Fréttasafn



18. okt. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Frakkar sigruðu með vegan eftirrétti

Frakkar sigruðu í Ecotrophelia, evrópskri matvæla-nýsköpunarkeppni háskólanema, sem fram fór Köln í byrjun mánaðarins með vegan eftirréttinum oRIZginal. Þetta er í níunda sinn sem evrópskir háskólanemer etja kappi í nýsköpun um vistvæn og markaðshæf matvæli eða drykki en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Alls voru 17 Evrópuþjóðir sem öttu kappi, þar á meðal Ísland.

Umhverfis- og loftslagsmál voru ofarlega í huga keppenda, hvort sem litið var til innihalds eða umbúða matvælanna. Lið Íslands í keppninni var skipað nemum úr matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Framlag þeirra var vegan borgari en meginprótínuppistaða borgarans kemur úr kartöflum.

Samtök iðnaðarins standa að baki keppninni hér á landi, ásamt Nýsköpunarmiðstöð og Matís. Markmið með Ecotrophelia-keppninni er að stuðla að þróun nýrra umhverfisvænna matvara fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað, ásamt því að auka umhverfisvitun og þjálfa frumkvöðlahugsun nemenda. Samtök iðnaðarins eiga sæti í stjórn Ecotrophelia í Evrópu og skipa einn af dómurum keppninnar sem var Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI.

Á vef Ecotrophelia er hægt að lesa nánar um þátttakendur í keppninni.

Island_1571410007890Vegan borgarinn Potato Patty (Potatty) var framlag Íslands í ár. 

FrakklandVegan eftirrétturinn oRIZginal var framlag Frakka sem bar sigur úr bítum.