Fréttasafn



12. okt. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Fundur FVH og SI um fasteignamarkaðinn

Er fasteignamarkaðurinn í jafnvægi? er yfirskrift hádegisverðarfundar sem Félag viðskipta- og hagfræðinga heldur í samstarfi við Samtök iðnaðarins þriðjudaginn 16. október kl. 12.00-13.15 í Vox Club á Hilton Reykjavík Nordica. Fundarstjóri er Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.

Dagskrá

  • Stöðugleiki á íbúðamarkaði? - Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.
  • Staðan á fasteignamarkaði - Hæðir og lægðir - Sölvi Blöndal frá Gamma. 

Frítt fyrir félaga FVH, aðrir 4.900 krónur. Hádegisverður innifalinn.

Á vef FVH er hægt að skrá sig.

FRV-auglysing