Fréttasafn



30. des. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Framfarasjóður SI úthlutar styrkjum til þriggja verkefna

Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur veitt þremur verkefnum styrki samtals að upphæð 14,4 milljónir króna. Við val á verkefnunum er horft til þess að þau efli menntun í iðn-, verk- og tækninámi, að um sé að ræða nýsköpun sem styrki framþróun í iðnaði og að þau leiði til framleiðniaukningar. Með vali á þessum þremur verkefnum sem hljóta styrki endurspeglast áherslur Samtaka iðnaðarins. Sjóðurinn var stofnaður árið 2016 í þeim tilgangi að skapa farveg sem styður við og þróar framfaramál tengd iðnaði. Sjóðnum bárust níu umsóknir að þessu sinni.

Verkefnin sem hljóta styrki úr Framfarasjóði SI eru:

Félag blikksmiðjueigenda hlýtur 5 milljóna króna styrk til þess að gera þarfagreiningar á námi í blikksmíði og tillögur að breytingum á námskrá greinarinnar.

Félag ráðgjafaverkfræðinga og Samtök arkitektastofa hljóta 5 milljóna króna styrk til að vinna staðlaðar þjónustulýsingar fyrir hönnun að danskri fyrirmynd í samstarfi við Framkvæmdasýsluna – Ríkiseignir.

Samtök skipaiðnaðarins hljóta 4,4 milljóna króna styrk til að halda námskeið í trefjaplastsmíði í samstarfi við Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra og fleiri aðila.

Myndir/BIG

Frá afhendingu styrkjanna í Húsi atvinnulífsins. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Þröstur Auðunsson, formaður Samtaka skipaiðnaðarins, Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, Freyr Frostason, stjórnarmaður Samtaka arkitektastofa, Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri hjá SI, Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Sa_framfarasjodur_2022-1Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Sa_framfarasjodur_2022-2Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri hjá SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Freyr Frostason, stjórnarmaður Samtaka arkitektastofa, Margrét Kristín Sigurðardóttir, almannatengsla- og samskiptstjóri SI, og Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI.

Sa_framfarasjodur_2022-3Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, og Sigurður Hannesson,framkvæmdastjóri SI.

Sa_framfarasjodur_2022-4Þröstur Auðunsson, formaður Samtaka skipaiðnaðarins, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Sa_framfarasjodur_2022-5Freyr Frostason, stjórnarmaður Samtaka arkitektastofa, Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Sa_framfarasjodur_2022-6Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.


Morgunblaðið, 31. desember 2022.

Fréttablaðið, 2. janúar 2023.