi með aðeins 350 þúsund íbúa og heimamenn segi að það hjálpi til við að draga úr áhrifum samdráttar sem sé til kominn vegna vandræða í helstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustunni.

Á vef Bloomberg er hægt að lesa umfjöllunina í heild sinni.