Fréttasafn



21. sep. 2020 Almennar fréttir

Fráfarandi formanni SI þökkuð störf í þágu iðnaðarins

Á Iðnþingi 2020 kallaði Logi Bergmann Guðrún Hafsteinsdóttur, fráfarandi formann SI, á svið og ræddi við hana um formannstíð hennar en Guðrún sat í stjórn SI í 9 ár samfellt og þar af síðustu 6 árin sem formaður samtakanna. 

Árni Sigurjónsson, formaður SI, færði Guðrúnu þakklætisvott frá samtökunum um leið og hann þakkaði fyrir hennar framlag í þágu iðnaðarins. Í máli Guðrúnar kom fram að hún hefði alla tíð lagt mikla áherslu á menntamálin og hvatt til þess að fleiri sæki sér iðnnám og nefndi að nú væri fjöldi nemenda í slíku námi. Árni færði henni að gjöf frá samtökunum afsteypu eftir Ásmund Sveinsson, Landvættir, sem gefin er út í 200 tölusettum eintökum. 

Si_idnthing_2020-60Logi Bergmann ræddi við Guðrúnu um formannstíðina. 

Si_idnthing_2020-61Árni Sigurjónsson, formaður SI, færði Guðrúnu þakklætisvott frá samtökunum. 

Si_idnthing_2020-63Árni Sigurjónsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

 

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á upptöku þegar Guðrún var kölluð upp á svið á Iðnþingi 2020: