Fréttasafn



29. ágú. 2018 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Fjölbreytt dagskrá á Umhverfisdegi atvinnulífsins

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn verður miðvikudaginn 17. október í Norðurljósum í Hörpu kl. 8.30-12.00. Að viðburðinum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Hér er hægt að skrá sig. 

Sameiginleg dagskrá samtakanna hefst kl. 8.30 og stendur til 10. Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

Boðið verður upp á tvær málstofur sem hefjast kl. 10.30 og standa til kl. 12. Önnur málstofan fjallar um alþjóðaviðskipti og loftslagsmál og hin málstofan um grænar lausnir atvinnulífsins. 

DAGSKRÁ

  • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
  • Sigsteinn Grétarsson, Arctic Green Energy.
  • Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og um langa hríð yfirmaður hjá loftslagssamningi SÞ.
  • Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ.
  • Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2018 - Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. 

Málstofa um alþjóðaviðskipti og loftslagsmál kl. 10.30-12

Málstofustjóri er Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

  • Loftslagsvænt sérmerkt ál - Guðrún Þóra Magnúsdóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Rio Tinto á Íslandi
  • Árangur sjávarútvegsins í loftslagsmálum - Hildur Hauksdóttir, verkefnastjóri hjá HB Grandi
  • Loftslagsvæn sjálfbær ferðaþjónusta Nafn fyrirlesara staðfest síðar.
  • Ábyrgar fjárfestingar - Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur hjá Íslandssjóðum.
  • Kolefnishlutlaus orku- og veitustarfsemi 2030 - Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda, Orku náttúrunnar

Málstofa um grænar lausnir atvinnulífsins kl. 10.30-12
Málstofustjóri er Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vaka.

  • Framtíð sorpförgunar - Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og stofnandi Environice
  • Vistvæn mannvirki - Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vistbyggðarráðs
  • Kolefnisfótspor fyrirtækja - Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri Odda
  • Er plastið á leið úr búðunum? - Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ
  • Endurnýjanlegt eldsneyti og sjálfbærar samgöngur - Margrét Ormslev, fjármálastjóri CRI