Fréttasafn



11. jan. 2023 Almennar fréttir

Fulltrúar SI á ársfundi NHO í Osló

Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sóttu ársfund systursamtaka SI, NHO, sem haldinn var 5. janúar í Osló. 

Yfirskrift ársfundarins var Uro og var horft til þess í umfjöllunarefni að mikill óróleiki og óvissa væri í veröldinni um þessar mundir vegna stríðs, nýliðins heimsfaraldurs, orkurkrísu, hækkandi verðbólgu og vaxta. Dregið var fram hversu mikilvægt væri í þessum aðstæðum að mæta áskorunum sem tryggja störf og velferð. Stóra myndin var dregin upp og meðal annars farið inn á orkumál, umhverfismál og veginn fram á við.

Meðal frummælenda á fundinum voru Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, Robert Habeck, varakanslari Þýskalands, Ida Wolden Bache, seðlabankastjóri Noregs, Jonas Gahr Store, forsætisráðherra, og Svein Tore Holsether, forseti NHO.

Á fundinum voru um 1.500 gestir.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum.

Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Nho1Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.