Fréttasafn



5. maí 2022 Almennar fréttir Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði

Fjölmennur kosningafundur MIH í Hafnarfirði

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, stóð fyrir fjölmennum kosningafundi í Hafnarfirði með frambjóðendum allra framboða. Í Hafnarfirði eru átta flokkar sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 14. maí næstkomandi. 

Jón Þórðarson, formaður MIH, flutti ávarp í upphafi fundarins og fól síðan Friðriki Ág Ólafssyni, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI, stjórnun fundar. Friðrik Ág kynnti stuttlega niðurstöðu síðustu talningar íbúða og í kjölfar þess fékk hvert og eitt framboð 5 mínútur til að kynna áherslumál sín í bygginga- og mannvirkjamálum. Að því loknu voru fyrirspurnir úr sal. 

MIH hefur haldið sambærilega fundi fyrir kosningar og var það mál félagsmanna að slíkir fundir séu nauðsynlegir til að atvinnurekendur á svæðinu viti hvaða áform einstakir frambjóðendur hafa að kosningum loknum. 

20220505_150417Félagsmenn MIH fjölmenntu á fundinn.

20220505_150435Jón Þórðarson, formaður MIH, flutti ávarp í upphafi fundarins. 

20220505_150750Frambjóðendur frá átta flokkum kynntu áherslumál sín í Hafnarfirði.