Fréttasafn



22. feb. 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Fræðslufundur um vinnustöðvanir á verkframkvæmdir

Í tilefni yfirstandandi og fyrirhugaðra vinnustöðvana, þ.e. verkfalla og verkbanns, efndu Samtök iðnaðarins til fræðslufundar í morgun á meðal félagsmanna um áhrif vinnustöðvana á verkframkvæmdir.

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, fjallaði stuttlega um vinnustöðvanir, þær reglur sem um þær gilda og áhrif þeirra á fyrirtæki. Í kjölfarið fóru lögmenn hjá Landslögum, Hildur Ýr Viðarsdóttir, Unnur Lilja Hermannsdóttir og Magnús Ingvar Magnússon, yfir þær reglur sem gilda í verktakarétti, þá sér í lagi með vísan í ÍST 30:2012, um áhrif vinnustöðvana á verkframkvæmdir og til hvaða aðgerða verktaka þurfi til að grípa í slíkum aðstæðum til að tryggja rétt sinn, m.a. til að fá lengri verktíma. Var þar sérstaklega vísað til tilkynningaskyldu verktaka og farið yfir drög að slíkri tilkynningu, sem síðar verður send öllum félagsmönnum á mannvirkjasviði SI.