Fréttasafn



29. sep. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Formaður og framkvæmdastjóri SI á ársfundi Dansk Industri

Árni Sigurjónsson formaður SI og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI sátu ársfund Dansk Industri, DI, sem fór fram í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í gær. Meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn voru Friðrik krónprins Dana og Mette Frederiksen forsætisráðherra. Auk þess voru ávörp frá Lars Sandahl Sørensen framkvæmdastjóra DI og Klaus Holse formanni DI. 

Fjöldi stjórnenda úr dönsku atvinnulífi tók þátt í dagskránni ýmist með erindum eða þátttöku í umræðum. Mikla athygli vakti viðtal við danska geimfarann Andreas Mogensen sem talaði beint frá geimstöð European Space Agency. 

Meðal umræðuefna á ársfundinum voru áhrif gervigreindar á störf, áhrif Kína á hagkerfi heimsins, fjölbreytni í atvinnulífi og sprotafyrirtæki í grænni nýsköpun.

Á vef DI er hægt að nálgast frekari upplýsingar um ársfundinn og upptökur frá fundinum.

IMG_7232Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI og Árni Sigurjónsson formaður SI.

IMG_7255Friðrik krónprins Dana ávarpaði fundinn og afhenti viðurkenningu DI.

IMG_8454Andreas Mogensen talaði beint frá geimstöð European Space Agency.